Norsku meistararnir fengu Svövu sem er laus úr franskri prísund Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2022 15:30 Svava Rós Guðmundsdóttir með Brann-treyjuna sem hún mun klæðast á komandi leiktíð. Brann.no Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir samning við norsku meistarana í Brann. Samningurinn gildir út þetta ár en er með möguleika á eins árs framlengingu. Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, kemur frítt til Brann eftir að hafa fengið samningi sínum við franska félagið Bordeaux rift. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux eftir að hafa svo til ekkert fengið að spila hjá liðinu undir stjórn þjálfarans Patrice Lair sem tók við liðinu í sumar, og ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava, sem er 26 ára, þekkir það að raða inn mörkum í Noregi en hún skoraði 18 mörk í 24 leikjum fyrir Röa árið 2018, áður en hún fór til Kristianstad og lék í sænsku úrvalsdeildinni í tvö ár og var svo eitt ár hjá Bordeaux. Hittir tvo liðsfélaga sem hún þekkir vel Hjá Brann hittir hún svo fyrir liðsfélaga sinn úr íslenska landsliðinu, Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. „Berglindi þekki ég mjög vel úr landsliðinu auk þess sem að við spiluðum saman með Breiðabliki á Íslandi. Ég þekki Therese Sessy Åsland líka vel frá því að ég var í Röa og Kristianstad. Það verður virkilega gott að spila með þeim báðum aftur,“ sagði Svava við heimasíðu Brann. Lengi verið með Svövu í sigtinu Svava lék sinn þrítugasta A-landsleik á Kýpur í nóvember og stefnir á EM í Englandi næsta sumar. Þjálfari Brann, Alexander Straus, fagnar því að hafa fengið svo öflugan leikmann í sínar raðir: „Það er ekkert launungarmál að við höfum verið á höttunum eftir sóknarmanni og við höfum lengi verið með Svövu í sigtinu. Hún var með nokkur góð tilboð en hafði mikinn áhuga á að spila fyrir okkur þegar við komum til sögunnar, sem ég tel að sé mjög jákvætt,“ sagði Straus. „Í Svövu fáum við leikmann með mikinn hraða, líkamlegan styrk og kraft til að hrista andstæðinga af sér. Hún mun klárlega gera okkur enn öflugri á komandi leiktíð,“ sagði Straus. Svava og nýju liðsfélagar hennar í Brann hefja leiktíðina í Noregi á leik gegn gamla liðinu hennar, Röa, 20. mars. Brann varð norskur meistari á síðustu leiktíð undir nafninu Sandviken. Norski boltinn Tengdar fréttir Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, kemur frítt til Brann eftir að hafa fengið samningi sínum við franska félagið Bordeaux rift. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux eftir að hafa svo til ekkert fengið að spila hjá liðinu undir stjórn þjálfarans Patrice Lair sem tók við liðinu í sumar, og ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava, sem er 26 ára, þekkir það að raða inn mörkum í Noregi en hún skoraði 18 mörk í 24 leikjum fyrir Röa árið 2018, áður en hún fór til Kristianstad og lék í sænsku úrvalsdeildinni í tvö ár og var svo eitt ár hjá Bordeaux. Hittir tvo liðsfélaga sem hún þekkir vel Hjá Brann hittir hún svo fyrir liðsfélaga sinn úr íslenska landsliðinu, Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. „Berglindi þekki ég mjög vel úr landsliðinu auk þess sem að við spiluðum saman með Breiðabliki á Íslandi. Ég þekki Therese Sessy Åsland líka vel frá því að ég var í Röa og Kristianstad. Það verður virkilega gott að spila með þeim báðum aftur,“ sagði Svava við heimasíðu Brann. Lengi verið með Svövu í sigtinu Svava lék sinn þrítugasta A-landsleik á Kýpur í nóvember og stefnir á EM í Englandi næsta sumar. Þjálfari Brann, Alexander Straus, fagnar því að hafa fengið svo öflugan leikmann í sínar raðir: „Það er ekkert launungarmál að við höfum verið á höttunum eftir sóknarmanni og við höfum lengi verið með Svövu í sigtinu. Hún var með nokkur góð tilboð en hafði mikinn áhuga á að spila fyrir okkur þegar við komum til sögunnar, sem ég tel að sé mjög jákvætt,“ sagði Straus. „Í Svövu fáum við leikmann með mikinn hraða, líkamlegan styrk og kraft til að hrista andstæðinga af sér. Hún mun klárlega gera okkur enn öflugri á komandi leiktíð,“ sagði Straus. Svava og nýju liðsfélagar hennar í Brann hefja leiktíðina í Noregi á leik gegn gamla liðinu hennar, Röa, 20. mars. Brann varð norskur meistari á síðustu leiktíð undir nafninu Sandviken.
Norski boltinn Tengdar fréttir Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38