Hvert er verkefnið – leiðin út Willum Þór Þórsson og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir skrifa 23. janúar 2022 07:00 Heilbrigðiskerfið okkar stendur nú í ströngu við að takast á við enn eitt afbrigði Covid-19 veirunnar – ómikron. Covid-19 innlagnir og eftirköst veikinda kalla á tvöfalda umönnun auk þess sem heilbrigðisstofnanir verða að vera í stakk búnar til að sinna bráðum veikindum og slysum sem eru ótengd Covid-19. Fram undan eru lokametrar þessarar bylgju og þá skiptir máli að verkefnið sé skýrt afmarkað svo að við missum ekki sjónar á því hvert við ætlum okkur. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja þær aðstæður að allir geti sótt sér viðunandi heilbrigðisþjónustu. Við ætlum okkur út úr þessum faraldri og öflugt heilbrigðiskerfi er því forgangsverkefnið. Við vinnum með spítalanum Þann 28. desember fór Landspítali á neyðarstig þegar ljóst var að fjölgun Covid-19 tilfella í samfélaginu myndi hafa veruleg áhrif á starfsemi á spítalans. Var sú ákvörðun tekin að vandlega íhuguðu máli, og byggði á meðal annars á niðurstöðu spálíkans sem unnið var í samstarfi við Háskóla Íslands. Ómikron afbrigði veirunnar er töluvert meira smitandi en önnur afbrigði hafa verið. Það þýðir að starfsfólk á heilbrigðisstofnunum hefur í meira mæli smitast eða lent í sóttkví, með tilheyrandi röskun á getu stofnananna að tryggja fullnægjandi mönnun. Þegar þetta er skrifað eru til að mynda 187 starfsmenn Landspítala í einangrun vegna veirunnar. Við þessu hefur þurft að bregðast hratt, hafa bæði sjálfstætt starfandi aðilar, heilbrigðisstofnanir um allt land og einstaklingar í bakvarðarsveitum sýnt snör viðbrögð til að tryggja mönnun á Landspítala. Við getum þakkað fyrir að eiga þennan mannskap að, það er ekki sjálfgefið. Þá hefur spítalanum verið veitt svigrúm til að bjóða upp á greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Sú aðgerð mun að öllum líkindum auka mönnun um 20-30%. Saman hefur okkur því tekist að brúa bilið vegna áskorunar um mönnun og Landspítali stendur sterkari. Styrkur heilbrigðiskerfisins og Covid-19 göngudeildar Ósérhlífni og hugvit heilbrigðisstarfsfólks þegar á reynir hefur verið aðdáunarvert. Þetta er tíminn þar sem seigla og útsjónarsemi kerfisins skín sem skærast. Hvert sem litið er má sjá að starfsfólk reynir að finna lausnir og vinna saman að því að veita lífsnauðsynlega þjónustu. Með hugkvæmni og útsjónarsemi, m.a. í formi göngudeildar Covid-19 hefur þjónustan stöðugt verið aðlöguð eftir því sem fagfólkið hefur öðlast betri og dýpri skilning á eðli og eiginleikum veirunnar. Fjölmargir mjög veikir sjúklingar, sem í nágrannalöndum okkar eru í flestum tilvikum lagðir inn á sjúkrahús, hafa hér á landi fengið meðferð á göngudeildinni og árangurinn er ótvíræður; innlagnir vegna sjúkdómsins eru með því minnsta sem þekkist. Mikilvægi aðferðafræði Covid-19 göngudeildarinnar sannaði sig enn og aftur á síðustu vikum þegar hún tók við mörg þúsund einstaklingum til viðbótar vegna ómikron og forgangsraðaði þjónustu og meðferð til þeirra sem raunverulega þurftu á henni að halda. Þá er árangur gjörgæslumeðferðar Covid-19 sjúklinga einnig eftirtektarverður. Meðallegutími er að styttast og innlagnarhlutfallið að minnka. Það vinnur nú með okkur þegar útbreiðslan er jafn mikil og raun ber vitni. Afléttingar í skrefum Það er ljóst að bjartari tímar eru í kortunum og við þurfum að stíga varfærin skref í átt að afléttingum. Þrátt fyrir að einkenni ómikron séu vægari og minna sé um sjúkrahúsinnlagnir þá er fólk enn að veikjast. Eiginleikar ómikron veirunnar valda því að mikið er um smit á meðal barna og ungmenna, með tilheyrandi áhrifum á fjölskyldur og samfélagið í heild. Brýnt er því að skoða hvernig megi létta á sóttvarnarráðstöfunum til að halda samfélaginu sem mest gangandi. Í samráði við sóttvarnalækni eru nú allar mögulegar afléttingar í skoðun með hliðsjón af skynsemi og öryggi. Næstu skref eru að aflétta neyðarstigi spítalans. Áður en það er gert verðum við að vera fullviss um að slíkt sé óhætt. Það verður gert að vel ígrunduðu máli, með hliðsjón af nýjustu spálíkönum og með hliðsjón af gögnum frá okkar færustu sérfræðingum. Heilbrigðiskerfið í heild sinni er að takast vel á við þessa áskorun en það er eingöngu gert með miklu vinnuframlagi heilbrigðisstarfsfólks, mikilli samvinnu heilbrigðisstofnana um allt land, og með samstilltum aðgerðum – þ.e. sóttvarnaraðgerðum og aðgerðum stjórnvalda til að létta á álagi og tryggja mönnun. Fram undan eru því afléttingar en við þurfum áfram að vera varkár og feta leiðina út með stuttum en öruggum skrefum. Við ráðum við stöðuna Fyrir það er vert að staldra við og þakka fyrir. Allt samfélagið hefur lagt mikið á sig til að ná þessum árangri sem nú blasir við. Með því að standa saman að sóttvarnaráðstöfunum höfum við náð að hemja vöxt veirunnar, vernda okkar viðkvæmustu hópa og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Þá hefur það hugarfar sem hefur einkennt heilbrigðisstarfsfólk á síðustu vikum verið fyrirmynd fyrir okkur öll á þessum tímapunkti. Með öflugri samstöðu og miklum fórnum almennings og heilbrigðisstarfsfólks ásamt stuðningi heilbrigðisyfirvalda er að takast að koma í veg fyrir óhefta útbreiðslu alvarlegra veikinda hér á landi með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið í landinu. Það er því fullt tilefni til þess að vera bjartsýn þó að áfram reyni nú á hina margfrægu íslensku seiglu og samvinnu. Við erum á réttri leið og munum og eigum að feta þá leið saman. Höfundar eru heilbrigðisráðherra og settur forstjóri Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Willum Þór Þórsson Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur nú í ströngu við að takast á við enn eitt afbrigði Covid-19 veirunnar – ómikron. Covid-19 innlagnir og eftirköst veikinda kalla á tvöfalda umönnun auk þess sem heilbrigðisstofnanir verða að vera í stakk búnar til að sinna bráðum veikindum og slysum sem eru ótengd Covid-19. Fram undan eru lokametrar þessarar bylgju og þá skiptir máli að verkefnið sé skýrt afmarkað svo að við missum ekki sjónar á því hvert við ætlum okkur. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja þær aðstæður að allir geti sótt sér viðunandi heilbrigðisþjónustu. Við ætlum okkur út úr þessum faraldri og öflugt heilbrigðiskerfi er því forgangsverkefnið. Við vinnum með spítalanum Þann 28. desember fór Landspítali á neyðarstig þegar ljóst var að fjölgun Covid-19 tilfella í samfélaginu myndi hafa veruleg áhrif á starfsemi á spítalans. Var sú ákvörðun tekin að vandlega íhuguðu máli, og byggði á meðal annars á niðurstöðu spálíkans sem unnið var í samstarfi við Háskóla Íslands. Ómikron afbrigði veirunnar er töluvert meira smitandi en önnur afbrigði hafa verið. Það þýðir að starfsfólk á heilbrigðisstofnunum hefur í meira mæli smitast eða lent í sóttkví, með tilheyrandi röskun á getu stofnananna að tryggja fullnægjandi mönnun. Þegar þetta er skrifað eru til að mynda 187 starfsmenn Landspítala í einangrun vegna veirunnar. Við þessu hefur þurft að bregðast hratt, hafa bæði sjálfstætt starfandi aðilar, heilbrigðisstofnanir um allt land og einstaklingar í bakvarðarsveitum sýnt snör viðbrögð til að tryggja mönnun á Landspítala. Við getum þakkað fyrir að eiga þennan mannskap að, það er ekki sjálfgefið. Þá hefur spítalanum verið veitt svigrúm til að bjóða upp á greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Sú aðgerð mun að öllum líkindum auka mönnun um 20-30%. Saman hefur okkur því tekist að brúa bilið vegna áskorunar um mönnun og Landspítali stendur sterkari. Styrkur heilbrigðiskerfisins og Covid-19 göngudeildar Ósérhlífni og hugvit heilbrigðisstarfsfólks þegar á reynir hefur verið aðdáunarvert. Þetta er tíminn þar sem seigla og útsjónarsemi kerfisins skín sem skærast. Hvert sem litið er má sjá að starfsfólk reynir að finna lausnir og vinna saman að því að veita lífsnauðsynlega þjónustu. Með hugkvæmni og útsjónarsemi, m.a. í formi göngudeildar Covid-19 hefur þjónustan stöðugt verið aðlöguð eftir því sem fagfólkið hefur öðlast betri og dýpri skilning á eðli og eiginleikum veirunnar. Fjölmargir mjög veikir sjúklingar, sem í nágrannalöndum okkar eru í flestum tilvikum lagðir inn á sjúkrahús, hafa hér á landi fengið meðferð á göngudeildinni og árangurinn er ótvíræður; innlagnir vegna sjúkdómsins eru með því minnsta sem þekkist. Mikilvægi aðferðafræði Covid-19 göngudeildarinnar sannaði sig enn og aftur á síðustu vikum þegar hún tók við mörg þúsund einstaklingum til viðbótar vegna ómikron og forgangsraðaði þjónustu og meðferð til þeirra sem raunverulega þurftu á henni að halda. Þá er árangur gjörgæslumeðferðar Covid-19 sjúklinga einnig eftirtektarverður. Meðallegutími er að styttast og innlagnarhlutfallið að minnka. Það vinnur nú með okkur þegar útbreiðslan er jafn mikil og raun ber vitni. Afléttingar í skrefum Það er ljóst að bjartari tímar eru í kortunum og við þurfum að stíga varfærin skref í átt að afléttingum. Þrátt fyrir að einkenni ómikron séu vægari og minna sé um sjúkrahúsinnlagnir þá er fólk enn að veikjast. Eiginleikar ómikron veirunnar valda því að mikið er um smit á meðal barna og ungmenna, með tilheyrandi áhrifum á fjölskyldur og samfélagið í heild. Brýnt er því að skoða hvernig megi létta á sóttvarnarráðstöfunum til að halda samfélaginu sem mest gangandi. Í samráði við sóttvarnalækni eru nú allar mögulegar afléttingar í skoðun með hliðsjón af skynsemi og öryggi. Næstu skref eru að aflétta neyðarstigi spítalans. Áður en það er gert verðum við að vera fullviss um að slíkt sé óhætt. Það verður gert að vel ígrunduðu máli, með hliðsjón af nýjustu spálíkönum og með hliðsjón af gögnum frá okkar færustu sérfræðingum. Heilbrigðiskerfið í heild sinni er að takast vel á við þessa áskorun en það er eingöngu gert með miklu vinnuframlagi heilbrigðisstarfsfólks, mikilli samvinnu heilbrigðisstofnana um allt land, og með samstilltum aðgerðum – þ.e. sóttvarnaraðgerðum og aðgerðum stjórnvalda til að létta á álagi og tryggja mönnun. Fram undan eru því afléttingar en við þurfum áfram að vera varkár og feta leiðina út með stuttum en öruggum skrefum. Við ráðum við stöðuna Fyrir það er vert að staldra við og þakka fyrir. Allt samfélagið hefur lagt mikið á sig til að ná þessum árangri sem nú blasir við. Með því að standa saman að sóttvarnaráðstöfunum höfum við náð að hemja vöxt veirunnar, vernda okkar viðkvæmustu hópa og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Þá hefur það hugarfar sem hefur einkennt heilbrigðisstarfsfólk á síðustu vikum verið fyrirmynd fyrir okkur öll á þessum tímapunkti. Með öflugri samstöðu og miklum fórnum almennings og heilbrigðisstarfsfólks ásamt stuðningi heilbrigðisyfirvalda er að takast að koma í veg fyrir óhefta útbreiðslu alvarlegra veikinda hér á landi með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið í landinu. Það er því fullt tilefni til þess að vera bjartsýn þó að áfram reyni nú á hina margfrægu íslensku seiglu og samvinnu. Við erum á réttri leið og munum og eigum að feta þá leið saman. Höfundar eru heilbrigðisráðherra og settur forstjóri Landspítala.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun