Í tilkynnigu frá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði segir að framboðsfrestur hafi runnið út 15. janúar síðastliðinn og hafi nú öll framboðin verið úrskurðuð gild.
Frambjóðendur eru eftirfarandi:
- Þórður Heimir Sveinsson, lögmaður
- Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður
- Bjarni Geir Lúðvíksson, framkvæmdastjóri
- Díana Björk Olsen, ráðgjafi og verkefnastjóri
- Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður
- Helga Ingólfsdóttir, bókari og bæjarfulltrúi
- Helga Björg Loftsdóttir, meistaranemi
- Hilmar Ingimundarson, viðskiptafræðingur
- Kristinn Andersen, verkfræðingur og forseti bæjarstjórnar
- Kristín María Thoroddsen, bæjarfulltrúi
- Lovísa Björg Traustadóttir, framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi
- Magnús Ægir Magnússon, rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi
- Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri
- Orri Björnsson, forstjóri og varabæjarfulltrúi
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð ellefu bæjarfulltrúum. Eftir kosningarnar 2018 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta ásamt Framsóknarflokknum og óháðum.