Við bendum á það sem er okkur fyrir bestu Embla María Möller Atladóttir og Brynjar Bragi Einarsson skrifa 26. janúar 2022 17:00 Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun. Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur og ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða endurspeglar skoðun margra unglinga í allri borginni. Hennar tillaga var vel úthugsuð og vel uppsett. Hún veit hvað hún syngur. Það þekkja flestir unglingar tilfinninguna að þurfa að fara í skólasund og hjá mörgum er það versti partur skólavikunnar. Skólasundi getur fylgt mikill kvíði enda er líkaminn stöðugt að breytast á unglingsárunum. Auk þess að vera kvíðavaldandi finnst okkur það óþarfi að nemendur sem hafa staðist öll hæfniviðmið haldi áfram að mæta í sund án þess að uppskera nýja hæfni eða þekkingu. Það getur mögulega haft þau áhrif að þeir nemendur hætti alveg að mæta í sund með tilheyrandi fjarvistum. Það má vera ósammála tillögunni en þá verður að bera fyrir sig skotheld rök sem eru raunverulega þín megin í rökræðunum. Algengustu rök sem við höfum heyrt eru þau að þetta sé skref aftur á bak og þetta muni skerða sundkunnáttu þjóðarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt enda á þessi tillaga aðeins við um þau sem hafa uppfyllt skilyrði sem uppfylla þarf við útskrift. Auk þess gæti þetta jafnvel aukið sundkunnáttu þar sem margir nemendur geta ekki beðið eftir því að losna úr skólasundi og gæti þetta þess vegna verið hvatning til að standa sig betur í sundinu. Þórður Pétursson ásamt fleirum birti pistil á Vísi sem bar nafnið „Sund er hreyfing” og er þar vísað í það að með því að leyfa nemendum sem uppfyllt hafa hæfniviðmið að sleppa sundi í 9. og 10. bekk minnki hreyfingu nemenda. Þau rök eru einfaldlega röng þar sem skýrt kemur fram í breytingatillögu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna sem samþykkt var á 222. fundi skóla- og frístundaráðs að „Þeim nemendum sem ljúka hæfniviðmiðum skólasunds í 9. bekk verði boðið upp á að dýpka þekkingu sína og færni í öðrum greinum skólaíþrótta og jafnframt tryggt að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár segir til um.” Hérna er deginum ljósara að með þessu er ekki verið að taka tíma af hreyfingu nemenda heldur aðeins að gefa þeim tækifæri til að dýpka færni og þekkingu í öðrum greinum skólaíþrótta og það að tryggt verði að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem settur er í aðalnámskrá. Hafþór B. Guðmundsson nefnir í opnu bréfi sínu til skóla- og frístundaráðs sem birt var á Vísi hvort Reykjavíkurborg taki einungis vel í tillöguna til þess að spara pening í aksturskostnaði skóla til og frá laugum. Þetta finnst okkur hreint út sagt vanvirðing bæði gagnvart tillögunni sjálfri og þeim nemendum sem upplifa skólasund sem kvíðavaldandi þátt í sinni skólagöngu. Þarna er verið að gefa í skyn að Reykjavíkurborg breyti ekki til nema það skili fjárhagslegu hagræði og að peningar séu forsenda þess að tillagan sé samþykkt, ekki það að hún bæti skólaupplifun unglinga í skólum borgarinnar Síðan tillagan var samþykkt höfum við ekki séð annað en góð viðbrögð ungs fólks bæði innan veggja skólanna og á samfélagsmiðlum. Þar má helst nefna Twitter og þar hefur fólk sagst vilja að þetta hefði verið svona þegar þau voru í grunnskóla. Við teljum það gefa góða innsýn í tilfinningu stórs hóps nemenda gagnvart skólasundi. Við viljum ítreka að við erum ekki að segja að afnema ætti sund eftir 8. bekk fyrir alla nemendur heldur aðeins fyrir þá sem staðist hafa hæfniviðmið. Höfundar sitja í Reykjavíkurráði ungmenna og hafa bæði setið sem áheyrnafulltrúar í skóla- og frístundaráði. Höfundar eru fædd árið 2005 og 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Sund Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun. Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur og ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða endurspeglar skoðun margra unglinga í allri borginni. Hennar tillaga var vel úthugsuð og vel uppsett. Hún veit hvað hún syngur. Það þekkja flestir unglingar tilfinninguna að þurfa að fara í skólasund og hjá mörgum er það versti partur skólavikunnar. Skólasundi getur fylgt mikill kvíði enda er líkaminn stöðugt að breytast á unglingsárunum. Auk þess að vera kvíðavaldandi finnst okkur það óþarfi að nemendur sem hafa staðist öll hæfniviðmið haldi áfram að mæta í sund án þess að uppskera nýja hæfni eða þekkingu. Það getur mögulega haft þau áhrif að þeir nemendur hætti alveg að mæta í sund með tilheyrandi fjarvistum. Það má vera ósammála tillögunni en þá verður að bera fyrir sig skotheld rök sem eru raunverulega þín megin í rökræðunum. Algengustu rök sem við höfum heyrt eru þau að þetta sé skref aftur á bak og þetta muni skerða sundkunnáttu þjóðarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt enda á þessi tillaga aðeins við um þau sem hafa uppfyllt skilyrði sem uppfylla þarf við útskrift. Auk þess gæti þetta jafnvel aukið sundkunnáttu þar sem margir nemendur geta ekki beðið eftir því að losna úr skólasundi og gæti þetta þess vegna verið hvatning til að standa sig betur í sundinu. Þórður Pétursson ásamt fleirum birti pistil á Vísi sem bar nafnið „Sund er hreyfing” og er þar vísað í það að með því að leyfa nemendum sem uppfyllt hafa hæfniviðmið að sleppa sundi í 9. og 10. bekk minnki hreyfingu nemenda. Þau rök eru einfaldlega röng þar sem skýrt kemur fram í breytingatillögu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna sem samþykkt var á 222. fundi skóla- og frístundaráðs að „Þeim nemendum sem ljúka hæfniviðmiðum skólasunds í 9. bekk verði boðið upp á að dýpka þekkingu sína og færni í öðrum greinum skólaíþrótta og jafnframt tryggt að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár segir til um.” Hérna er deginum ljósara að með þessu er ekki verið að taka tíma af hreyfingu nemenda heldur aðeins að gefa þeim tækifæri til að dýpka færni og þekkingu í öðrum greinum skólaíþrótta og það að tryggt verði að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem settur er í aðalnámskrá. Hafþór B. Guðmundsson nefnir í opnu bréfi sínu til skóla- og frístundaráðs sem birt var á Vísi hvort Reykjavíkurborg taki einungis vel í tillöguna til þess að spara pening í aksturskostnaði skóla til og frá laugum. Þetta finnst okkur hreint út sagt vanvirðing bæði gagnvart tillögunni sjálfri og þeim nemendum sem upplifa skólasund sem kvíðavaldandi þátt í sinni skólagöngu. Þarna er verið að gefa í skyn að Reykjavíkurborg breyti ekki til nema það skili fjárhagslegu hagræði og að peningar séu forsenda þess að tillagan sé samþykkt, ekki það að hún bæti skólaupplifun unglinga í skólum borgarinnar Síðan tillagan var samþykkt höfum við ekki séð annað en góð viðbrögð ungs fólks bæði innan veggja skólanna og á samfélagsmiðlum. Þar má helst nefna Twitter og þar hefur fólk sagst vilja að þetta hefði verið svona þegar þau voru í grunnskóla. Við teljum það gefa góða innsýn í tilfinningu stórs hóps nemenda gagnvart skólasundi. Við viljum ítreka að við erum ekki að segja að afnema ætti sund eftir 8. bekk fyrir alla nemendur heldur aðeins fyrir þá sem staðist hafa hæfniviðmið. Höfundar sitja í Reykjavíkurráði ungmenna og hafa bæði setið sem áheyrnafulltrúar í skóla- og frístundaráði. Höfundar eru fædd árið 2005 og 2006.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar