Skiptar skoðanir netverja eftir laumumynd af Icelandair-þotu í nýja búningnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2022 10:01 Á myndinni má sjá dæmi um fyrirhugaðar breytingar fyrirtækisins. Myndin er tölvuteiknuð. Icelandair Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á meðal netverja sem svöruðu tísti belgísks flugáhugamanns þar sem sjá mátti eina af flugvélum Icelandair í nýjum einkennislitum flugfélagsins. Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum á næstunni en þoturnar verða í öllum regnbogans litum. Í gær var birt mynd á Twitter-reikningnum TLspotting, sem sérhæfir sig í að birta myndir af flugvélum. Á myndinni má sjá flugvél Icelandair í flugskýli, nýmálaða í nýjum einkennislitum. Túristi.is greindi fyrst frá. Icelandair new livery...(Source : Unknown) pic.twitter.com/IAO5VNTFoY— TLspotting ✈️ (@TLspotting) January 25, 2022 Tístið hefur vakið töluverða athygli á meðal erlendra flugáhugamanna og skiptast þeir sem svara tístinu nokkurnveginn í tvo hópa. Sumir eru ánægðir á meðan aðrir benda á að hið nýja útlit sé ekki framför. „Trúi ekki að þeir hafi skipt út þessum fallegu einkennislitum fyrir þetta, afsakið, en þetta er hræðilegt,“ skrifar einn í svari við tístinu þar sem hann birtir mynd af flugvél Icelandair í núverandi einkennislitum. „Ég er persónulega ánægður með hið nýja útlit,“ skrifar annar en óhætt er að segja að fleiri hallist að því að hinir nýju einkennislitir séu ekki nógu einkennandi. „Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ sagði Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, í samtali við Vísi þegar nýju litirnir voru kynntir. Icelandair Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum á næstunni en þoturnar verða í öllum regnbogans litum. Í gær var birt mynd á Twitter-reikningnum TLspotting, sem sérhæfir sig í að birta myndir af flugvélum. Á myndinni má sjá flugvél Icelandair í flugskýli, nýmálaða í nýjum einkennislitum. Túristi.is greindi fyrst frá. Icelandair new livery...(Source : Unknown) pic.twitter.com/IAO5VNTFoY— TLspotting ✈️ (@TLspotting) January 25, 2022 Tístið hefur vakið töluverða athygli á meðal erlendra flugáhugamanna og skiptast þeir sem svara tístinu nokkurnveginn í tvo hópa. Sumir eru ánægðir á meðan aðrir benda á að hið nýja útlit sé ekki framför. „Trúi ekki að þeir hafi skipt út þessum fallegu einkennislitum fyrir þetta, afsakið, en þetta er hræðilegt,“ skrifar einn í svari við tístinu þar sem hann birtir mynd af flugvél Icelandair í núverandi einkennislitum. „Ég er persónulega ánægður með hið nýja útlit,“ skrifar annar en óhætt er að segja að fleiri hallist að því að hinir nýju einkennislitir séu ekki nógu einkennandi. „Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ sagði Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, í samtali við Vísi þegar nýju litirnir voru kynntir.
Icelandair Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42