Húsnæði og lífeyrir Drífa Snædal skrifar 28. janúar 2022 15:00 Verðbólgan fer áfram stigvaxandi og mælist nú 5,7% þrátt fyrir að einum helsta útsölumánuði ársins sé nú að ljúka. Að stórum hluta er verðbólgan drifin áfram af húsnæðisverði. Sú gjaldþrota stefna að hugsa húsnæðismarkaðinn út frá þörfum fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lífsgæði í landinu. Við þurfum að sannmælast um að fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta gerum við með því að styðjast við hið réttláta viðmið að almennt greiði fólk ekki meira en 25% af tekjum sínum í húsnæði. Við erum langt frá báðum þessum markmiðum og það er skilgetið afkvæmi þess hiks að koma lögum og reglum á húsnæðismarkaðinn. Það þarf ekki síðar en á vorþingi að innleiða lög um húsaleigu með leigubremsu. Það þarf að lögbinda sveitarfélög þannig að hluti lóðaúthlutunar fari í félagslega uppbygginu, þ.e. til samtaka sem starfa ekki í hagnaðarskyni hvort sem markmiðið er að leigja út eða selja eignir. Það þarf að breyta lánastarfsemi þannig að ábyrðin á síbreytilegum lánum falli ekki bara á lántaka heldur lánveitendur líka. Í gegnum djúpa kreppu sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna, það eitt og sér segir sína sögu. Það þarf að endurreisa vaxtabótakerfið og það má fjármagna með bankaskatti. Húsnæðismálin eru stærsta öryggismálið og stærsta afkomumálið og það er ekki í boði fyrir stjórnendur ríkis eða sveitarfélaga að taka ekki á honum stóra sínum. Við erum löngu tilbúin í þessa vinnu og þetta voru skýr skilaboð í vikunni, bæði á fundi ASÍ með nýjum ráðherra húsnæðismála og á fundi Þjóðhagsráðs. Annað stórt mál þessa dagana er hækkun lífeyrisaldurs. Vissulega er þrýstingur frá ákveðnum stéttum að hækka lífeyristökualdur. Margir opinberir starfsmenn vilja gjarnan vinna lengur en til sjötugs. Að hækka lífeyrisaldur á línuna er hins vegar algerlega vanhugsað út frá bæði stétt og kyni. Fólk sem vinnur erfiðisvinnu andlega og líkamlega endist ekki starfsævin eins og örorkutölur segja til um og er láglaunafólk og konur þar í meirihluta. Að hækka lífeyristökualdur þess hóps er ávísun á lífsgæða- og kjaraskerðingu og fjölgun öryrkja. Nær væri að innleiða sérstakan forgangslífeyri fyrir erfiðisvinnufólk til að brúa bilið frá því að starfskraftar þverra þangað til komið er að lífeyristökualdri. Önnur leið er að hækka frítekjumark gagnvart lífeyrissjóðstekjum til að létta undir með láglaunafólki sem tekur lífeyrin fyrr. Að hækka lífeyristökualdur án þess að taka tillit til stéttar eða kyns er forréttindablinda sem viðheldur fátækt og heilsubresti þeirra sem vinna erfiðustu störfin. Lífeyristökualdur á með réttu að semja um í kjarasamningum en ekki ákvarða með breytingum á reglugerðum á vegum fjármálaráðuneytisins. Það er eðlilegt að lífeyristökualdur verði undir í kjarasamningsviðræðum þessa árs. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan fer áfram stigvaxandi og mælist nú 5,7% þrátt fyrir að einum helsta útsölumánuði ársins sé nú að ljúka. Að stórum hluta er verðbólgan drifin áfram af húsnæðisverði. Sú gjaldþrota stefna að hugsa húsnæðismarkaðinn út frá þörfum fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lífsgæði í landinu. Við þurfum að sannmælast um að fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta gerum við með því að styðjast við hið réttláta viðmið að almennt greiði fólk ekki meira en 25% af tekjum sínum í húsnæði. Við erum langt frá báðum þessum markmiðum og það er skilgetið afkvæmi þess hiks að koma lögum og reglum á húsnæðismarkaðinn. Það þarf ekki síðar en á vorþingi að innleiða lög um húsaleigu með leigubremsu. Það þarf að lögbinda sveitarfélög þannig að hluti lóðaúthlutunar fari í félagslega uppbygginu, þ.e. til samtaka sem starfa ekki í hagnaðarskyni hvort sem markmiðið er að leigja út eða selja eignir. Það þarf að breyta lánastarfsemi þannig að ábyrðin á síbreytilegum lánum falli ekki bara á lántaka heldur lánveitendur líka. Í gegnum djúpa kreppu sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna, það eitt og sér segir sína sögu. Það þarf að endurreisa vaxtabótakerfið og það má fjármagna með bankaskatti. Húsnæðismálin eru stærsta öryggismálið og stærsta afkomumálið og það er ekki í boði fyrir stjórnendur ríkis eða sveitarfélaga að taka ekki á honum stóra sínum. Við erum löngu tilbúin í þessa vinnu og þetta voru skýr skilaboð í vikunni, bæði á fundi ASÍ með nýjum ráðherra húsnæðismála og á fundi Þjóðhagsráðs. Annað stórt mál þessa dagana er hækkun lífeyrisaldurs. Vissulega er þrýstingur frá ákveðnum stéttum að hækka lífeyristökualdur. Margir opinberir starfsmenn vilja gjarnan vinna lengur en til sjötugs. Að hækka lífeyrisaldur á línuna er hins vegar algerlega vanhugsað út frá bæði stétt og kyni. Fólk sem vinnur erfiðisvinnu andlega og líkamlega endist ekki starfsævin eins og örorkutölur segja til um og er láglaunafólk og konur þar í meirihluta. Að hækka lífeyristökualdur þess hóps er ávísun á lífsgæða- og kjaraskerðingu og fjölgun öryrkja. Nær væri að innleiða sérstakan forgangslífeyri fyrir erfiðisvinnufólk til að brúa bilið frá því að starfskraftar þverra þangað til komið er að lífeyristökualdri. Önnur leið er að hækka frítekjumark gagnvart lífeyrissjóðstekjum til að létta undir með láglaunafólki sem tekur lífeyrin fyrr. Að hækka lífeyristökualdur án þess að taka tillit til stéttar eða kyns er forréttindablinda sem viðheldur fátækt og heilsubresti þeirra sem vinna erfiðustu störfin. Lífeyristökualdur á með réttu að semja um í kjarasamningum en ekki ákvarða með breytingum á reglugerðum á vegum fjármálaráðuneytisins. Það er eðlilegt að lífeyristökualdur verði undir í kjarasamningsviðræðum þessa árs. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar