Man ekki eftir svo alvarlegu broti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 09:31 Daníel Örn Hinriksson er formaður Hundaræktarfélags Íslands. stöð2 Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Hundaræktarfélagið fékk ábendingu um málið fyrir tæpu ári síðan en siðanefnd félagsins úrskurðaði um málið fyrir helgi og telur hann um 76 blaðsíður. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár og er það niðurstaða málsins að þær hafi gerst brotlegar við lög félagsins. Brotin eru nokkur og snúa að rangfærslu í ættbókarskráningu: Þar segir að þær hafi vísvitandi skráð ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Þá hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað og skyldur. Þær hafi ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í sýnatöku til sönnunar á ætterni og neitað að gefa upp upplýsingar. Mæðgunum hefur verið vísað úr félaginu í fimmtán ár auk þess sem félagið svipti þær ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Alvarlegt brot Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að meginmarkmið félagsins sé að standa vörð um ræktun hundakynja. „Reynist ættbókin röng er það mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum. Og ekki síst þeim hundaeigendum sem hafa keypt þessa hvolpa í góðri trú um að þeir séu rétt ættbókarfærðir,“ sagði Daníel Örn Hinriksson, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Kaupendur könnuðu stöðu sína Þá hafi eigendur sem keyptu hvolpa af ræktuninni kannað stöðu sína gagnvart ræktendunum. „Á meðan á málinu stóð og á meðan það var til meðferðar siðanefndar þá auðvitað var fólk áhyggjufullt um rétt sinn og kannaði stöðu sína gagnvart þessum ræktanda.“ Hann segir óalgengt að ræktendum sé vísað úr félaginu. „Nei það gerist ekki oft og ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti.“ Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Sjá meira
Hundaræktarfélagið fékk ábendingu um málið fyrir tæpu ári síðan en siðanefnd félagsins úrskurðaði um málið fyrir helgi og telur hann um 76 blaðsíður. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár og er það niðurstaða málsins að þær hafi gerst brotlegar við lög félagsins. Brotin eru nokkur og snúa að rangfærslu í ættbókarskráningu: Þar segir að þær hafi vísvitandi skráð ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Þá hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað og skyldur. Þær hafi ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í sýnatöku til sönnunar á ætterni og neitað að gefa upp upplýsingar. Mæðgunum hefur verið vísað úr félaginu í fimmtán ár auk þess sem félagið svipti þær ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Alvarlegt brot Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að meginmarkmið félagsins sé að standa vörð um ræktun hundakynja. „Reynist ættbókin röng er það mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum. Og ekki síst þeim hundaeigendum sem hafa keypt þessa hvolpa í góðri trú um að þeir séu rétt ættbókarfærðir,“ sagði Daníel Örn Hinriksson, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Kaupendur könnuðu stöðu sína Þá hafi eigendur sem keyptu hvolpa af ræktuninni kannað stöðu sína gagnvart ræktendunum. „Á meðan á málinu stóð og á meðan það var til meðferðar siðanefndar þá auðvitað var fólk áhyggjufullt um rétt sinn og kannaði stöðu sína gagnvart þessum ræktanda.“ Hann segir óalgengt að ræktendum sé vísað úr félaginu. „Nei það gerist ekki oft og ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti.“
Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Sjá meira
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19