New York Times kaupir orðaleikinn vinsæla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2022 22:05 Orðaleikurinn Wordle hefur slegið í gegn undanfarin misseri. Photo by Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Bandaríska stórblaðið New York Times hefur keypt orðaleikinn Wordle, sem slegið hefur í gegn í netheimum undanfarin misseri. Þetta kemur fram í frétt á vef blaðsins þar sem segir að kaupverðið sé „lág sjö talna upphæð,“ sem þýðir að orðaleikurinn var keyptur á minnst eina milljón dollara, eða um 130 milljónir íslenskra króna. Bandaríski hugbúnaðarverkfræðingurinn Josh Wardle hannaði leikinn og gaf hann út í október. Athygli hefur vakið að leikurinn er hýstur á mjög einfaldri síða, án allra auglýsinga. Leikurinn snýst um það að finna fimm stafa orð dagsins og hafa notendur alls sex tilraunir til þess. Fá notendur vísbendingar um hvort þeir hafi giskað á rétta stafi eða staðsetningu þeirra. Samkvæmt tilkynningu New York Times eru notendur leiksins yfir milljón talsins Þar kemur einnig fram að í það minnsta fyrst um sinn verði leikurinn ókeypis og opinn fyrir nýja sem reynslumeiri notendur. Í yfirlýsingu frá hönnuði leiksins segist hann hæstánægður með að hafa samið við New York Times um að blaðið myndi kaupa leikinn. Segir hann að leikurinn verði enn opinn og ókeypis eftir að hann verði færður yfir á vef New York Times. An update on Wordle pic.twitter.com/TmHd0AIRLX— Josh Wardle (@powerlanguish) January 31, 2022 Markmiðið með kaupunum er að sögn Times að komast nær markmiði blaðsins um að næla sér í tíu milljón áskrifendur fyrir árið 2025. Áskrifendur að blaðinu, veffjölmiðli og hinum ýmsu undirsíðum í eigu félagsins eru nú um 8,4 milljónir. New York Times hefur vaxið töluvert að undanförnu, ekki síst með kaupum á samkeppnisaðilum og öðrum fjölmiðlum, nú síðast í janúar þegar blaðið keypti íþróttamiðilinn The Athletic fyrir háar fjárhæðir. Fjölmiðlar Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt á vef blaðsins þar sem segir að kaupverðið sé „lág sjö talna upphæð,“ sem þýðir að orðaleikurinn var keyptur á minnst eina milljón dollara, eða um 130 milljónir íslenskra króna. Bandaríski hugbúnaðarverkfræðingurinn Josh Wardle hannaði leikinn og gaf hann út í október. Athygli hefur vakið að leikurinn er hýstur á mjög einfaldri síða, án allra auglýsinga. Leikurinn snýst um það að finna fimm stafa orð dagsins og hafa notendur alls sex tilraunir til þess. Fá notendur vísbendingar um hvort þeir hafi giskað á rétta stafi eða staðsetningu þeirra. Samkvæmt tilkynningu New York Times eru notendur leiksins yfir milljón talsins Þar kemur einnig fram að í það minnsta fyrst um sinn verði leikurinn ókeypis og opinn fyrir nýja sem reynslumeiri notendur. Í yfirlýsingu frá hönnuði leiksins segist hann hæstánægður með að hafa samið við New York Times um að blaðið myndi kaupa leikinn. Segir hann að leikurinn verði enn opinn og ókeypis eftir að hann verði færður yfir á vef New York Times. An update on Wordle pic.twitter.com/TmHd0AIRLX— Josh Wardle (@powerlanguish) January 31, 2022 Markmiðið með kaupunum er að sögn Times að komast nær markmiði blaðsins um að næla sér í tíu milljón áskrifendur fyrir árið 2025. Áskrifendur að blaðinu, veffjölmiðli og hinum ýmsu undirsíðum í eigu félagsins eru nú um 8,4 milljónir. New York Times hefur vaxið töluvert að undanförnu, ekki síst með kaupum á samkeppnisaðilum og öðrum fjölmiðlum, nú síðast í janúar þegar blaðið keypti íþróttamiðilinn The Athletic fyrir háar fjárhæðir.
Fjölmiðlar Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent