Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Tómas Guðbjartsson skrifar 20. janúar 2022 19:00 Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að hætta að hlusta faglegar ráðleggingar sóttvarnarlæknis og fyrrverandi hæstaréttardómari kallar síðan Omicron bylgjuna saklaust kvef og sóttvarnir „móðursýki“ og „sósíalisma“ í viðtali á Bylgjunni. Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflaust fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar. Enda þörf á jákvæðum fréttum og þolinmæði margra á þrotum í faraldri sem staðið hefur í tvö ár - og haft miklar afleiðingar fyrir marga. Það voru jú jákvæðar fréttir - og studdar gögnum - sem bárust um sl. helgi og sýndu að þrátt fyrir háa tíðni smita fer innlögnum á spítalann fækkandi. Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr. Álagið á Landspítala er enn mjög mikið og hann engan veginn kominn fyrir vind í þessari síðustu bylgju faraldursins. Það er ágætt að hafa í huga það sem nú er að gerast á Evrópumótinu í handbolta - og sýnir hversu smitandi veiran er. Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt. Stór hluti íslenska liðsins og dómarar hafa greinst smitaðir og enn fleiri hafa sýkst í öðrum liðum, eins og því þýska. Þetta hefðu skipuleggjendur átt að sjá fyrir og skipulagt miklu öflugri sóttvarnir - líkt og gert var á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum i Tókýó. Þar voru smit fá, enda engir áhorfendur leyfðir. Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark. Hvað voru skipuleggjendur að hugsa þegar kom að sóttvörnum? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ráða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum - og gert honum ómögulegt að sinna neyðarhlutverki sínu. Ljóst er að þótt starfsfólk spítalans væri einkennalítið þá mætir það ekki til vinnu sýkt af Covid - enda skjólstæðingar okkar oftar en ekki veikir fyrir og COVID-sýking getur reynst þeim banvæn. Þetta er augljósasta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega . Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi. Stundum er gott að draga andann djúpt og láta þá sem best þekkja til leiða þjóðina í gegnum öldurótið. Það hefur tekist afar vel hjá sóttvarnarlækni og þríeykinu hingað til - og ekkert í spilunum að svo þurfi ekki að vera áfram. Skoðanaskipti eru nauðsynleg, en á erfiðum tímum þurfa sóttvarnayfirvöld stuðning frá sem flestum - ekki síst þeim sem standa í brúnni og eru hluti af ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tómas Guðbjartsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að hætta að hlusta faglegar ráðleggingar sóttvarnarlæknis og fyrrverandi hæstaréttardómari kallar síðan Omicron bylgjuna saklaust kvef og sóttvarnir „móðursýki“ og „sósíalisma“ í viðtali á Bylgjunni. Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflaust fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar. Enda þörf á jákvæðum fréttum og þolinmæði margra á þrotum í faraldri sem staðið hefur í tvö ár - og haft miklar afleiðingar fyrir marga. Það voru jú jákvæðar fréttir - og studdar gögnum - sem bárust um sl. helgi og sýndu að þrátt fyrir háa tíðni smita fer innlögnum á spítalann fækkandi. Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr. Álagið á Landspítala er enn mjög mikið og hann engan veginn kominn fyrir vind í þessari síðustu bylgju faraldursins. Það er ágætt að hafa í huga það sem nú er að gerast á Evrópumótinu í handbolta - og sýnir hversu smitandi veiran er. Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt. Stór hluti íslenska liðsins og dómarar hafa greinst smitaðir og enn fleiri hafa sýkst í öðrum liðum, eins og því þýska. Þetta hefðu skipuleggjendur átt að sjá fyrir og skipulagt miklu öflugri sóttvarnir - líkt og gert var á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum i Tókýó. Þar voru smit fá, enda engir áhorfendur leyfðir. Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark. Hvað voru skipuleggjendur að hugsa þegar kom að sóttvörnum? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ráða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum - og gert honum ómögulegt að sinna neyðarhlutverki sínu. Ljóst er að þótt starfsfólk spítalans væri einkennalítið þá mætir það ekki til vinnu sýkt af Covid - enda skjólstæðingar okkar oftar en ekki veikir fyrir og COVID-sýking getur reynst þeim banvæn. Þetta er augljósasta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega . Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi. Stundum er gott að draga andann djúpt og láta þá sem best þekkja til leiða þjóðina í gegnum öldurótið. Það hefur tekist afar vel hjá sóttvarnarlækni og þríeykinu hingað til - og ekkert í spilunum að svo þurfi ekki að vera áfram. Skoðanaskipti eru nauðsynleg, en á erfiðum tímum þurfa sóttvarnayfirvöld stuðning frá sem flestum - ekki síst þeim sem standa í brúnni og eru hluti af ríkisstjórn.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun