Dýrin og við Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. janúar 2022 11:00 Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi. Í 40 ár hefur verið stundað blóðmerahald á Íslandi, án þess að margir hafi gert við það athugasemdir, og hafa flestir einfaldega leitt þessa starfsem, sem þó hefur farið fram á yfir 100 bæjum, hjá sér, hafi þeir þá vitað af henni. 18. nóvember sl. gerðist svo það, að erlendir aðilar, svissnesk/þýzk dýraverndunarsamtök, gáfu út 126 síðna skýrslu, ásamt með heimildarmyndböndum, um raunveruleikann í blóðmerahaldi á Íslandi, sem þau kynntu fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Eins kom fram, að blóðmerahald er hvergi stundað í heiminum, nema hér, í Suður Ameríku og í Kína. Alls staðar annars staðar bannað, vegna mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiða. Vegna þess ofbeldis, sem sýnt var fram á, að blóðmerar sættu, opnuðust augu manna fyrir raunverulegu eðli þessarar starfsemi, og skapaðist samúð flestra góðra manna með dýrunum - merunum, folöldunum og svínunum -, en þau ásamt með nokkrum öðrum húsdýrum, eða verksmiðjudýrum, eru svo fórnarlömb þessarar starfsemi. Fyrir undirrituðum er þetta góð þróun, en við skulum hugsa til þess, að það þurfti erlenda aðila til, til að opna augu okkar Íslendinga fyrir þessari óiðju og þessu dýraníði, sem fram hefur farið á okkar eigin heimavelli. Óiðjan var í gangi í áratugi, hefði mátt blasa við mörgum okkar, en við sáum hana ekki, vildum ekki sjá hana eða leiddum hana hjá okkur. Við nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins kom í ljós, að mikill meirihluti landsmanna áttaði sig á því, að blóðmerahald byggist á ofbeldi og meiðingum við dýrin, og tjáði sig andvígan því - 66% voru andvíg, 19% höfðu ekki skoðun og aðeins 15% voru hlynnt því -, þegar menn áttuðu sig loks á þessu og tóku við sér með það. Ég vil, að þessu tilefni, vekja upp aðra hlið á málinu, stöðu dýra almennt, í þeirri von, að einhverjir staldri aðeins og við velti henni fyrir sér upp á nýtt líka. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Þó ótrúlegt kunni að virðast, eru taldar vera um 5.500 tegundir spendýra á jörðinni. Þessi spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallar atriðum eins gerð og byggð. Öll spendýr, ekki bara spendýrið maðurinn, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðlsum og áverkum, eins og við, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt meira og minna eins og við. Tilraunir eru gerðar á litlum músum, rottum eða kanínum - oft reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækninga lausnir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, að mönnum meðtöldum. Nýjasta dæmið um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkar. Öll spendýr eru í grunninn sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur sér til gleði, án þarfar, af drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er: Okkur ber að virða líf og tryggja velferð annarra spendýra - reyndar allra dýra og alls lífríkis - eins og við reynum að tryggja eigin velferð. Kæri lesandi, það væri gott, ef þú opnaðir augun fyrir þessu. Takk fyrir athyglina. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Blóðmerahald Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi. Í 40 ár hefur verið stundað blóðmerahald á Íslandi, án þess að margir hafi gert við það athugasemdir, og hafa flestir einfaldega leitt þessa starfsem, sem þó hefur farið fram á yfir 100 bæjum, hjá sér, hafi þeir þá vitað af henni. 18. nóvember sl. gerðist svo það, að erlendir aðilar, svissnesk/þýzk dýraverndunarsamtök, gáfu út 126 síðna skýrslu, ásamt með heimildarmyndböndum, um raunveruleikann í blóðmerahaldi á Íslandi, sem þau kynntu fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Eins kom fram, að blóðmerahald er hvergi stundað í heiminum, nema hér, í Suður Ameríku og í Kína. Alls staðar annars staðar bannað, vegna mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiða. Vegna þess ofbeldis, sem sýnt var fram á, að blóðmerar sættu, opnuðust augu manna fyrir raunverulegu eðli þessarar starfsemi, og skapaðist samúð flestra góðra manna með dýrunum - merunum, folöldunum og svínunum -, en þau ásamt með nokkrum öðrum húsdýrum, eða verksmiðjudýrum, eru svo fórnarlömb þessarar starfsemi. Fyrir undirrituðum er þetta góð þróun, en við skulum hugsa til þess, að það þurfti erlenda aðila til, til að opna augu okkar Íslendinga fyrir þessari óiðju og þessu dýraníði, sem fram hefur farið á okkar eigin heimavelli. Óiðjan var í gangi í áratugi, hefði mátt blasa við mörgum okkar, en við sáum hana ekki, vildum ekki sjá hana eða leiddum hana hjá okkur. Við nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins kom í ljós, að mikill meirihluti landsmanna áttaði sig á því, að blóðmerahald byggist á ofbeldi og meiðingum við dýrin, og tjáði sig andvígan því - 66% voru andvíg, 19% höfðu ekki skoðun og aðeins 15% voru hlynnt því -, þegar menn áttuðu sig loks á þessu og tóku við sér með það. Ég vil, að þessu tilefni, vekja upp aðra hlið á málinu, stöðu dýra almennt, í þeirri von, að einhverjir staldri aðeins og við velti henni fyrir sér upp á nýtt líka. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Þó ótrúlegt kunni að virðast, eru taldar vera um 5.500 tegundir spendýra á jörðinni. Þessi spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallar atriðum eins gerð og byggð. Öll spendýr, ekki bara spendýrið maðurinn, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðlsum og áverkum, eins og við, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt meira og minna eins og við. Tilraunir eru gerðar á litlum músum, rottum eða kanínum - oft reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækninga lausnir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, að mönnum meðtöldum. Nýjasta dæmið um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkar. Öll spendýr eru í grunninn sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur sér til gleði, án þarfar, af drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er: Okkur ber að virða líf og tryggja velferð annarra spendýra - reyndar allra dýra og alls lífríkis - eins og við reynum að tryggja eigin velferð. Kæri lesandi, það væri gott, ef þú opnaðir augun fyrir þessu. Takk fyrir athyglina. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar