Við bendum á það sem er okkur fyrir bestu Embla María Möller Atladóttir og Brynjar Bragi Einarsson skrifa 26. janúar 2022 17:00 Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun. Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur og ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða endurspeglar skoðun margra unglinga í allri borginni. Hennar tillaga var vel úthugsuð og vel uppsett. Hún veit hvað hún syngur. Það þekkja flestir unglingar tilfinninguna að þurfa að fara í skólasund og hjá mörgum er það versti partur skólavikunnar. Skólasundi getur fylgt mikill kvíði enda er líkaminn stöðugt að breytast á unglingsárunum. Auk þess að vera kvíðavaldandi finnst okkur það óþarfi að nemendur sem hafa staðist öll hæfniviðmið haldi áfram að mæta í sund án þess að uppskera nýja hæfni eða þekkingu. Það getur mögulega haft þau áhrif að þeir nemendur hætti alveg að mæta í sund með tilheyrandi fjarvistum. Það má vera ósammála tillögunni en þá verður að bera fyrir sig skotheld rök sem eru raunverulega þín megin í rökræðunum. Algengustu rök sem við höfum heyrt eru þau að þetta sé skref aftur á bak og þetta muni skerða sundkunnáttu þjóðarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt enda á þessi tillaga aðeins við um þau sem hafa uppfyllt skilyrði sem uppfylla þarf við útskrift. Auk þess gæti þetta jafnvel aukið sundkunnáttu þar sem margir nemendur geta ekki beðið eftir því að losna úr skólasundi og gæti þetta þess vegna verið hvatning til að standa sig betur í sundinu. Þórður Pétursson ásamt fleirum birti pistil á Vísi sem bar nafnið „Sund er hreyfing” og er þar vísað í það að með því að leyfa nemendum sem uppfyllt hafa hæfniviðmið að sleppa sundi í 9. og 10. bekk minnki hreyfingu nemenda. Þau rök eru einfaldlega röng þar sem skýrt kemur fram í breytingatillögu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna sem samþykkt var á 222. fundi skóla- og frístundaráðs að „Þeim nemendum sem ljúka hæfniviðmiðum skólasunds í 9. bekk verði boðið upp á að dýpka þekkingu sína og færni í öðrum greinum skólaíþrótta og jafnframt tryggt að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár segir til um.” Hérna er deginum ljósara að með þessu er ekki verið að taka tíma af hreyfingu nemenda heldur aðeins að gefa þeim tækifæri til að dýpka færni og þekkingu í öðrum greinum skólaíþrótta og það að tryggt verði að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem settur er í aðalnámskrá. Hafþór B. Guðmundsson nefnir í opnu bréfi sínu til skóla- og frístundaráðs sem birt var á Vísi hvort Reykjavíkurborg taki einungis vel í tillöguna til þess að spara pening í aksturskostnaði skóla til og frá laugum. Þetta finnst okkur hreint út sagt vanvirðing bæði gagnvart tillögunni sjálfri og þeim nemendum sem upplifa skólasund sem kvíðavaldandi þátt í sinni skólagöngu. Þarna er verið að gefa í skyn að Reykjavíkurborg breyti ekki til nema það skili fjárhagslegu hagræði og að peningar séu forsenda þess að tillagan sé samþykkt, ekki það að hún bæti skólaupplifun unglinga í skólum borgarinnar Síðan tillagan var samþykkt höfum við ekki séð annað en góð viðbrögð ungs fólks bæði innan veggja skólanna og á samfélagsmiðlum. Þar má helst nefna Twitter og þar hefur fólk sagst vilja að þetta hefði verið svona þegar þau voru í grunnskóla. Við teljum það gefa góða innsýn í tilfinningu stórs hóps nemenda gagnvart skólasundi. Við viljum ítreka að við erum ekki að segja að afnema ætti sund eftir 8. bekk fyrir alla nemendur heldur aðeins fyrir þá sem staðist hafa hæfniviðmið. Höfundar sitja í Reykjavíkurráði ungmenna og hafa bæði setið sem áheyrnafulltrúar í skóla- og frístundaráði. Höfundar eru fædd árið 2005 og 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Sund Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun. Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur og ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða endurspeglar skoðun margra unglinga í allri borginni. Hennar tillaga var vel úthugsuð og vel uppsett. Hún veit hvað hún syngur. Það þekkja flestir unglingar tilfinninguna að þurfa að fara í skólasund og hjá mörgum er það versti partur skólavikunnar. Skólasundi getur fylgt mikill kvíði enda er líkaminn stöðugt að breytast á unglingsárunum. Auk þess að vera kvíðavaldandi finnst okkur það óþarfi að nemendur sem hafa staðist öll hæfniviðmið haldi áfram að mæta í sund án þess að uppskera nýja hæfni eða þekkingu. Það getur mögulega haft þau áhrif að þeir nemendur hætti alveg að mæta í sund með tilheyrandi fjarvistum. Það má vera ósammála tillögunni en þá verður að bera fyrir sig skotheld rök sem eru raunverulega þín megin í rökræðunum. Algengustu rök sem við höfum heyrt eru þau að þetta sé skref aftur á bak og þetta muni skerða sundkunnáttu þjóðarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt enda á þessi tillaga aðeins við um þau sem hafa uppfyllt skilyrði sem uppfylla þarf við útskrift. Auk þess gæti þetta jafnvel aukið sundkunnáttu þar sem margir nemendur geta ekki beðið eftir því að losna úr skólasundi og gæti þetta þess vegna verið hvatning til að standa sig betur í sundinu. Þórður Pétursson ásamt fleirum birti pistil á Vísi sem bar nafnið „Sund er hreyfing” og er þar vísað í það að með því að leyfa nemendum sem uppfyllt hafa hæfniviðmið að sleppa sundi í 9. og 10. bekk minnki hreyfingu nemenda. Þau rök eru einfaldlega röng þar sem skýrt kemur fram í breytingatillögu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna sem samþykkt var á 222. fundi skóla- og frístundaráðs að „Þeim nemendum sem ljúka hæfniviðmiðum skólasunds í 9. bekk verði boðið upp á að dýpka þekkingu sína og færni í öðrum greinum skólaíþrótta og jafnframt tryggt að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár segir til um.” Hérna er deginum ljósara að með þessu er ekki verið að taka tíma af hreyfingu nemenda heldur aðeins að gefa þeim tækifæri til að dýpka færni og þekkingu í öðrum greinum skólaíþrótta og það að tryggt verði að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem settur er í aðalnámskrá. Hafþór B. Guðmundsson nefnir í opnu bréfi sínu til skóla- og frístundaráðs sem birt var á Vísi hvort Reykjavíkurborg taki einungis vel í tillöguna til þess að spara pening í aksturskostnaði skóla til og frá laugum. Þetta finnst okkur hreint út sagt vanvirðing bæði gagnvart tillögunni sjálfri og þeim nemendum sem upplifa skólasund sem kvíðavaldandi þátt í sinni skólagöngu. Þarna er verið að gefa í skyn að Reykjavíkurborg breyti ekki til nema það skili fjárhagslegu hagræði og að peningar séu forsenda þess að tillagan sé samþykkt, ekki það að hún bæti skólaupplifun unglinga í skólum borgarinnar Síðan tillagan var samþykkt höfum við ekki séð annað en góð viðbrögð ungs fólks bæði innan veggja skólanna og á samfélagsmiðlum. Þar má helst nefna Twitter og þar hefur fólk sagst vilja að þetta hefði verið svona þegar þau voru í grunnskóla. Við teljum það gefa góða innsýn í tilfinningu stórs hóps nemenda gagnvart skólasundi. Við viljum ítreka að við erum ekki að segja að afnema ætti sund eftir 8. bekk fyrir alla nemendur heldur aðeins fyrir þá sem staðist hafa hæfniviðmið. Höfundar sitja í Reykjavíkurráði ungmenna og hafa bæði setið sem áheyrnafulltrúar í skóla- og frístundaráði. Höfundar eru fædd árið 2005 og 2006.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun