Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 28-23 | Sterkur sigur hjá heimakonum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. janúar 2022 19:15 KA/Þór fagnaði vel í leikslok. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór vann mikilvægan sigur á Val í KA heimilinu í dag í toppbaráttunni í Olís deild kvenna. Lokatölur 28-23 fyrir KA/Þór. Leikurinn var liður í 14. umferð Olís deildar kvenna, fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Valur með 16 stig í öðru sætinu og KA/Þór með 13 stig í þriðja sæti. KA/Þór gat því minnkað þetta bil niður í eitt stig með sigri í dag. Mariam Eradze skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Val en Aldís Ásta var fljót að svara fyrir heimakonur hinum meginn á vellinum. Það var mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og jafnt á nánast öllum tölum, um miðbik hálfleiksins var staðan 7-7. Þá kom tíu mínútna kafli þar sem Valskonur skoruðu aðeins eitt mark og staðan allt í einu orðinn 12-8 fyrir heimkonur. Þær héldu þeirri forystu allt til enda hálfleiksins en þegar leikmenn gengu til búningsklefa var staðan 14-10 fyrir KA/Þór. Markmenn beggja liða voru frábærar í fyrri hálfleik. Matea Lonac varði 8 skot í marki KA/Þór og var með 44% markvörslu og Sara Sif var ekki síðri í hinu markinu en hún varði 7 skot sem gerir 36% markvörslu. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiksins rétt eins og fyrsta markið í þeim fyrri. Það voru þó heimakonur sem voru kröftugri og þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik leiddu heimakonur með fimm mörkum 19-13. Mest náðu heimakonur níu marka forystu 27-18 þegar átta mínútur voru eftir af seinni hálfleik. Þá fór Andri Snær þjálfari KA/Þórs að rúlla vel á liðinu og fengu margir leikmenn tækifæri inn á vellinum. Gestirnir náðu á saxa á forskotið í kjölfarið. Sigurinn var þó aldrei í hættu hjá heimkonum, lokatölur 28-23. Valur tapar því sínum þriðja leik í röð en í öllum þessum leikjum hafa þær verið án aðalþjálfarans sem er staddur í Ungverjalandi að aðstoða karlalandsliðið. Afhverju vann KA/Þór? Flottur endir á fyrri hálfleik skapaði góða forystu hjá heimakonum sem þær byggðu á í seinni hálfleik. Markvarsla og vörn var til fyrirmyndar hjá liðinu og átti Valur erfitt með að svara öflugum varnarleik heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Báðir markmenn áttu mjög góðan leik í dag. Matea Lonac var frábær í marki KA/Þór og varði 12 skot og var með 40% markvörslu. Sara Sif varði 13 skot í marki Vals og var með 35% markvörslu. Rut Jónsdóttir fór fyrir sókn heimakvenna og skoraði 10 mörk ásamt því að skapa sjö marktækifæri fyrir liðsfélagana. Aldís Ásta var einnig góð með fimm mörk. Í liði Vals var það Mariam Eradze sem dróg vagninn sóknarlega en hún skoraði eins og Rut tíu mörk í leiknum. Hvað gekk illa? Valskonur áttu fá svör við varnaleik heimakvenna í dag. Þá dróg Matea Lonic hægt og bítandi úr þeim vígtennurnar með frábæri markvörslu trekk í trekk. Hvað gerist næst? KA/Þór á annan heimaleik sem fer fram næsta laugardag, 5. febrúar en þá fá þær ÍBV í heimsókn sem hafa unnið átta leiki í röð. Þá fær Valur sama verkefni en sá leikur fer fram á miðvikudaginn í næstu viku en sá leikur er hluti af 10. umferð sem átti eftir að spila. Óskar Bjarni: Held það þurfi að reka aðstoðarþjálfarann Óskar Bjarni Óskarsson „Það vantaði upp á vörnina í dag. Mér fannst við aldrei ná að vera í okkar vörn 100% í dag, hún tikkaði aldrei. Þótt það hafi verið jafnt þarna framan af þá vantaði eitthvað upp á. Svo fengu KA/Þór svolítið frumkvæðið og náðu góðu forskoti. Við gerðum þetta aðeins of auðvelt fyrir þær, við vorum aðeins of smekkar við línuspilið þeirra og við hefðum mátt ganga betur út í þær. Sóknarlega vantaði upp á taktinn, sendingar og hreyfingar hjá okkur,“ sagði Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari Vals eftir 28-23 tap á móti KA/Þór í KA heimilinu í dag. „Mér fannst bæði sóknarleikurinn og varnarleikurinn bregðast og sérstaklega á þeim kafla sem við missum þær fjórum mörkum fram úr okkur. Við vorum með einföld mistök í tækniatriðum og fengum á okkur hraðaupphlaup og svona. Á sama tíma vantaði upp á okkar leik beggja vegna á vellinum. Við fórum í sjö á sex í seinni hálfleik sem gekk ágætlega og mögulega hefðum við mátt fara fyrr í það og taka meiri áhættu.“ Þó Valur hafi tapað í dag var Sara frábær í marki Vals eins og áður hefur komið fram. „Það var margt sem var fínt í leiknum, það var eiginlega óþarfi hjá okkur að missa þær svona fram úr okkur, alveg sex eða sjö mörkum. Sara var mjög fín í leiknum sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga inni varnarlega.“ Valur hefur tapað þremur leikjum í röð og þegar var spurt út í hvað hefði klikkað í þessum leikjum stóð ekki á svörum hjá Óskari Bjarna sem sagði glettinn, „Ég held það þurfi að reka aðstoðarþjálfarann, held það sé nokkur ljóst. Hann er með núll punkta eftir þetta.“ Valur hefur verið án aðalþjálfara liðsins síðustu þrjá leiki vegna þess að hann er staddur í Ungverjalandi að aðstoða karlalandsliðið en Óskar bæti svo við, „Við höfum verið í vandræðum með að finna taktinn í liðinu, það er eitt og annað og auðvelt að vera með afsakanir. Síðustu tvær vikur hafa verið fínar hjá okkur en svona er þetta bara. Þetta er sterkur heimavöllur og við náðum ekki að kreista fram það besta í okkur.“ Það er stutt á milli í þessu og á Valur leik aftur á miðvikudaginn en sá leikur er á móti ÍBV en ÍBV hefur ekki tapað í síðustu átta leikjum. „Þær eru topplið eins og mörg önnur lið í þessari deild. Þetta er bara sterk og flott deild. Það er ÍBV á miðvikudaginn og svo Afturelding á laugardaginn. Svo er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Valur
KA/Þór vann mikilvægan sigur á Val í KA heimilinu í dag í toppbaráttunni í Olís deild kvenna. Lokatölur 28-23 fyrir KA/Þór. Leikurinn var liður í 14. umferð Olís deildar kvenna, fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Valur með 16 stig í öðru sætinu og KA/Þór með 13 stig í þriðja sæti. KA/Þór gat því minnkað þetta bil niður í eitt stig með sigri í dag. Mariam Eradze skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Val en Aldís Ásta var fljót að svara fyrir heimakonur hinum meginn á vellinum. Það var mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og jafnt á nánast öllum tölum, um miðbik hálfleiksins var staðan 7-7. Þá kom tíu mínútna kafli þar sem Valskonur skoruðu aðeins eitt mark og staðan allt í einu orðinn 12-8 fyrir heimkonur. Þær héldu þeirri forystu allt til enda hálfleiksins en þegar leikmenn gengu til búningsklefa var staðan 14-10 fyrir KA/Þór. Markmenn beggja liða voru frábærar í fyrri hálfleik. Matea Lonac varði 8 skot í marki KA/Þór og var með 44% markvörslu og Sara Sif var ekki síðri í hinu markinu en hún varði 7 skot sem gerir 36% markvörslu. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiksins rétt eins og fyrsta markið í þeim fyrri. Það voru þó heimakonur sem voru kröftugri og þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik leiddu heimakonur með fimm mörkum 19-13. Mest náðu heimakonur níu marka forystu 27-18 þegar átta mínútur voru eftir af seinni hálfleik. Þá fór Andri Snær þjálfari KA/Þórs að rúlla vel á liðinu og fengu margir leikmenn tækifæri inn á vellinum. Gestirnir náðu á saxa á forskotið í kjölfarið. Sigurinn var þó aldrei í hættu hjá heimkonum, lokatölur 28-23. Valur tapar því sínum þriðja leik í röð en í öllum þessum leikjum hafa þær verið án aðalþjálfarans sem er staddur í Ungverjalandi að aðstoða karlalandsliðið. Afhverju vann KA/Þór? Flottur endir á fyrri hálfleik skapaði góða forystu hjá heimakonum sem þær byggðu á í seinni hálfleik. Markvarsla og vörn var til fyrirmyndar hjá liðinu og átti Valur erfitt með að svara öflugum varnarleik heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Báðir markmenn áttu mjög góðan leik í dag. Matea Lonac var frábær í marki KA/Þór og varði 12 skot og var með 40% markvörslu. Sara Sif varði 13 skot í marki Vals og var með 35% markvörslu. Rut Jónsdóttir fór fyrir sókn heimakvenna og skoraði 10 mörk ásamt því að skapa sjö marktækifæri fyrir liðsfélagana. Aldís Ásta var einnig góð með fimm mörk. Í liði Vals var það Mariam Eradze sem dróg vagninn sóknarlega en hún skoraði eins og Rut tíu mörk í leiknum. Hvað gekk illa? Valskonur áttu fá svör við varnaleik heimakvenna í dag. Þá dróg Matea Lonic hægt og bítandi úr þeim vígtennurnar með frábæri markvörslu trekk í trekk. Hvað gerist næst? KA/Þór á annan heimaleik sem fer fram næsta laugardag, 5. febrúar en þá fá þær ÍBV í heimsókn sem hafa unnið átta leiki í röð. Þá fær Valur sama verkefni en sá leikur fer fram á miðvikudaginn í næstu viku en sá leikur er hluti af 10. umferð sem átti eftir að spila. Óskar Bjarni: Held það þurfi að reka aðstoðarþjálfarann Óskar Bjarni Óskarsson „Það vantaði upp á vörnina í dag. Mér fannst við aldrei ná að vera í okkar vörn 100% í dag, hún tikkaði aldrei. Þótt það hafi verið jafnt þarna framan af þá vantaði eitthvað upp á. Svo fengu KA/Þór svolítið frumkvæðið og náðu góðu forskoti. Við gerðum þetta aðeins of auðvelt fyrir þær, við vorum aðeins of smekkar við línuspilið þeirra og við hefðum mátt ganga betur út í þær. Sóknarlega vantaði upp á taktinn, sendingar og hreyfingar hjá okkur,“ sagði Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari Vals eftir 28-23 tap á móti KA/Þór í KA heimilinu í dag. „Mér fannst bæði sóknarleikurinn og varnarleikurinn bregðast og sérstaklega á þeim kafla sem við missum þær fjórum mörkum fram úr okkur. Við vorum með einföld mistök í tækniatriðum og fengum á okkur hraðaupphlaup og svona. Á sama tíma vantaði upp á okkar leik beggja vegna á vellinum. Við fórum í sjö á sex í seinni hálfleik sem gekk ágætlega og mögulega hefðum við mátt fara fyrr í það og taka meiri áhættu.“ Þó Valur hafi tapað í dag var Sara frábær í marki Vals eins og áður hefur komið fram. „Það var margt sem var fínt í leiknum, það var eiginlega óþarfi hjá okkur að missa þær svona fram úr okkur, alveg sex eða sjö mörkum. Sara var mjög fín í leiknum sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga inni varnarlega.“ Valur hefur tapað þremur leikjum í röð og þegar var spurt út í hvað hefði klikkað í þessum leikjum stóð ekki á svörum hjá Óskari Bjarna sem sagði glettinn, „Ég held það þurfi að reka aðstoðarþjálfarann, held það sé nokkur ljóst. Hann er með núll punkta eftir þetta.“ Valur hefur verið án aðalþjálfara liðsins síðustu þrjá leiki vegna þess að hann er staddur í Ungverjalandi að aðstoða karlalandsliðið en Óskar bæti svo við, „Við höfum verið í vandræðum með að finna taktinn í liðinu, það er eitt og annað og auðvelt að vera með afsakanir. Síðustu tvær vikur hafa verið fínar hjá okkur en svona er þetta bara. Þetta er sterkur heimavöllur og við náðum ekki að kreista fram það besta í okkur.“ Það er stutt á milli í þessu og á Valur leik aftur á miðvikudaginn en sá leikur er á móti ÍBV en ÍBV hefur ekki tapað í síðustu átta leikjum. „Þær eru topplið eins og mörg önnur lið í þessari deild. Þetta er bara sterk og flott deild. Það er ÍBV á miðvikudaginn og svo Afturelding á laugardaginn. Svo er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti