Móðir Arbery segir samkomulag við morð-feðgana vera svik Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 18:57 Wanda Cooper-Jones, móðir Ahmaud Arbery, við uppkvaðningu dóms þann 7. janúar síðastliðinn. Getty/Morton-Pool Saksóknari hefur boðið feðgunum Greg og Travis McMichael að gera samkomulag sem felst í því að þeir feðgar gætu komist hjá frekari réttarhöldum. Feðgarnir voru dæmdir til í lífstíðarfangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa myrt hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery. Dómari úrskurðaði fyrr í mánuðinum að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn. Þeir munu þar af leiðandi verja ævinni bak við lás og slá. Nú stendur hins vegar til að rétta yfir feðgunum fyrir hatursglæp fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum. Saksóknarar tóku hins vegar ákvörðun um að bjóða þeim feðgum dómsátt (e. plea agreement) sem gæti gert það að verkum að málið fari ekki fyrir dóm. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, segir samkomulagið vera svik. Samningurinn geti leitt til þess að feðgarnir fái að afplána dóm sinn í alríkisfangelsi í stað fyrir hefðbundnu ríkisfangelsi en aðstæður fanga eru taldar töluvert verri í ríkisfangelsum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég barðist og barðist við að reyna að koma þessum mönnum í ríkisfangelsi. Ég sagði saksóknurum ítrekað að ég vildi að þeir myndu fá að afplána dóm sinn í slíku fangelsi. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þeir höfðu borið upp þennan fáránlega samning,“ segir Cooper-Jones, móðir Arbery. Marcus Arbey, faðir Ahmaud, tekur í sama streng og segir ljóst að um hatursglæp hafi verið að ræða. Fjölskylda Arbery vilji hundrað prósent réttlæti, ekki aðeins hluta þess. Dómari í málinu hefur hins vegar enn ekki fallist á samninginn og tekið ákvörðun um að kalla saman kviðdóm, þrátt fyrir boð saksóknara. Dómari mun koma til með að ræða við fimmtíu mögulega kandídata í kviðdóm þann 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að réttarhöld fari fram í næsta mánuði. Feðgarnir myrtu Arbery, ásamt nágranna sínum og samverkamanni, William Brian, þegar Ahmaud Arbery var úti að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar árið 2020. Þeir sáu Arbery á hlaupum í hverfi þeirra og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Þeir vopnuðust og sátu síðar fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem nágranni og samverkamaður feðganna, William Bryan, tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan loks verið handteknir. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Feðgarnir voru dæmdir til í lífstíðarfangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa myrt hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery. Dómari úrskurðaði fyrr í mánuðinum að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn. Þeir munu þar af leiðandi verja ævinni bak við lás og slá. Nú stendur hins vegar til að rétta yfir feðgunum fyrir hatursglæp fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum. Saksóknarar tóku hins vegar ákvörðun um að bjóða þeim feðgum dómsátt (e. plea agreement) sem gæti gert það að verkum að málið fari ekki fyrir dóm. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, segir samkomulagið vera svik. Samningurinn geti leitt til þess að feðgarnir fái að afplána dóm sinn í alríkisfangelsi í stað fyrir hefðbundnu ríkisfangelsi en aðstæður fanga eru taldar töluvert verri í ríkisfangelsum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég barðist og barðist við að reyna að koma þessum mönnum í ríkisfangelsi. Ég sagði saksóknurum ítrekað að ég vildi að þeir myndu fá að afplána dóm sinn í slíku fangelsi. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þeir höfðu borið upp þennan fáránlega samning,“ segir Cooper-Jones, móðir Arbery. Marcus Arbey, faðir Ahmaud, tekur í sama streng og segir ljóst að um hatursglæp hafi verið að ræða. Fjölskylda Arbery vilji hundrað prósent réttlæti, ekki aðeins hluta þess. Dómari í málinu hefur hins vegar enn ekki fallist á samninginn og tekið ákvörðun um að kalla saman kviðdóm, þrátt fyrir boð saksóknara. Dómari mun koma til með að ræða við fimmtíu mögulega kandídata í kviðdóm þann 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að réttarhöld fari fram í næsta mánuði. Feðgarnir myrtu Arbery, ásamt nágranna sínum og samverkamanni, William Brian, þegar Ahmaud Arbery var úti að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar árið 2020. Þeir sáu Arbery á hlaupum í hverfi þeirra og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Þeir vopnuðust og sátu síðar fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem nágranni og samverkamaður feðganna, William Bryan, tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan loks verið handteknir.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00