Dýraverndarsamband Íslands stendur traustum fótum Hallgerður Hauksdóttir skrifar 31. janúar 2022 16:30 Í tilefni skoðanagreinar á visir.is 31. jan um starfsemi DÍS er rétt að árétta að félagið starfar nú sem endranær að velferð dýra og samkvæmt lögum félagsins. Covid ástandið hefur hamlað okkur sem öðrum, m.a. að halda fjölmenna fundi. Miðað við afléttingar sjáum við sem betur fer fram á að geta boðið til aðalfundar í vor en félagsgjöld eru innheimt í samhengi við aðalfundi hverju sinni. Félagið stendur vel fjárhagslega enda er stjórnin ábyrg og varkár með fjármuni þess. Dýraverndarsambandið hefur einbeitt sér að þrýstingi á stofnanir, stjórnvöld og hagsmunaaðila um úrbætur varðandi dýraverndarmál fremur en kynningarstarf á störfum stjórnar. Félagsmenn hafa verið mikið í sambandi við okkur símleiðis og við finnum að við njótum almennt trausts þeirra til starfa. Okkur þykir leitt ef einstaka félagsmönnum finnst óþægilegt að við höfum ekki verið dugleg að senda tölvupósta heldur látið duga að starfseminnar sjái stað í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, en við höfum kosið að verja kröftum ólaunaðs sjálfboðastarfs okkar fremur beint í málefnin og látið verk bíða sem launuðum starfsmanni væri falið. Það er stefna stjórnar DÍS að vanda til gagnaöflunar áður en félagið tekur afstöðu. Samkvæmt lögum félagsins eigum við þar samskipti við alla mögulega aðila þ.á.m. stjórsýslu- og hagsmunaaðila. Myndbönd af illri meðferð á stóðhryssum á Íslandi hefur verið áberandi mál undanfarið og við höfum aflað gagna um það víða og á sama tíma þrýst á hagsmunaaðila og stofnanir og sent kröfu um úrbætur til stjórnvalda. Við stöndum einhuga með velferð hryssanna. Því miður hefur borið nokkuð á misvísandi upplýsingum um hag og aðbúnað þeirra. Ekki finnast heldur rannsóknir á blóðtöku eins og hún er framkvæmd út frá velferð og samhengi hryssanna sjálfra. Við höfum kallað eftir hið minnsta að strax verði rannsökuð velferðartengd áhrif þess fyrirkomulags sem hefur verið um áratugi hér á landi og teljum hryssunum betur í hag að fá að lifa heldur en að vera slátrað að órannsökuðu máli. Vísum við þar til nánari upplýsinga til umsagnar DÍS inni á vef Alþingis. Við fylgjumst áfram vel með málinu og tökum einhuga undir kröfur Félags evrópskra dýralækna og Félags evrópskra hestadýralækna um að þessari blóðtöku verði umsvifalaust hætt ef hún er í raun andstæð velferð hryssanna og almenn meðferð á þeim óboðleg. Þessi úrvinnsla er dæmigerð fyrir starfsemi DÍS, en við getum ekki lýst fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að ókönnuðu. Í áðurnefndri grein er kallað eftir ,,umsvifalausri afstöðu með frumvarpinu”, en umrætt frumvarp er um fyrirvaralaust bann. Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður. Starfsemi félagasamtaka kallar á mikla vinnu en samkvæmt lögum DÍS má ráða starfsmann til að sinna ákvörðunum stjórnar. Stjórn DÍS gengur út frá að fjármunum félagsins sé varið til eðlilegs reksturs og þ.á.m. að greiða vinnulaun. Stjórnarstörf eru hinsvegar ólaunuð og hafa alltaf verið. Það er ekki hlutverk félags eins og DÍS að safna sjóðum, en fastir styrktaraðilar standa í dag að mestu undir rekstrarkostnaði og því hefur ekki þurft að ganga á sérsjóði félagsins. Að lokum: í áðurnefndri grein er sagt að DÍS hafi ekki skilað skattframtali síðan árið 2018. Ber þetta vott um nokkra vanþekkingu. Frjáls félagasamtök um líknarmál skila ekki skattskýrslu til RSK, en ber að skila launaframtali þegar þau eru með starfsfólk á launum. Eins og greinarhöfundar benda réttilega á (en kalla skattframtal) var slíku launaframtali skilað síðast fyrir árið 2018 þegar félagið var einmitt síðast með fastan launamannn. Félagið hefur skilað verktakamiðum eins og lög gera ráð fyrir þegar ráðið er til einstaka verkefna. Félagið fer eftir landslögum og skattalögum í öllum rekstri sínum. Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra. Stjórn DÍS 31. janúar 2022, f.h. stjórnar DÍS, Hallgerður Hauksdóttir formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Blóðmerahald Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni skoðanagreinar á visir.is 31. jan um starfsemi DÍS er rétt að árétta að félagið starfar nú sem endranær að velferð dýra og samkvæmt lögum félagsins. Covid ástandið hefur hamlað okkur sem öðrum, m.a. að halda fjölmenna fundi. Miðað við afléttingar sjáum við sem betur fer fram á að geta boðið til aðalfundar í vor en félagsgjöld eru innheimt í samhengi við aðalfundi hverju sinni. Félagið stendur vel fjárhagslega enda er stjórnin ábyrg og varkár með fjármuni þess. Dýraverndarsambandið hefur einbeitt sér að þrýstingi á stofnanir, stjórnvöld og hagsmunaaðila um úrbætur varðandi dýraverndarmál fremur en kynningarstarf á störfum stjórnar. Félagsmenn hafa verið mikið í sambandi við okkur símleiðis og við finnum að við njótum almennt trausts þeirra til starfa. Okkur þykir leitt ef einstaka félagsmönnum finnst óþægilegt að við höfum ekki verið dugleg að senda tölvupósta heldur látið duga að starfseminnar sjái stað í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, en við höfum kosið að verja kröftum ólaunaðs sjálfboðastarfs okkar fremur beint í málefnin og látið verk bíða sem launuðum starfsmanni væri falið. Það er stefna stjórnar DÍS að vanda til gagnaöflunar áður en félagið tekur afstöðu. Samkvæmt lögum félagsins eigum við þar samskipti við alla mögulega aðila þ.á.m. stjórsýslu- og hagsmunaaðila. Myndbönd af illri meðferð á stóðhryssum á Íslandi hefur verið áberandi mál undanfarið og við höfum aflað gagna um það víða og á sama tíma þrýst á hagsmunaaðila og stofnanir og sent kröfu um úrbætur til stjórnvalda. Við stöndum einhuga með velferð hryssanna. Því miður hefur borið nokkuð á misvísandi upplýsingum um hag og aðbúnað þeirra. Ekki finnast heldur rannsóknir á blóðtöku eins og hún er framkvæmd út frá velferð og samhengi hryssanna sjálfra. Við höfum kallað eftir hið minnsta að strax verði rannsökuð velferðartengd áhrif þess fyrirkomulags sem hefur verið um áratugi hér á landi og teljum hryssunum betur í hag að fá að lifa heldur en að vera slátrað að órannsökuðu máli. Vísum við þar til nánari upplýsinga til umsagnar DÍS inni á vef Alþingis. Við fylgjumst áfram vel með málinu og tökum einhuga undir kröfur Félags evrópskra dýralækna og Félags evrópskra hestadýralækna um að þessari blóðtöku verði umsvifalaust hætt ef hún er í raun andstæð velferð hryssanna og almenn meðferð á þeim óboðleg. Þessi úrvinnsla er dæmigerð fyrir starfsemi DÍS, en við getum ekki lýst fyrirvaralausum stuðningi við einstök mál að ókönnuðu. Í áðurnefndri grein er kallað eftir ,,umsvifalausri afstöðu með frumvarpinu”, en umrætt frumvarp er um fyrirvaralaust bann. Vönduð úrvinnsla getur einnig kostað að ekki ber mikið á vinnu okkar við fyrstu umræður, til dæmis á samfélagsmiðlum. Greinarhöfundar telja einnig óskiljanlegt að DÍS kalli eftir velferðarrannsóknum. Við bendum á að það eru einmitt slíkar rannsóknir og gagnreyndar upplýsingar á bak við öll viðmið varðandi velferð dýra. Auðvitað eiga hryssurnar að njóta vafans og það verður eingöngu gert með því að rannsaka með trúverðugum hætti þeirra eigin hag og aðstæður. Starfsemi félagasamtaka kallar á mikla vinnu en samkvæmt lögum DÍS má ráða starfsmann til að sinna ákvörðunum stjórnar. Stjórn DÍS gengur út frá að fjármunum félagsins sé varið til eðlilegs reksturs og þ.á.m. að greiða vinnulaun. Stjórnarstörf eru hinsvegar ólaunuð og hafa alltaf verið. Það er ekki hlutverk félags eins og DÍS að safna sjóðum, en fastir styrktaraðilar standa í dag að mestu undir rekstrarkostnaði og því hefur ekki þurft að ganga á sérsjóði félagsins. Að lokum: í áðurnefndri grein er sagt að DÍS hafi ekki skilað skattframtali síðan árið 2018. Ber þetta vott um nokkra vanþekkingu. Frjáls félagasamtök um líknarmál skila ekki skattskýrslu til RSK, en ber að skila launaframtali þegar þau eru með starfsfólk á launum. Eins og greinarhöfundar benda réttilega á (en kalla skattframtal) var slíku launaframtali skilað síðast fyrir árið 2018 þegar félagið var einmitt síðast með fastan launamannn. Félagið hefur skilað verktakamiðum eins og lög gera ráð fyrir þegar ráðið er til einstaka verkefna. Félagið fer eftir landslögum og skattalögum í öllum rekstri sínum. Við hörmum að sjá fólk kjósa að verja kröftum í að birta dylgjur um vafasaman ásetning, bága fjárhagsstöðu eða veika starfsemi, til þess eins að skaða orðspor félags sem vinnur að velferð dýra. Stjórn DÍS 31. janúar 2022, f.h. stjórnar DÍS, Hallgerður Hauksdóttir formaður
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun