Húsnæði og lífeyrir Drífa Snædal skrifar 28. janúar 2022 15:00 Verðbólgan fer áfram stigvaxandi og mælist nú 5,7% þrátt fyrir að einum helsta útsölumánuði ársins sé nú að ljúka. Að stórum hluta er verðbólgan drifin áfram af húsnæðisverði. Sú gjaldþrota stefna að hugsa húsnæðismarkaðinn út frá þörfum fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lífsgæði í landinu. Við þurfum að sannmælast um að fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta gerum við með því að styðjast við hið réttláta viðmið að almennt greiði fólk ekki meira en 25% af tekjum sínum í húsnæði. Við erum langt frá báðum þessum markmiðum og það er skilgetið afkvæmi þess hiks að koma lögum og reglum á húsnæðismarkaðinn. Það þarf ekki síðar en á vorþingi að innleiða lög um húsaleigu með leigubremsu. Það þarf að lögbinda sveitarfélög þannig að hluti lóðaúthlutunar fari í félagslega uppbygginu, þ.e. til samtaka sem starfa ekki í hagnaðarskyni hvort sem markmiðið er að leigja út eða selja eignir. Það þarf að breyta lánastarfsemi þannig að ábyrðin á síbreytilegum lánum falli ekki bara á lántaka heldur lánveitendur líka. Í gegnum djúpa kreppu sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna, það eitt og sér segir sína sögu. Það þarf að endurreisa vaxtabótakerfið og það má fjármagna með bankaskatti. Húsnæðismálin eru stærsta öryggismálið og stærsta afkomumálið og það er ekki í boði fyrir stjórnendur ríkis eða sveitarfélaga að taka ekki á honum stóra sínum. Við erum löngu tilbúin í þessa vinnu og þetta voru skýr skilaboð í vikunni, bæði á fundi ASÍ með nýjum ráðherra húsnæðismála og á fundi Þjóðhagsráðs. Annað stórt mál þessa dagana er hækkun lífeyrisaldurs. Vissulega er þrýstingur frá ákveðnum stéttum að hækka lífeyristökualdur. Margir opinberir starfsmenn vilja gjarnan vinna lengur en til sjötugs. Að hækka lífeyrisaldur á línuna er hins vegar algerlega vanhugsað út frá bæði stétt og kyni. Fólk sem vinnur erfiðisvinnu andlega og líkamlega endist ekki starfsævin eins og örorkutölur segja til um og er láglaunafólk og konur þar í meirihluta. Að hækka lífeyristökualdur þess hóps er ávísun á lífsgæða- og kjaraskerðingu og fjölgun öryrkja. Nær væri að innleiða sérstakan forgangslífeyri fyrir erfiðisvinnufólk til að brúa bilið frá því að starfskraftar þverra þangað til komið er að lífeyristökualdri. Önnur leið er að hækka frítekjumark gagnvart lífeyrissjóðstekjum til að létta undir með láglaunafólki sem tekur lífeyrin fyrr. Að hækka lífeyristökualdur án þess að taka tillit til stéttar eða kyns er forréttindablinda sem viðheldur fátækt og heilsubresti þeirra sem vinna erfiðustu störfin. Lífeyristökualdur á með réttu að semja um í kjarasamningum en ekki ákvarða með breytingum á reglugerðum á vegum fjármálaráðuneytisins. Það er eðlilegt að lífeyristökualdur verði undir í kjarasamningsviðræðum þessa árs. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan fer áfram stigvaxandi og mælist nú 5,7% þrátt fyrir að einum helsta útsölumánuði ársins sé nú að ljúka. Að stórum hluta er verðbólgan drifin áfram af húsnæðisverði. Sú gjaldþrota stefna að hugsa húsnæðismarkaðinn út frá þörfum fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lífsgæði í landinu. Við þurfum að sannmælast um að fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta gerum við með því að styðjast við hið réttláta viðmið að almennt greiði fólk ekki meira en 25% af tekjum sínum í húsnæði. Við erum langt frá báðum þessum markmiðum og það er skilgetið afkvæmi þess hiks að koma lögum og reglum á húsnæðismarkaðinn. Það þarf ekki síðar en á vorþingi að innleiða lög um húsaleigu með leigubremsu. Það þarf að lögbinda sveitarfélög þannig að hluti lóðaúthlutunar fari í félagslega uppbygginu, þ.e. til samtaka sem starfa ekki í hagnaðarskyni hvort sem markmiðið er að leigja út eða selja eignir. Það þarf að breyta lánastarfsemi þannig að ábyrðin á síbreytilegum lánum falli ekki bara á lántaka heldur lánveitendur líka. Í gegnum djúpa kreppu sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna, það eitt og sér segir sína sögu. Það þarf að endurreisa vaxtabótakerfið og það má fjármagna með bankaskatti. Húsnæðismálin eru stærsta öryggismálið og stærsta afkomumálið og það er ekki í boði fyrir stjórnendur ríkis eða sveitarfélaga að taka ekki á honum stóra sínum. Við erum löngu tilbúin í þessa vinnu og þetta voru skýr skilaboð í vikunni, bæði á fundi ASÍ með nýjum ráðherra húsnæðismála og á fundi Þjóðhagsráðs. Annað stórt mál þessa dagana er hækkun lífeyrisaldurs. Vissulega er þrýstingur frá ákveðnum stéttum að hækka lífeyristökualdur. Margir opinberir starfsmenn vilja gjarnan vinna lengur en til sjötugs. Að hækka lífeyrisaldur á línuna er hins vegar algerlega vanhugsað út frá bæði stétt og kyni. Fólk sem vinnur erfiðisvinnu andlega og líkamlega endist ekki starfsævin eins og örorkutölur segja til um og er láglaunafólk og konur þar í meirihluta. Að hækka lífeyristökualdur þess hóps er ávísun á lífsgæða- og kjaraskerðingu og fjölgun öryrkja. Nær væri að innleiða sérstakan forgangslífeyri fyrir erfiðisvinnufólk til að brúa bilið frá því að starfskraftar þverra þangað til komið er að lífeyristökualdri. Önnur leið er að hækka frítekjumark gagnvart lífeyrissjóðstekjum til að létta undir með láglaunafólki sem tekur lífeyrin fyrr. Að hækka lífeyristökualdur án þess að taka tillit til stéttar eða kyns er forréttindablinda sem viðheldur fátækt og heilsubresti þeirra sem vinna erfiðustu störfin. Lífeyristökualdur á með réttu að semja um í kjarasamningum en ekki ákvarða með breytingum á reglugerðum á vegum fjármálaráðuneytisins. Það er eðlilegt að lífeyristökualdur verði undir í kjarasamningsviðræðum þessa árs. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun