Líkami Gareth Bale hefur allur minnkað á fimm mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 11:31 Gareth Bale hefur ekki komið við sögu í mörgum leikjum Real Madrid á leiktíðinni. Getty/David S. Bustamante Gareth Bale var einu sinni dýrasti og einn allra besti knattspyrnumaður heims. Hann er enn bara 32 ára gamall en síðustu ár hafa ekki verið honum hagstæð inn á fótboltavellinum. Það var samt frekar sjokkerandi fyrir aðdáendur hans að sjá nýjar myndir af honum á æfingu með Real Madrid. Það er ekki nóg með að Bale hljóp um með súrefnisgrímu yfir andlitinu þá tóku menn fljótt eftir að hann hafði allur grennst og misst gríðarlega mikinn vöðvamassa af bæði fótum og upphandleggjum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta má vel sjá á myndum sem ESPN birti og eru hér fyrir neðan. Það munar bara fimm mánuðum á þessum myndum. Það fer ekkert fram hjá neinum að hinir kraftmiklu fætur Bale heyra nú nánast sögunni til og í þessu ástandi treystir maður honum varla til að fara í alvöru tæklingu ætli hann ekki að meiða sig. Bale hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og hefur aðeins spilað samtals þrjá leiki og í 193 mínútur á öllu tímabilinu. Hann hóf leiktíðina meiddur á hné, meiddist svo á kálfa, fékk svo kórónuveiruna og hefur undanfarið verið meiddur á baki. Bale hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Real Madrid en hefur ekki komið sögu í þeim. Orðrómur var um að Bale ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor ef Wales kæmist ekki á HM í Katar. Wales mætir Austurríki og svo sigurvegaranum úr leik Skotlands og Úkráinu í baráttunni um eitt laust sæti á HM. Bale skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í september 2013 og svo annan langan samning í október 2016. Sá samningur rennur út í júnílok í sumar. Bale hefur haldið það út að vera hjá Real Madrid undanfarin ár án þess að fá mikið að spila en auk þess að vera mikið meiddur þá var hann ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira
Það var samt frekar sjokkerandi fyrir aðdáendur hans að sjá nýjar myndir af honum á æfingu með Real Madrid. Það er ekki nóg með að Bale hljóp um með súrefnisgrímu yfir andlitinu þá tóku menn fljótt eftir að hann hafði allur grennst og misst gríðarlega mikinn vöðvamassa af bæði fótum og upphandleggjum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta má vel sjá á myndum sem ESPN birti og eru hér fyrir neðan. Það munar bara fimm mánuðum á þessum myndum. Það fer ekkert fram hjá neinum að hinir kraftmiklu fætur Bale heyra nú nánast sögunni til og í þessu ástandi treystir maður honum varla til að fara í alvöru tæklingu ætli hann ekki að meiða sig. Bale hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og hefur aðeins spilað samtals þrjá leiki og í 193 mínútur á öllu tímabilinu. Hann hóf leiktíðina meiddur á hné, meiddist svo á kálfa, fékk svo kórónuveiruna og hefur undanfarið verið meiddur á baki. Bale hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Real Madrid en hefur ekki komið sögu í þeim. Orðrómur var um að Bale ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor ef Wales kæmist ekki á HM í Katar. Wales mætir Austurríki og svo sigurvegaranum úr leik Skotlands og Úkráinu í baráttunni um eitt laust sæti á HM. Bale skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í september 2013 og svo annan langan samning í október 2016. Sá samningur rennur út í júnílok í sumar. Bale hefur haldið það út að vera hjá Real Madrid undanfarin ár án þess að fá mikið að spila en auk þess að vera mikið meiddur þá var hann ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira