Af hverju er þér illa við láglaunafólk, Friðrik? Flosi Eiríksson skrifar 25. janúar 2022 12:00 Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM. Byrjum á fullyrðingum hans um að „lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir“ - Grundvöllur samninganna voru krónutöluhækkanir, sem áttu að skila hlutfallslega meiri kjarabótum fyrir láglaunafólk, en einnig skapa grundvöll fyrir vaxtalækkunum. Þróun ráðstöfunartekna sýnir að markmiðið gekk eftir, krónutölur tryggðu meiri hækkanir lægstu launa en áhrif vaxta voru meiri hjá þeim tekjuhærri. En þetta er ekki einu sinni svona, því þrátt fyrir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir á almennum markaði, þá var sú leið notuð í samningum BHM að gera duldar prósentubreytingar á launatöxtum, sem voru hærri en samið var um á almenna markaðnum. Því til viðbótar var samið um meiri styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Það sem eftir stendur af þessu hjá Friðrik er að hans fólk fékk ekki krónutöluhækkanir heldur prósentuhækkanir og naut einnig góðs af vaxtalækkunum ásamt fleiri atriðum sem samið var um í Lífskjarasamningum og nýtist hans félagsmönnum vel, eins og flestum landsmönnum. Réttara væri að segja að Lífskjarasamningarnir hafi verið sérstaklega „hagfelldir fyrir háskólafólk“. Friðrik snýr sér síðan að því að fara yfir að „munur á ráðstöfunartekjum eftir menntastigi hefur enda minnkað til muna og er orðinn lítill í alþjóðlegum samanburði.“ Hér er klassískur söngur um að ekki borgi sig að afla sér menntunar á Íslandi. Samanburður á ráðstöfunartekjum nýtist illa til að kanna hvort svo sé. Til að skoða hvort háskólamenntun borgi sig er eðlilegra að skoða laun hjá launafólki. Slíkur samanburður sýnir að hlutfallslegur munur milli menntahópa er meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2018 var miðgildi tímakaups háskólamenntaðra 60% hærra en hjá grunnskólamenntuðum. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn 27%-44%.Það er því af og frá að lítill sem enginn hvati sé hér á landi til að sækja sér háskólamenntun. Munurinn er vissulega minni en í mörgum löndum, en meiri en á Norðurlöndunum enda munurinn gjarnan minni í löndum þar sem stéttarfélög hafa sterka samningsstöðu. Þetta eru líka löndin þar sem háskólafólk hefur hve best lífskjör, íslenskir sérfræðingar sækja í litlum mæli til Rúmeníu, Tyrklands og Albaníu þó þar hafi háskólamenntaðir 125% hærra tímakaup en grunnskólamenntaðir. Þessi gamla mýta um að það borgi sig ekki að mennta sig á Íslandi er býsna lífsseig og brenglar alla umræðu um menntun, gildi menntunar, laun og lífskjör á Íslandi. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni að formaður BHM skuli setja það fram sem stórkostlegt vandamál að lagt hafi verið upp með að lægstu launin hafi hækkað meira hlutfallslega en önnur laun í síðustu kjarasamningum og slíkt megi ekki endurtaka sig. Um leið og hann ítrekar þá skoðun sína að launabilið milli grunnskólamenntaðara og þeirra sem hafa sótt sér háskólamenntun megi alls ekki minnka. Að það sé einhvers konar grundvallaratriði að halda stórum hópum í samfélaginu niðri, á lágum launum. Hvaðan kemur það? Af hverju er þér svona illa við láglaunafólk Friðrik? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM. Byrjum á fullyrðingum hans um að „lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir“ - Grundvöllur samninganna voru krónutöluhækkanir, sem áttu að skila hlutfallslega meiri kjarabótum fyrir láglaunafólk, en einnig skapa grundvöll fyrir vaxtalækkunum. Þróun ráðstöfunartekna sýnir að markmiðið gekk eftir, krónutölur tryggðu meiri hækkanir lægstu launa en áhrif vaxta voru meiri hjá þeim tekjuhærri. En þetta er ekki einu sinni svona, því þrátt fyrir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir á almennum markaði, þá var sú leið notuð í samningum BHM að gera duldar prósentubreytingar á launatöxtum, sem voru hærri en samið var um á almenna markaðnum. Því til viðbótar var samið um meiri styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Það sem eftir stendur af þessu hjá Friðrik er að hans fólk fékk ekki krónutöluhækkanir heldur prósentuhækkanir og naut einnig góðs af vaxtalækkunum ásamt fleiri atriðum sem samið var um í Lífskjarasamningum og nýtist hans félagsmönnum vel, eins og flestum landsmönnum. Réttara væri að segja að Lífskjarasamningarnir hafi verið sérstaklega „hagfelldir fyrir háskólafólk“. Friðrik snýr sér síðan að því að fara yfir að „munur á ráðstöfunartekjum eftir menntastigi hefur enda minnkað til muna og er orðinn lítill í alþjóðlegum samanburði.“ Hér er klassískur söngur um að ekki borgi sig að afla sér menntunar á Íslandi. Samanburður á ráðstöfunartekjum nýtist illa til að kanna hvort svo sé. Til að skoða hvort háskólamenntun borgi sig er eðlilegra að skoða laun hjá launafólki. Slíkur samanburður sýnir að hlutfallslegur munur milli menntahópa er meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2018 var miðgildi tímakaups háskólamenntaðra 60% hærra en hjá grunnskólamenntuðum. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn 27%-44%.Það er því af og frá að lítill sem enginn hvati sé hér á landi til að sækja sér háskólamenntun. Munurinn er vissulega minni en í mörgum löndum, en meiri en á Norðurlöndunum enda munurinn gjarnan minni í löndum þar sem stéttarfélög hafa sterka samningsstöðu. Þetta eru líka löndin þar sem háskólafólk hefur hve best lífskjör, íslenskir sérfræðingar sækja í litlum mæli til Rúmeníu, Tyrklands og Albaníu þó þar hafi háskólamenntaðir 125% hærra tímakaup en grunnskólamenntaðir. Þessi gamla mýta um að það borgi sig ekki að mennta sig á Íslandi er býsna lífsseig og brenglar alla umræðu um menntun, gildi menntunar, laun og lífskjör á Íslandi. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni að formaður BHM skuli setja það fram sem stórkostlegt vandamál að lagt hafi verið upp með að lægstu launin hafi hækkað meira hlutfallslega en önnur laun í síðustu kjarasamningum og slíkt megi ekki endurtaka sig. Um leið og hann ítrekar þá skoðun sína að launabilið milli grunnskólamenntaðara og þeirra sem hafa sótt sér háskólamenntun megi alls ekki minnka. Að það sé einhvers konar grundvallaratriði að halda stórum hópum í samfélaginu niðri, á lágum launum. Hvaðan kemur það? Af hverju er þér svona illa við láglaunafólk Friðrik? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar