Öfgar Þórarinn Hjartarson skrifar 2. febrúar 2022 14:00 Alla jafna tengjum við öfgahópa við slæma hluti. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik. Efasemdir eru álitnar sem bakslag, óþæginlegar uppákomur og þversagnir eru kveðnar í kútinn. Í bók sinni The Captive Mind ræðir Czesław Miłosz um slíkar aðstæður. Miłosz notar orðið Ketman til þess að lýsa þankagangi þeirra sem lifa við stjórn öfgaafla. Hugtakið er keimlíkt tvíhugsun (e. Double-think) Orwells en ekki að öllu leyti. Ketman lýsir Miłosz sem nýjum trúarbrögðum en samtímis bjargráði sem iðkað er til þess eins að halda lífi. Ógnarstjórn öfgaaflanna þarf ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið. Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir. Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu. Öfgahópar eru mein. Í umræðum má heyra að öfgahópar ýti samfélaginu í rétta átt. Það er ekki rétt. Undanfarna áratugi hefur staða ýmissa hópa og samfélagið í heild tekið stór skref fram á við á mörgum sviðum. Þann árangur er ekki hægt að eigna öfgafólki sem telur sig hafa fundið hinn heilaga sannleik, kæfir niður umræðu og heldur samborgurum sínum í siðferðislegri sjálfheldu með sinni ógnarstjórn. Baráttufólk síðustu áratuga fyrir hvers kyns réttindum nýtti sér umræðuvettvanginn til þess að benda á tvískinnung og óréttlæti. Slíkt skortir í dag. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Alla jafna tengjum við öfgahópa við slæma hluti. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik. Efasemdir eru álitnar sem bakslag, óþæginlegar uppákomur og þversagnir eru kveðnar í kútinn. Í bók sinni The Captive Mind ræðir Czesław Miłosz um slíkar aðstæður. Miłosz notar orðið Ketman til þess að lýsa þankagangi þeirra sem lifa við stjórn öfgaafla. Hugtakið er keimlíkt tvíhugsun (e. Double-think) Orwells en ekki að öllu leyti. Ketman lýsir Miłosz sem nýjum trúarbrögðum en samtímis bjargráði sem iðkað er til þess eins að halda lífi. Ógnarstjórn öfgaaflanna þarf ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið. Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir. Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu. Öfgahópar eru mein. Í umræðum má heyra að öfgahópar ýti samfélaginu í rétta átt. Það er ekki rétt. Undanfarna áratugi hefur staða ýmissa hópa og samfélagið í heild tekið stór skref fram á við á mörgum sviðum. Þann árangur er ekki hægt að eigna öfgafólki sem telur sig hafa fundið hinn heilaga sannleik, kæfir niður umræðu og heldur samborgurum sínum í siðferðislegri sjálfheldu með sinni ógnarstjórn. Baráttufólk síðustu áratuga fyrir hvers kyns réttindum nýtti sér umræðuvettvanginn til þess að benda á tvískinnung og óréttlæti. Slíkt skortir í dag. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun