Skortur kemur enn niður á framleiðslu PS5 Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2022 10:50 Framleiðsla PS5 hefur gengið töluvert hægar en framleiðsla PS4 gerði á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Sony eiga enn í vandræðum við að framleiða nægjanlegt magn PlayStation 5 leikjatölva. Um 3,3 milljónir tölva voru seldar síðasta ársfjórðungi 2021 og í heild hefur Sony selt 17,3 milljónir leikjatölva frá því þær komu fyrst á markað. Á sama tíma eftir útgáfu PlayStation 4 hafði Sony framleitt og selt 20,2 milljónir tölva. Í ársfjórðungsuppgjöri Sony kemur fram að tekjur leikjadeildar fyrirtækisins lækkuðu milli ára, úr um 7,7 milljörðum dala árið 2020 í um 7,1 milljarð í fyrra. Samkvæmt frétt Engadget hækkaði hagnaður leikadeildarinnar þó þar sem Sony tapar í raun peningum á hverri seldri leikjatölvu. Hiroki Totoki, fjármálastjóri Sony, sagði í kjölfar birtingar uppgjörsins að eftirspurn eftir PS5-leikjatölvum væri mikil. Skortur á aðföngum og hlutum í tölvurnar eins og tölvuflögum kæmi þó niður á framleiðslunni. Forsvarsmenn Sony búast við að þessi vandi lagist ekki í bráð. Skorturinn á hálfleiðurum hefur komið niður á fjölmörgum fyrirtækjum í fjölmörgum geirum iðnaðar á undanförnum mánuðum. Bílaframleiðendur og tæknifyrirtæki hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á skortinum. Forsvarsmenn Sony hafa lækkað framleiðslumarkmið sín fyrir yfirstandandi fjárhagsár (sem hefst í apríl) úr 14,8 milljónum leikjatölva í 11,5 milljónir. Ekki er langt síðan markmiðið var lækkað úr sextán milljónum í 14,8. Sjá einnig: Hægja á framleiðslu PS5 vegna skorts Leikjadeild Sony er helsta tekjulind fyrirtækisins en þaðan kom um fjórðungur tekna og hagnaðar fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi. Forsvarsmenn fyrirtækisins hækkuð þó hagnaðarspá þeirra fyrir uppgjörsárið um heil fimmtán prósent vegna gífurlegrar velgengni nýjustu kvikmyndarinnar um Spider-Man. Reuters fréttaveitan segir að tekjur kvikmyndadeildar Sony hafi sjöfaldast milli ára og þá að miklu leyti vegna kvikmyndarinnar sem heitir Spider-Man: No Way Home. Sony Leikjavísir Tengdar fréttir Sony kaupir leikjarisann Bungie Raftækjafyrirtækið Sony hefur nú keypt leikjarisann Bungie, en fyrirtækið er þekktast fyrir leikina Halo og Destiny. Samningurinn hljóðar upp á 3,6 milljarða bandaríkjadala eða rúmlega 460 milljarða íslenskra króna. 31. janúar 2022 19:29 Búast við því að Microsoft haldi leikjum aðgengilegum í PlayStation Forsvarsmenn Sony, framleiðendur PlayStation leikjatölvunnar, segjast búast við því að Microsoft muni standa við samninga og tryggja áfram að tölvuleikir Activision Blizzard verði áfram aðgengilegir á PlayStation. 20. janúar 2022 11:41 Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Miklar vendingar urðu á markaði leikjaframleiðenda í gær þegar Microsoft opinberaði að búið væri að skrifa undir samkomulag um að tæknirisinn myndi kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Microsoft var þegar meðal stærstu leikjafyrirtækja heims og það var AB sömuleiðis. 19. janúar 2022 16:29 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á sama tíma eftir útgáfu PlayStation 4 hafði Sony framleitt og selt 20,2 milljónir tölva. Í ársfjórðungsuppgjöri Sony kemur fram að tekjur leikjadeildar fyrirtækisins lækkuðu milli ára, úr um 7,7 milljörðum dala árið 2020 í um 7,1 milljarð í fyrra. Samkvæmt frétt Engadget hækkaði hagnaður leikadeildarinnar þó þar sem Sony tapar í raun peningum á hverri seldri leikjatölvu. Hiroki Totoki, fjármálastjóri Sony, sagði í kjölfar birtingar uppgjörsins að eftirspurn eftir PS5-leikjatölvum væri mikil. Skortur á aðföngum og hlutum í tölvurnar eins og tölvuflögum kæmi þó niður á framleiðslunni. Forsvarsmenn Sony búast við að þessi vandi lagist ekki í bráð. Skorturinn á hálfleiðurum hefur komið niður á fjölmörgum fyrirtækjum í fjölmörgum geirum iðnaðar á undanförnum mánuðum. Bílaframleiðendur og tæknifyrirtæki hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á skortinum. Forsvarsmenn Sony hafa lækkað framleiðslumarkmið sín fyrir yfirstandandi fjárhagsár (sem hefst í apríl) úr 14,8 milljónum leikjatölva í 11,5 milljónir. Ekki er langt síðan markmiðið var lækkað úr sextán milljónum í 14,8. Sjá einnig: Hægja á framleiðslu PS5 vegna skorts Leikjadeild Sony er helsta tekjulind fyrirtækisins en þaðan kom um fjórðungur tekna og hagnaðar fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi. Forsvarsmenn fyrirtækisins hækkuð þó hagnaðarspá þeirra fyrir uppgjörsárið um heil fimmtán prósent vegna gífurlegrar velgengni nýjustu kvikmyndarinnar um Spider-Man. Reuters fréttaveitan segir að tekjur kvikmyndadeildar Sony hafi sjöfaldast milli ára og þá að miklu leyti vegna kvikmyndarinnar sem heitir Spider-Man: No Way Home.
Sony Leikjavísir Tengdar fréttir Sony kaupir leikjarisann Bungie Raftækjafyrirtækið Sony hefur nú keypt leikjarisann Bungie, en fyrirtækið er þekktast fyrir leikina Halo og Destiny. Samningurinn hljóðar upp á 3,6 milljarða bandaríkjadala eða rúmlega 460 milljarða íslenskra króna. 31. janúar 2022 19:29 Búast við því að Microsoft haldi leikjum aðgengilegum í PlayStation Forsvarsmenn Sony, framleiðendur PlayStation leikjatölvunnar, segjast búast við því að Microsoft muni standa við samninga og tryggja áfram að tölvuleikir Activision Blizzard verði áfram aðgengilegir á PlayStation. 20. janúar 2022 11:41 Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Miklar vendingar urðu á markaði leikjaframleiðenda í gær þegar Microsoft opinberaði að búið væri að skrifa undir samkomulag um að tæknirisinn myndi kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Microsoft var þegar meðal stærstu leikjafyrirtækja heims og það var AB sömuleiðis. 19. janúar 2022 16:29 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sony kaupir leikjarisann Bungie Raftækjafyrirtækið Sony hefur nú keypt leikjarisann Bungie, en fyrirtækið er þekktast fyrir leikina Halo og Destiny. Samningurinn hljóðar upp á 3,6 milljarða bandaríkjadala eða rúmlega 460 milljarða íslenskra króna. 31. janúar 2022 19:29
Búast við því að Microsoft haldi leikjum aðgengilegum í PlayStation Forsvarsmenn Sony, framleiðendur PlayStation leikjatölvunnar, segjast búast við því að Microsoft muni standa við samninga og tryggja áfram að tölvuleikir Activision Blizzard verði áfram aðgengilegir á PlayStation. 20. janúar 2022 11:41
Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum Miklar vendingar urðu á markaði leikjaframleiðenda í gær þegar Microsoft opinberaði að búið væri að skrifa undir samkomulag um að tæknirisinn myndi kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Microsoft var þegar meðal stærstu leikjafyrirtækja heims og það var AB sömuleiðis. 19. janúar 2022 16:29