Róttækar breytingar á flestum heimilum Snorri Másson skrifar 1. febrúar 2022 23:30 Fjöldi heimila er ekki með allar nauðsynlegar tunnur. Vísir/Vilhelm Róttækra breytinga er að vænta á flokkun heimilissorps hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins með vorinu. Framvegis verða fjórar tunnur við hvert heimili og nú þarf almenningur að breyta sínum venjum, segir bæjarstjórinn í Garðabæ. Í fullkomnum heimi flokka allir pappír, plast og lífrænan úrgang og það sem ekki rúmast inni í þeim flokkum fer í almennt sorp. En á verulega mörgum heimilum landsins er þetta ekki hægt jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi. Þessu á að breyta með samræmdri sorphirðu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum og hugsanlegum útfærslum er lýst í myndbrotinu hér að neðan: Hið opinbera mun nefnilega útvega tvískiptar tunnur þar sem þeirra er þörf. Þannig er þetta fyrirkomulag einn möguleiki við sérbýli. Ein hólfaskipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang og önnur fyrir pappír og plast. Eftir því sem plássið er meira má bæta við tunnu. Í fjölbýli tekur stærð og fjöldi íláta auðvitað mið af fjölda íbúða en alltaf verða fjórir meginstraumarnir í boði. „Almenningur þarf að breyta sínum venjum. Sumir eru komnir býsna langt í þessu, sérstaklega unga fólkið, það er erfiðara með svona hunda eins og mig og fleiri að fara inn í þetta. En við þurfum líka að huga að því hvernig breytingarnar byrja inni á heimilinu. Eldhúsinnréttingar hafa ekkert endilega verið að gera ráð fyrir fjórum flokkum þar. Þannig að það er að mörgu að hyggja,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Á meðal annarra nýjunga eru sérstakir bréfpokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang, sem er gert ráð fyrir að sveitarfélögin útvegi íbúum að kostnaðarlausu. Pokarnir eru aftur á móti taldir munu kosta sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu um 260 milljónir á ári. Reiknað er með að afhenda hverju heimili um 60 poka í einu og miðað við notkun á slíkum pokum í Mölndal í Svíþjóð dugir það magn hverju heimili í u.þ.b. 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu eru 91.189 heimili sem að meðaltali þurfa 0,66 poka á dag. Bæjarstjórinn kvíðir því ekki að fólk taki illa í breytingarnar, enda liggi þær raunar þegar í loftinu. „Við erum að stíga þarna með þessu og þeirri viljayfirlýsingu sem kemur í kjölfarið eftir umræðu í sveitarfélögum að stíga mjög stórt skref inn í framtíðina. Þetta er umhverfismál í mjög víðu samhengi, stórmál fyrir höfuðborgarsvæðið og þess vegna fyrir Ísland allt,“ segir Gunnar. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Í fullkomnum heimi flokka allir pappír, plast og lífrænan úrgang og það sem ekki rúmast inni í þeim flokkum fer í almennt sorp. En á verulega mörgum heimilum landsins er þetta ekki hægt jafnvel þó viljinn sé fyrir hendi. Þessu á að breyta með samræmdri sorphirðu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum og hugsanlegum útfærslum er lýst í myndbrotinu hér að neðan: Hið opinbera mun nefnilega útvega tvískiptar tunnur þar sem þeirra er þörf. Þannig er þetta fyrirkomulag einn möguleiki við sérbýli. Ein hólfaskipt tunna fyrir almennt sorp og lífrænan úrgang og önnur fyrir pappír og plast. Eftir því sem plássið er meira má bæta við tunnu. Í fjölbýli tekur stærð og fjöldi íláta auðvitað mið af fjölda íbúða en alltaf verða fjórir meginstraumarnir í boði. „Almenningur þarf að breyta sínum venjum. Sumir eru komnir býsna langt í þessu, sérstaklega unga fólkið, það er erfiðara með svona hunda eins og mig og fleiri að fara inn í þetta. En við þurfum líka að huga að því hvernig breytingarnar byrja inni á heimilinu. Eldhúsinnréttingar hafa ekkert endilega verið að gera ráð fyrir fjórum flokkum þar. Þannig að það er að mörgu að hyggja,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Á meðal annarra nýjunga eru sérstakir bréfpokar fyrir lífrænan eldhúsúrgang, sem er gert ráð fyrir að sveitarfélögin útvegi íbúum að kostnaðarlausu. Pokarnir eru aftur á móti taldir munu kosta sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu um 260 milljónir á ári. Reiknað er með að afhenda hverju heimili um 60 poka í einu og miðað við notkun á slíkum pokum í Mölndal í Svíþjóð dugir það magn hverju heimili í u.þ.b. 3 mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu eru 91.189 heimili sem að meðaltali þurfa 0,66 poka á dag. Bæjarstjórinn kvíðir því ekki að fólk taki illa í breytingarnar, enda liggi þær raunar þegar í loftinu. „Við erum að stíga þarna með þessu og þeirri viljayfirlýsingu sem kemur í kjölfarið eftir umræðu í sveitarfélögum að stíga mjög stórt skref inn í framtíðina. Þetta er umhverfismál í mjög víðu samhengi, stórmál fyrir höfuðborgarsvæðið og þess vegna fyrir Ísland allt,“ segir Gunnar.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira