Maðurinn sem hélt Ómari Inga út úr úrvalsliði EM spilar ekki næsta hálfa árið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 08:30 Það er oft mjög erfitt að stoppa Mathias Gidsel og þá grípa menn til þeirra örþrifaráða að toga í treyjuna. AP/Anna Szilagyi Mathias Gidsel átti frábært Evrópumót með danska handboltalandsliðinu og svo gott að hann kom í veg fyrir að Ómar Ingi Magnússon, markakóngur EM, komst ekki í úrvalslið mótsins. Mótið endaði hins vegar ekki vel fyrir Gidsel. Gidsel meiddist strax í upphafi leiksins um bronsið og kom ekkert meira við sögu. Hann hélt sárþjáður um hné sitt og fréttirnar af meiðslum hans eru eins slæmar og óttast var í fyrstu. Gidsel spilar hjá GOG með Viktori Gísla Hallgrímssyni sem var í úrvalsliði mótsins eins of Daninn. Gidsel spilar sem örvhent skytta og hélt Ómari Inga Magnússyni, markakóngi EM, út úr úrvalsliðinu. GOG sagði frá þeim skelfilegum fréttum að Gidsel hafi slitið aftara krossbandið sitt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður frá í fjóra til sex mánuði. Hinn 22 ára gamli leikmaður er þegar orðinn stórstjarna í handboltanum og átti mikinn þátt í því að danska landsliðið vann þrenn verðlaun á einu ári, gull á HM 2021, silfur á ÓL 2021 og brons á EM 2022. Mathias Gidsel var frábær á öllum þessum mótum, í úrvalsliðinu á HM 2021 og EM 2022 auk þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum. Á þessum EM var hann með 37 mörk og klikkaði aðeins á fjórum skotum allt mótið. Imponerende tall av Gidsel, men den fremstillingen... https://t.co/nCRvhoSyZt pic.twitter.com/ad4Di0EKt3— Christian Sørensen (@StevieY82) January 31, 2022 Hann gaf líka 35 stoðsendingar á mótinu en í sigurleiknum á móti Íslandi var Gidsel með níu mörk úr níu skotum og gaf 10 stoðsendingar að auki. „Auðvitað er ég mjög leiður yfir þessu. Við erum á miðju frábæru tímabili með GOG og það voru margir spennandi leikir á næstunni. Það er óheppilegt að ég geti ekki verið með í þeim. Núna vil ég einbeita mér að því að ná mér hundrað prósent og vinna í því að styrkja hnéð á ný,“ sagði Mathias Gidsel í fréttatilkynningu GOG. Þetta er síðasta tímabil með Mathias Gidsel með GOG og líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir danska félagið. Á næsta tímabili gengur hann til liðs við Füchse Berlin í þýsku bundesligunni. #Tokyo2020 MVP and now #ehfeuro2022 All-star Team Right Back... Gidsel is simply pic.twitter.com/B3mXj1a6xi— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Gidsel meiddist strax í upphafi leiksins um bronsið og kom ekkert meira við sögu. Hann hélt sárþjáður um hné sitt og fréttirnar af meiðslum hans eru eins slæmar og óttast var í fyrstu. Gidsel spilar hjá GOG með Viktori Gísla Hallgrímssyni sem var í úrvalsliði mótsins eins of Daninn. Gidsel spilar sem örvhent skytta og hélt Ómari Inga Magnússyni, markakóngi EM, út úr úrvalsliðinu. GOG sagði frá þeim skelfilegum fréttum að Gidsel hafi slitið aftara krossbandið sitt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður frá í fjóra til sex mánuði. Hinn 22 ára gamli leikmaður er þegar orðinn stórstjarna í handboltanum og átti mikinn þátt í því að danska landsliðið vann þrenn verðlaun á einu ári, gull á HM 2021, silfur á ÓL 2021 og brons á EM 2022. Mathias Gidsel var frábær á öllum þessum mótum, í úrvalsliðinu á HM 2021 og EM 2022 auk þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum. Á þessum EM var hann með 37 mörk og klikkaði aðeins á fjórum skotum allt mótið. Imponerende tall av Gidsel, men den fremstillingen... https://t.co/nCRvhoSyZt pic.twitter.com/ad4Di0EKt3— Christian Sørensen (@StevieY82) January 31, 2022 Hann gaf líka 35 stoðsendingar á mótinu en í sigurleiknum á móti Íslandi var Gidsel með níu mörk úr níu skotum og gaf 10 stoðsendingar að auki. „Auðvitað er ég mjög leiður yfir þessu. Við erum á miðju frábæru tímabili með GOG og það voru margir spennandi leikir á næstunni. Það er óheppilegt að ég geti ekki verið með í þeim. Núna vil ég einbeita mér að því að ná mér hundrað prósent og vinna í því að styrkja hnéð á ný,“ sagði Mathias Gidsel í fréttatilkynningu GOG. Þetta er síðasta tímabil með Mathias Gidsel með GOG og líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir danska félagið. Á næsta tímabili gengur hann til liðs við Füchse Berlin í þýsku bundesligunni. #Tokyo2020 MVP and now #ehfeuro2022 All-star Team Right Back... Gidsel is simply pic.twitter.com/B3mXj1a6xi— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022
EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira