Helga Margrét vill 5. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2022 15:06 Helga Margrét Marzellíusardóttir. Aðsend Helga Margrét Marzellíusardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í tilkynningu kemur fram að Helga sé 33 ára, fædd á Ísafirði en hafi búið í Reykjavík í seinni tíð. „Helga er með bachelor gráðu í kórstjórn og söng frá Listaháskóla Íslands og er nú í mastersnámi í kórstjórn við Konunglega danska tónlistarháskólann. Helga er tónlistarkona og starfar sjálfstætt sem slík auk þess að starfa sem kórstjóri Hinsegin kórsins. Hún gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Helga sé 33 ára, fædd á Ísafirði en hafi búið í Reykjavík í seinni tíð. „Helga er með bachelor gráðu í kórstjórn og söng frá Listaháskóla Íslands og er nú í mastersnámi í kórstjórn við Konunglega danska tónlistarháskólann. Helga er tónlistarkona og starfar sjálfstætt sem slík auk þess að starfa sem kórstjóri Hinsegin kórsins. Hún gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra.
Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira