Innlent

Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ.
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ. Vísir/Vilhelm

Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn.

Einar sagði í gær af sér sem formaður SÁÁ eftir að Stundin greindi frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Í dag birti Stundin skjáskot af samskiptum Einars við konuna þar sem sést að hann keypti vændi af henni en konan er sjálf meðal skjólstæðinga samtakanna.

Í ályktun sem framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti í dag og birt er á vefsíðu samtakanna segir að traust og trúnaður skjólstæðinga SÁÁ, starfsmanna og landsmanna allra sé lykillinn að tilveru SÁÁ.

„Undir því trausti viljum við rísa. Við munum ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á öllu okkar starfi og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga okkar sem margir eru í viðkvæmri stöðu,“ segir í ályktunini þar sem hegðun Einars er fordæmd.

Boðað verður til fundar í aðalstjórn SÁÁ næstkomandi föstudag þar sem nýr formaður verður kjörinn.

„Umfram allt stöndum við með þolendum,“ segir ennfremur í ályktuninni.


Tengdar fréttir

Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ

Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna.

Stjórnin fundi um málið á næstu dögum

Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 

Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu

Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×