Ákærðir fyrir að selja Wire-leikara banvæna blöndu fíkniefna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2022 22:02 Michael K. Williams var helst þekktur fyrir leik sinn í The Wire. David Livingston/Getty Images Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát leikarans Michael K. Williams. Mennirnir eru grunaðir um að hafa selt Williams banvæna blöndu fentanýls og heróíns. Frændi Williams kom að honum meðvitundarlausum á heimili leikarans í New York 6. september. Williams var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Hann var 54 ára gamall. Niðurstaða réttarmeinafræðingsins var að dauði Williams hefði verið slys. Hann hefði tekið inn of stóran skammt af blöndu kókaíns, heróíns og ópíóíðalyfinu fentanýl. Í frétt New York Times um málið segir að búið sé að ákæra menninna vegna málsins. Þeir hafi meðal annars haldið áfram að selja hina banvænu blöndu eftir að Williams lést, vitandi það að hann hafi látist eftir að keypt efnin af þeim. Williams hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á persónu Omars Little, samkynhneigðs glæpamanns sem sérhæfði sig í að ræna fíkniefnasala, í „The Wire“ sem fjölluðu um samfélagið í Baltimore-borg út frá mörgum hliðum. Þættirnir voru meðal annars í uppáhaldi hjá Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, og var Omar uppáhaldspersóna hans í þáttunum. Leikarinn hafði átt í fíknivanda í gegnum tíðina. Í viðtali árið 2012 sagðist hann hafa verið í neyslu þegar hann lék í „The Wire“ en að hann neytti ekki sterkari efna en kókaíns og maríjúana. „Ég lék mér að eldinum. Það var bara tímaspursmál hvenær ég yrði gripinn og mál mín enduðu á forsíðu slúðurblaðs eða ég lenti í fangelsi, eða enn verra, að það yrði mér að bana,“ sagði Williams þá. Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Andhetjan úr „The Wire“ látin Michael K. Williams, bandaríski leikarinn hvers stjarna reis hæst í þáttunum „The Wire“, fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag. Hann var 54 ára gamall. 6. september 2021 21:06 Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Frændi Williams kom að honum meðvitundarlausum á heimili leikarans í New York 6. september. Williams var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Hann var 54 ára gamall. Niðurstaða réttarmeinafræðingsins var að dauði Williams hefði verið slys. Hann hefði tekið inn of stóran skammt af blöndu kókaíns, heróíns og ópíóíðalyfinu fentanýl. Í frétt New York Times um málið segir að búið sé að ákæra menninna vegna málsins. Þeir hafi meðal annars haldið áfram að selja hina banvænu blöndu eftir að Williams lést, vitandi það að hann hafi látist eftir að keypt efnin af þeim. Williams hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á persónu Omars Little, samkynhneigðs glæpamanns sem sérhæfði sig í að ræna fíkniefnasala, í „The Wire“ sem fjölluðu um samfélagið í Baltimore-borg út frá mörgum hliðum. Þættirnir voru meðal annars í uppáhaldi hjá Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, og var Omar uppáhaldspersóna hans í þáttunum. Leikarinn hafði átt í fíknivanda í gegnum tíðina. Í viðtali árið 2012 sagðist hann hafa verið í neyslu þegar hann lék í „The Wire“ en að hann neytti ekki sterkari efna en kókaíns og maríjúana. „Ég lék mér að eldinum. Það var bara tímaspursmál hvenær ég yrði gripinn og mál mín enduðu á forsíðu slúðurblaðs eða ég lenti í fangelsi, eða enn verra, að það yrði mér að bana,“ sagði Williams þá.
Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Andhetjan úr „The Wire“ látin Michael K. Williams, bandaríski leikarinn hvers stjarna reis hæst í þáttunum „The Wire“, fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag. Hann var 54 ára gamall. 6. september 2021 21:06 Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Andhetjan úr „The Wire“ látin Michael K. Williams, bandaríski leikarinn hvers stjarna reis hæst í þáttunum „The Wire“, fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag. Hann var 54 ára gamall. 6. september 2021 21:06
Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47