Geð- og atferlisraskanir sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 26. janúar 2022 19:00 Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar. Færri innlagnar pláss á geðdeildum Í skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 kom fram að 7,5% af innlögnum á sjúkrahús árið 2019 voru vegna geð- og atferlisraskana. Þrátt fyrir þetta stóra hlutfall innlagna var ákveðið að fækka innlagnarplássum um tíu á geðdeildum Landspítala. Forsvarsmenn Landspítala rökstyðja þessa lokun með skorti á læknum og hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Sömu sögu er að segja með skort á starfsfólki hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lyfjuð þjóð Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum og ellefu þúsund einstaklingar á svefnlyfjum. Notkun hættulegra verkjalyfja eins og Oxycontin hefur svo aukist til muna á síðustu árum. Árið 2011 fengu 500 manns lyfið uppáskrifað en á síðasta ári voru það 3500 einstaklingar sem fengu sama lyf. Á hjúkrunarheimilum eru einstaklingar 73% einstaklinga á geðlyfi að staðaldri. Þá er einungis rúmlega fjórðungur ekki á geðlyfjum. Árið 2017 voru íslensk börn á öllum aldri að nota margfalt meira magn af geðlyfjum en börn nágrannaþjóða samkvæmt Embætti landlæknis. Fyrsta meðferð við flestum kvíðaröskunum er samtalsmeðferð en ekki lyfjagjöf og kann það að benda til þess að við séum á rangri leið, með því að setja met í geðlyfja og svefnlyfjanotkun á Norðurlöndum. Bregðumst við neyðarástandi Hér á landi eru alltof mörg ótímabær dauðsföll vegna verkjalyfja eða annarra lyfja. Það er kominn tími til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að draga úr lyfjanotkun Íslendinga og setji fjármagn í úrræði við hæfi sem dæmi fullfjármagna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu eða hvers kyns aukin úrræði við geð- og fíknivanda. Við þurfum að bregðast hratt og örugglega við þeim dauðsföllum sem að skilgreind eru sem andlát vegna geð- og atferlisraskana. Þau ótímabæru dauðsföll sem við stöndum frammi fyrir þarf að bregðast við þar sem að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur of lengi og því þarf að breyta strax. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Fíkn Alþingi Heilbrigðismál Píratar Geðheilbrigði Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar. Færri innlagnar pláss á geðdeildum Í skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 kom fram að 7,5% af innlögnum á sjúkrahús árið 2019 voru vegna geð- og atferlisraskana. Þrátt fyrir þetta stóra hlutfall innlagna var ákveðið að fækka innlagnarplássum um tíu á geðdeildum Landspítala. Forsvarsmenn Landspítala rökstyðja þessa lokun með skorti á læknum og hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Sömu sögu er að segja með skort á starfsfólki hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lyfjuð þjóð Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum og ellefu þúsund einstaklingar á svefnlyfjum. Notkun hættulegra verkjalyfja eins og Oxycontin hefur svo aukist til muna á síðustu árum. Árið 2011 fengu 500 manns lyfið uppáskrifað en á síðasta ári voru það 3500 einstaklingar sem fengu sama lyf. Á hjúkrunarheimilum eru einstaklingar 73% einstaklinga á geðlyfi að staðaldri. Þá er einungis rúmlega fjórðungur ekki á geðlyfjum. Árið 2017 voru íslensk börn á öllum aldri að nota margfalt meira magn af geðlyfjum en börn nágrannaþjóða samkvæmt Embætti landlæknis. Fyrsta meðferð við flestum kvíðaröskunum er samtalsmeðferð en ekki lyfjagjöf og kann það að benda til þess að við séum á rangri leið, með því að setja met í geðlyfja og svefnlyfjanotkun á Norðurlöndum. Bregðumst við neyðarástandi Hér á landi eru alltof mörg ótímabær dauðsföll vegna verkjalyfja eða annarra lyfja. Það er kominn tími til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að draga úr lyfjanotkun Íslendinga og setji fjármagn í úrræði við hæfi sem dæmi fullfjármagna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu eða hvers kyns aukin úrræði við geð- og fíknivanda. Við þurfum að bregðast hratt og örugglega við þeim dauðsföllum sem að skilgreind eru sem andlát vegna geð- og atferlisraskana. Þau ótímabæru dauðsföll sem við stöndum frammi fyrir þarf að bregðast við þar sem að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur of lengi og því þarf að breyta strax. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun