Ragnar sendi frá sér stutta yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni nú rétt í þessu:
„Mér þykir ákaflega sárt að lesa lýsingar barnsmóður minnar í viðtali við Vikuna en ég tel ekki rétt að úttala mig um mína hlið í fjölmiðlum. Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“
Barnsmóðir Ragnars er Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, en á vef DV í gær var greint frá því að hún segi af „andlegu og líkamlegu ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns í nýjasta tölublaði Vikunnar.“
Þar segir að téð tölublað tímaritsins komi út með formlegum hætti í dag en samkvæmt heimildum DV barst ritstjórn Vikunnar bréf frá lögmanni Ragnars, Gunnari Inga Jóhannssyni hjá MAGNA lögmönnum, þar sem hótað var lögsókn ef viðtalið yrði birt.