Sóttvarnarhræsni á Twitter Sigmar Guðmundsson skrifar 21. janúar 2022 11:00 Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum. Í nýlegri fréttaúttekt á Stöð tvö kom fram að mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks efast um réttmæti harðra sóttvarnartakmarkana. Og þær eru svo sannarlega harðar í dag. Alls 12 af 17 þingmönnum flokksins styðja í raun ekki ríkisstjórnina í þessum málum og þar af eru þrír ráðherrar. Þetta er alveg magnað. 12 stjórnarþingmenn, þar af þrír ráðherrar, eru ekki sammála þeim hörðu takmörkunum sem þeirra eigin ríkisstjórn setur á landsmenn. Varaþingmaður flokksins í Suðurvesturkjördæmi leiðir skrúðgönguna og krefst afsagnar sóttvarnarlæknis á milli þess sem hann reynir að koma í veg fyrir að börn verði bólusett. Við heyrum þessa þingmenn og ráðherra ítrekað tala gegn ákvörðun eigin ríkisstjórnar. Þeir tala og tala, en þeir gera ekki neitt. Þessir 12 þingmenn, og þar af þrír ráðherrar, hafa raunveruleg völd. En þeir kjósa að beita því valdi ekki. Hvorki við ríkisstjórnarborðið, né sem þingflokkur. Þeir tala fallega og af innlifun um frelsið og mannréttindin og benda ítrekað á allsvakalegar afleiðingar af hörðum sóttvörnum. Félagslegar og andlegar afleiðingar og útgjöld ríkissjóðs upp á tugi milljarða. En það er ekki nóg að vera svalur á Twitter. Að standa bara með frelsinu í orði en ekki í verki við ríkisstjórnarborðið er hræsni. Einn af öðrum týnast þessir 12 þingmenn upp í ræðupúlt Alþingis, fullkomlega ómeðvitaðir um að þeir eru við völd, til þess eins að vera skotnir niður af samstarfsflokkunum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG sakaði þá um upphrópanir í þinginu í vikunni og í gær sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að samráðherrarnir úr Sjálfstæðisflokknum „rugli umræðuna og grafi undan þeim aðgerðum“ sem gripið er til í sóttvarnarskyni. Þetta er ekkert annað en illa skrifað leikrit. Þessir 12 þingmenn eru eins og bandarískur kviðdómur sem kemst aldrei að niðurstöðu. Ég hef vissa samúð með þeim enda efnislega sammála því að nýtt og vægara veiruafbrigði, auk víðtækra bólusetninga, hlýtur að gefa tilefni til að endurhugsa nálgun okkar þegar kemur að viðbrögðum við þessum faraldri. Skilin á milli frelsis og takmarkana eru á öðrum stað í dag en fyrir fáeinum vikum, það hlýtur að blasa við okkur öllum þegar tölfræðin er skoðuð. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin raunveruleg áhrif sem varða frelsi einstaklingsins er auðvitað í hrópandi andstöðu við hans helstu hugsjónir. Fyrir nú utan að það má vel gera þá kröfu á ríkisstjórn á neyðartímum, sama hvernig hún er samsett, að hún leiði þjóðina með samstilltum hætti í gegnum hættuástandið, en tali ekki út og suður. Að einstaka ráðherrar „grafi ekki undan“ og „rugli umræðuna“ með því að samþykkja aðgerðir en tali svo innihaldslaust gegn eigin samþykktum til þess eins að friða órólegt bakland. Höfundur er alþingismaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum. Í nýlegri fréttaúttekt á Stöð tvö kom fram að mikill meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks efast um réttmæti harðra sóttvarnartakmarkana. Og þær eru svo sannarlega harðar í dag. Alls 12 af 17 þingmönnum flokksins styðja í raun ekki ríkisstjórnina í þessum málum og þar af eru þrír ráðherrar. Þetta er alveg magnað. 12 stjórnarþingmenn, þar af þrír ráðherrar, eru ekki sammála þeim hörðu takmörkunum sem þeirra eigin ríkisstjórn setur á landsmenn. Varaþingmaður flokksins í Suðurvesturkjördæmi leiðir skrúðgönguna og krefst afsagnar sóttvarnarlæknis á milli þess sem hann reynir að koma í veg fyrir að börn verði bólusett. Við heyrum þessa þingmenn og ráðherra ítrekað tala gegn ákvörðun eigin ríkisstjórnar. Þeir tala og tala, en þeir gera ekki neitt. Þessir 12 þingmenn, og þar af þrír ráðherrar, hafa raunveruleg völd. En þeir kjósa að beita því valdi ekki. Hvorki við ríkisstjórnarborðið, né sem þingflokkur. Þeir tala fallega og af innlifun um frelsið og mannréttindin og benda ítrekað á allsvakalegar afleiðingar af hörðum sóttvörnum. Félagslegar og andlegar afleiðingar og útgjöld ríkissjóðs upp á tugi milljarða. En það er ekki nóg að vera svalur á Twitter. Að standa bara með frelsinu í orði en ekki í verki við ríkisstjórnarborðið er hræsni. Einn af öðrum týnast þessir 12 þingmenn upp í ræðupúlt Alþingis, fullkomlega ómeðvitaðir um að þeir eru við völd, til þess eins að vera skotnir niður af samstarfsflokkunum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG sakaði þá um upphrópanir í þinginu í vikunni og í gær sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að samráðherrarnir úr Sjálfstæðisflokknum „rugli umræðuna og grafi undan þeim aðgerðum“ sem gripið er til í sóttvarnarskyni. Þetta er ekkert annað en illa skrifað leikrit. Þessir 12 þingmenn eru eins og bandarískur kviðdómur sem kemst aldrei að niðurstöðu. Ég hef vissa samúð með þeim enda efnislega sammála því að nýtt og vægara veiruafbrigði, auk víðtækra bólusetninga, hlýtur að gefa tilefni til að endurhugsa nálgun okkar þegar kemur að viðbrögðum við þessum faraldri. Skilin á milli frelsis og takmarkana eru á öðrum stað í dag en fyrir fáeinum vikum, það hlýtur að blasa við okkur öllum þegar tölfræðin er skoðuð. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi engin raunveruleg áhrif sem varða frelsi einstaklingsins er auðvitað í hrópandi andstöðu við hans helstu hugsjónir. Fyrir nú utan að það má vel gera þá kröfu á ríkisstjórn á neyðartímum, sama hvernig hún er samsett, að hún leiði þjóðina með samstilltum hætti í gegnum hættuástandið, en tali ekki út og suður. Að einstaka ráðherrar „grafi ekki undan“ og „rugli umræðuna“ með því að samþykkja aðgerðir en tali svo innihaldslaust gegn eigin samþykktum til þess eins að friða órólegt bakland. Höfundur er alþingismaður Viðreisnar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun