Viðtengingarháttur í útrýmingarhættu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. janúar 2022 09:02 Sigríður Sigurjónsdóttir er prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Viðtengingarháttur er á gríðarlegu undanhaldi í íslensku og gæti hreinlega verið horfinn úr íslensku á þessari öld. Svo virðist sem lestur og áhorf barna á enskt efni hafi hraðað þessari þróun. Þetta er ein af fjölmörgum niðurstöðum einnar stærstu íslensku málfræðirannsóknar síðustu ára sem hlaut öndvegisstyrk árið 2016. Það voru þau Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson málfræðiprófessorar sem stýrðu rannsókninni. Þar var lögð aðaláhersla á að kanna áhrif stafrænnar ensku á móðurmálið. Þar var stór hópur barna meðal annars beðinn um að velja milli ýmissa afbrigða setninga eftir því hver þeim þætti eðlilegust. Hér er eitt dæmi: Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar. Og furðulega mörg börn völdu þar setningu 2, þar sem sögnin verða er í framsöguhætti en ekki í viðtengingarhætti eins og eðlilegt væri. Hver klukkustund skiptir máli „Við fáum þá niðurstöðu að mikil stafræn enska í málumhverfi þriggja til tólf ára íslenskra barna tengist tölfræðilega óhefðbundinni notkun á viðtengingarhætti í íslensku,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Þannig sé mjög beint samband á milli þess að lesa og horfa mikið á enskt efni, til dæmis sjónvarpsefnis og tölvuleikja, og þess að vera ekki með hefðbundnar reglur um viðtengingarhátt á hreinu. Raunar sýnir rannsóknin fram á að fyrir hvern klukkutíma sem barn eyðir með ensku efni á dag verður það um 6 til 11 prósent líklegra til að hafa vond tök á viðtengingarhættinum. Það hefur verið vitað um skeið að viðtengingarhátturinn sé á dálitlu undanhaldi í málinu. Það er þróun sem var hafin fyrir stafræna innrás enskunnar inn í daglegt líf Íslendinga en þessar niðurstöður sýna nú að enskan virðist hafa flýtt þeirri þróun. Sigríður veltir upp mögulegri ástæðu fyrir þessu. „Viðtengingarháttur er tiltölulega sjaldgæfur í íslensku þannig að börnin sem eru mikið í stafrænum heimi fá þá kannski bara ekki nógu mikið máláreiti til að ná valdi á hefðbundinni notkun viðtengingarháttar í íslensku,“ segir hún. Erum flest íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu Þannig sé ekki galið að hugsa sér að viðtengingarhátturinn sé hreinlega að deyja út og geti verið horfinn úr málinu eftir einhverja áratugi. Sú þróun hefur þegar átt sér stað í mörgum tungumálum sem eru náskyld íslenskunni, til dæmis í færeysku. Viðtengingarhátturinn er þá lítið sem ekkert notaður í ensku og er þar ekki til sem virk regla í málinu þó hægt sé að nota hann undir vissum kringumstæðum. En er þetta endilega svo slæm þróun? „Ég veit það ekki. Auðvitað erum við alltaf íhaldssöm er það ekki og viljum að málið breytist ekki. Við viljum halda málinu eins og það var þegar við tókum það á barnsaldri. En nei, nei, auðvitað getum við áfram talað íslensku þó að viðtengingarhátturinn fari. En auðvitað verður eftirsjá af honum. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann,“ segir Sigríður. Íslensk fræði Háskólar Íslenska á tækniöld Börn og uppeldi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Þetta er ein af fjölmörgum niðurstöðum einnar stærstu íslensku málfræðirannsóknar síðustu ára sem hlaut öndvegisstyrk árið 2016. Það voru þau Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson málfræðiprófessorar sem stýrðu rannsókninni. Þar var lögð aðaláhersla á að kanna áhrif stafrænnar ensku á móðurmálið. Þar var stór hópur barna meðal annars beðinn um að velja milli ýmissa afbrigða setninga eftir því hver þeim þætti eðlilegust. Hér er eitt dæmi: Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar. Og furðulega mörg börn völdu þar setningu 2, þar sem sögnin verða er í framsöguhætti en ekki í viðtengingarhætti eins og eðlilegt væri. Hver klukkustund skiptir máli „Við fáum þá niðurstöðu að mikil stafræn enska í málumhverfi þriggja til tólf ára íslenskra barna tengist tölfræðilega óhefðbundinni notkun á viðtengingarhætti í íslensku,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Þannig sé mjög beint samband á milli þess að lesa og horfa mikið á enskt efni, til dæmis sjónvarpsefnis og tölvuleikja, og þess að vera ekki með hefðbundnar reglur um viðtengingarhátt á hreinu. Raunar sýnir rannsóknin fram á að fyrir hvern klukkutíma sem barn eyðir með ensku efni á dag verður það um 6 til 11 prósent líklegra til að hafa vond tök á viðtengingarhættinum. Það hefur verið vitað um skeið að viðtengingarhátturinn sé á dálitlu undanhaldi í málinu. Það er þróun sem var hafin fyrir stafræna innrás enskunnar inn í daglegt líf Íslendinga en þessar niðurstöður sýna nú að enskan virðist hafa flýtt þeirri þróun. Sigríður veltir upp mögulegri ástæðu fyrir þessu. „Viðtengingarháttur er tiltölulega sjaldgæfur í íslensku þannig að börnin sem eru mikið í stafrænum heimi fá þá kannski bara ekki nógu mikið máláreiti til að ná valdi á hefðbundinni notkun viðtengingarháttar í íslensku,“ segir hún. Erum flest íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu Þannig sé ekki galið að hugsa sér að viðtengingarhátturinn sé hreinlega að deyja út og geti verið horfinn úr málinu eftir einhverja áratugi. Sú þróun hefur þegar átt sér stað í mörgum tungumálum sem eru náskyld íslenskunni, til dæmis í færeysku. Viðtengingarhátturinn er þá lítið sem ekkert notaður í ensku og er þar ekki til sem virk regla í málinu þó hægt sé að nota hann undir vissum kringumstæðum. En er þetta endilega svo slæm þróun? „Ég veit það ekki. Auðvitað erum við alltaf íhaldssöm er það ekki og viljum að málið breytist ekki. Við viljum halda málinu eins og það var þegar við tókum það á barnsaldri. En nei, nei, auðvitað getum við áfram talað íslensku þó að viðtengingarhátturinn fari. En auðvitað verður eftirsjá af honum. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann,“ segir Sigríður.
Íslensk fræði Háskólar Íslenska á tækniöld Börn og uppeldi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent