Norsku meistararnir fengu Svövu sem er laus úr franskri prísund Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2022 15:30 Svava Rós Guðmundsdóttir með Brann-treyjuna sem hún mun klæðast á komandi leiktíð. Brann.no Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir samning við norsku meistarana í Brann. Samningurinn gildir út þetta ár en er með möguleika á eins árs framlengingu. Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, kemur frítt til Brann eftir að hafa fengið samningi sínum við franska félagið Bordeaux rift. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux eftir að hafa svo til ekkert fengið að spila hjá liðinu undir stjórn þjálfarans Patrice Lair sem tók við liðinu í sumar, og ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava, sem er 26 ára, þekkir það að raða inn mörkum í Noregi en hún skoraði 18 mörk í 24 leikjum fyrir Röa árið 2018, áður en hún fór til Kristianstad og lék í sænsku úrvalsdeildinni í tvö ár og var svo eitt ár hjá Bordeaux. Hittir tvo liðsfélaga sem hún þekkir vel Hjá Brann hittir hún svo fyrir liðsfélaga sinn úr íslenska landsliðinu, Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. „Berglindi þekki ég mjög vel úr landsliðinu auk þess sem að við spiluðum saman með Breiðabliki á Íslandi. Ég þekki Therese Sessy Åsland líka vel frá því að ég var í Röa og Kristianstad. Það verður virkilega gott að spila með þeim báðum aftur,“ sagði Svava við heimasíðu Brann. Lengi verið með Svövu í sigtinu Svava lék sinn þrítugasta A-landsleik á Kýpur í nóvember og stefnir á EM í Englandi næsta sumar. Þjálfari Brann, Alexander Straus, fagnar því að hafa fengið svo öflugan leikmann í sínar raðir: „Það er ekkert launungarmál að við höfum verið á höttunum eftir sóknarmanni og við höfum lengi verið með Svövu í sigtinu. Hún var með nokkur góð tilboð en hafði mikinn áhuga á að spila fyrir okkur þegar við komum til sögunnar, sem ég tel að sé mjög jákvætt,“ sagði Straus. „Í Svövu fáum við leikmann með mikinn hraða, líkamlegan styrk og kraft til að hrista andstæðinga af sér. Hún mun klárlega gera okkur enn öflugri á komandi leiktíð,“ sagði Straus. Svava og nýju liðsfélagar hennar í Brann hefja leiktíðina í Noregi á leik gegn gamla liðinu hennar, Röa, 20. mars. Brann varð norskur meistari á síðustu leiktíð undir nafninu Sandviken. Norski boltinn Tengdar fréttir Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, kemur frítt til Brann eftir að hafa fengið samningi sínum við franska félagið Bordeaux rift. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux eftir að hafa svo til ekkert fengið að spila hjá liðinu undir stjórn þjálfarans Patrice Lair sem tók við liðinu í sumar, og ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava, sem er 26 ára, þekkir það að raða inn mörkum í Noregi en hún skoraði 18 mörk í 24 leikjum fyrir Röa árið 2018, áður en hún fór til Kristianstad og lék í sænsku úrvalsdeildinni í tvö ár og var svo eitt ár hjá Bordeaux. Hittir tvo liðsfélaga sem hún þekkir vel Hjá Brann hittir hún svo fyrir liðsfélaga sinn úr íslenska landsliðinu, Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. „Berglindi þekki ég mjög vel úr landsliðinu auk þess sem að við spiluðum saman með Breiðabliki á Íslandi. Ég þekki Therese Sessy Åsland líka vel frá því að ég var í Röa og Kristianstad. Það verður virkilega gott að spila með þeim báðum aftur,“ sagði Svava við heimasíðu Brann. Lengi verið með Svövu í sigtinu Svava lék sinn þrítugasta A-landsleik á Kýpur í nóvember og stefnir á EM í Englandi næsta sumar. Þjálfari Brann, Alexander Straus, fagnar því að hafa fengið svo öflugan leikmann í sínar raðir: „Það er ekkert launungarmál að við höfum verið á höttunum eftir sóknarmanni og við höfum lengi verið með Svövu í sigtinu. Hún var með nokkur góð tilboð en hafði mikinn áhuga á að spila fyrir okkur þegar við komum til sögunnar, sem ég tel að sé mjög jákvætt,“ sagði Straus. „Í Svövu fáum við leikmann með mikinn hraða, líkamlegan styrk og kraft til að hrista andstæðinga af sér. Hún mun klárlega gera okkur enn öflugri á komandi leiktíð,“ sagði Straus. Svava og nýju liðsfélagar hennar í Brann hefja leiktíðina í Noregi á leik gegn gamla liðinu hennar, Röa, 20. mars. Brann varð norskur meistari á síðustu leiktíð undir nafninu Sandviken.
Norski boltinn Tengdar fréttir Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38