Erlent

Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nokkrir eru særðir eftir að maður skaut á færi inni í háskólanum í Heidelberg.
Nokkrir eru særðir eftir að maður skaut á færi inni í háskólanum í Heidelberg. Getty/Uwe Anspach

Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu.

Samkvæmt frétt Deutsche Welle skaut maðurinn á færi inni í fyrirlestrarsal skólans. Maðurinn er talinn látinn. Ekki er ljóst eins og er hve margir særðust í árásinni en þó að einhverjir hafi særst. 

Samkvæmt frétt Bild var árásarmaðurinn nemandi við skólann. Þá segir jafnframt í frétt Bild að hann hafi snúið skotvopninu að sjálfum sér og tekið sitt eigið líf eftir að hafa skotið á aðra nemendur. Þá telji lögreglan að ástæður að baki árásinni hafi hvorki verið trúarlegar né pólitískar. 

Lögreglan í Heidelberg tísti nú fyrir skömmu að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki og notast við „langa byssu“.

Fréttin var uppfærð klukkan 14:05. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×