Það skiptir máli hver stjórnar Eva Magnúsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 11:01 Þann 5. febrúar næstkomandi ganga Sjálfstæðismenn að kjörborðinu og velja fólk sem stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það eru forréttindi fyrir flokkinn að geta valið úr svo miklum fjölda af hæfileikaríku fólki sem vill vinna fyrir bæinn okkar. Ein þeirra er Kolbrún Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi til margra ára, lýðheilsufræðingur með menntun í stjórnun menningarstofnana, kennari, núverandi formaður fræðslunefndar og fyrrverandi formaður fjölskyldunefndar. Þessi mikla menntun og reynsla í farteskinu gerir Kolbrúnu hæfasta til þess að leiða þann lista sem Sjálfstæðismenn munu tefla fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Auk mikillar og fjölbreyttrar menntunar þá er reynsla af því að takast á við fjölbreytta málaflokka og takast á við stjórnsýsluna mikilvæg þeim sem ætla sér að vera leiðandi í bæjarfélagi eins og Mossfellsbæ. Skýr framtíðarsýn, metnaður, eldmóður og rótgróin væntumþykja fyrir bænum eru hennar leiðarljós og ég held að mörg okkar deili þeirri framtíðarsýn sem Kolbrún hefur teiknað upp fyrir Mosfellsbæ. Eða svo notuð séu hennar orð: „Framtíðartækifærin felast í sterkri tengingu við náttúruna og er Mosfellsbær þar fremstur í flokki sveitarfélaga hvað þau tækifæri varðar. Tækifæri í sjálfbærri matvælaframleiðslu og grænni nýsköpun er hér allt í kringum okkur og er draumurinn að í Mosfellssbæ verði byggður upp öflugur bændamarkaður í bland við matarupplifun í jafnvel mathöll sem enga á sér líka. Matarupplifun í bland við menningu og listir er eftirsóknarverð upplifun fyrir alla fjölskylduna." Þetta er framtíð sem ég vil fyrir Mosfellsbæ. Ef við sem trúum því að Mosfellsbær sé bærinn þar sem við ætlum að ala upp börnin okkar og byggja upp okkar líf í sátt og samlyndi við náttúruna þá er Kolbrún rétti kosturinn. Þegar fólk sem hefur lengi verið við stjórnvölinn ákveður að hætta skapast rými fyrir aðra að komast að. Þegar Haraldur ákvað að bjóða sig ekki fram sem oddvita flokksins eftir að hafa leitt Mosfellsbæ í gegnum gríðarlega stækkun, þróun og uppbyggingu, skapaðist svigrúm fyrir aðra að bjóða sig fram til verksins. Framboð til oddvita flokkisns þýðir þó alls ekki að við séum að velja okkur bæjarstjóra, þvert á móti, í þessu prófkjöri erum við að velja um hver verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hvort sigurvegarinn verður bæjarstjóraefni er síðari tíma ákvörðun alls listans og kallar fyrst og fremst á að Sjálfstæðismenn sigri kosningarnar í vor. Ég hvet alla Sjálfstæðismenn til þess að taka þátt í prófkjörinu og velja þann aðila til forystu sem hefur mikla reynslu og hefur tekið þátt í að byggja upp Mosfellsbæ frá 2010 með ábyrga fjármálastjórn að leiðarljósi. Kolbrún hefur skýra framtíðarsýn og vill byggja upp græna atvinnuvegi í Mosfellsbæ þar sem náttúran nær að blómstra í sátt og samlyndi við íbúana. Hún hefur tekið þátt í að byggja upp skóla og tómstundir þar sem börnin okkar njóta bestu menntunar og tómstunda sem völ er á. Kolbrún er leiðtogi framtíðarinnar fyrir Mosfellssbæ, á því leikur enginn vafi. Höfundur er ráðgjafi og fyrrverandi formaður fræðslunefndar og varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 5. febrúar næstkomandi ganga Sjálfstæðismenn að kjörborðinu og velja fólk sem stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það eru forréttindi fyrir flokkinn að geta valið úr svo miklum fjölda af hæfileikaríku fólki sem vill vinna fyrir bæinn okkar. Ein þeirra er Kolbrún Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi til margra ára, lýðheilsufræðingur með menntun í stjórnun menningarstofnana, kennari, núverandi formaður fræðslunefndar og fyrrverandi formaður fjölskyldunefndar. Þessi mikla menntun og reynsla í farteskinu gerir Kolbrúnu hæfasta til þess að leiða þann lista sem Sjálfstæðismenn munu tefla fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Auk mikillar og fjölbreyttrar menntunar þá er reynsla af því að takast á við fjölbreytta málaflokka og takast á við stjórnsýsluna mikilvæg þeim sem ætla sér að vera leiðandi í bæjarfélagi eins og Mossfellsbæ. Skýr framtíðarsýn, metnaður, eldmóður og rótgróin væntumþykja fyrir bænum eru hennar leiðarljós og ég held að mörg okkar deili þeirri framtíðarsýn sem Kolbrún hefur teiknað upp fyrir Mosfellsbæ. Eða svo notuð séu hennar orð: „Framtíðartækifærin felast í sterkri tengingu við náttúruna og er Mosfellsbær þar fremstur í flokki sveitarfélaga hvað þau tækifæri varðar. Tækifæri í sjálfbærri matvælaframleiðslu og grænni nýsköpun er hér allt í kringum okkur og er draumurinn að í Mosfellssbæ verði byggður upp öflugur bændamarkaður í bland við matarupplifun í jafnvel mathöll sem enga á sér líka. Matarupplifun í bland við menningu og listir er eftirsóknarverð upplifun fyrir alla fjölskylduna." Þetta er framtíð sem ég vil fyrir Mosfellsbæ. Ef við sem trúum því að Mosfellsbær sé bærinn þar sem við ætlum að ala upp börnin okkar og byggja upp okkar líf í sátt og samlyndi við náttúruna þá er Kolbrún rétti kosturinn. Þegar fólk sem hefur lengi verið við stjórnvölinn ákveður að hætta skapast rými fyrir aðra að komast að. Þegar Haraldur ákvað að bjóða sig ekki fram sem oddvita flokksins eftir að hafa leitt Mosfellsbæ í gegnum gríðarlega stækkun, þróun og uppbyggingu, skapaðist svigrúm fyrir aðra að bjóða sig fram til verksins. Framboð til oddvita flokkisns þýðir þó alls ekki að við séum að velja okkur bæjarstjóra, þvert á móti, í þessu prófkjöri erum við að velja um hver verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hvort sigurvegarinn verður bæjarstjóraefni er síðari tíma ákvörðun alls listans og kallar fyrst og fremst á að Sjálfstæðismenn sigri kosningarnar í vor. Ég hvet alla Sjálfstæðismenn til þess að taka þátt í prófkjörinu og velja þann aðila til forystu sem hefur mikla reynslu og hefur tekið þátt í að byggja upp Mosfellsbæ frá 2010 með ábyrga fjármálastjórn að leiðarljósi. Kolbrún hefur skýra framtíðarsýn og vill byggja upp græna atvinnuvegi í Mosfellsbæ þar sem náttúran nær að blómstra í sátt og samlyndi við íbúana. Hún hefur tekið þátt í að byggja upp skóla og tómstundir þar sem börnin okkar njóta bestu menntunar og tómstunda sem völ er á. Kolbrún er leiðtogi framtíðarinnar fyrir Mosfellssbæ, á því leikur enginn vafi. Höfundur er ráðgjafi og fyrrverandi formaður fræðslunefndar og varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar