Leit frestað til tíu í fyrramálið Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 4. febrúar 2022 06:26 Leit verður haldið áfram inn í kvöldið þrátt fyrir niðamyrkur. Vísir/Vilhelm Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. Þetta vitum við um málið: Flugmaðurinn heitir Haraldur Diego. Hann er tæplega fimmtugur, reynslumikill flugmaður og hefur getið sér gott orð fyrir útsýnisflug með erlenda ferðamenn Flugvélin er af gerðinni Cessna 172 N með skráningarnúmerið TF-ABB Einn erlendu ferðamannanna er frá Bandaríkjunum, annar frá Hollandi og sá þriðji búsettur í Belgíu. Þeir tilheyra stærri hópi ferðamanna sem Rauði krossinn hefur veitt áfallahjálp Leitarsvæðið hefur þrengst og er nú aðallega leitað í og við sunnanvert Þingvallavatn Olíubrák hefur sést á vatninu og var sýni tekið og sent til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er myndefni úr eftirlitsmyndavélum nærliggjandi sumarbústaða til skoðunar Hundruð björgunarsveitarmanna hafa komið að leitinni og sömuleiðis íslenskir flugmenn sem hafa lagt hönd á plóg Leit verður frestað frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 10 í fyrramálið Fylgst er með gangi mála við leitina í vaktinni að neðan.
Þetta vitum við um málið: Flugmaðurinn heitir Haraldur Diego. Hann er tæplega fimmtugur, reynslumikill flugmaður og hefur getið sér gott orð fyrir útsýnisflug með erlenda ferðamenn Flugvélin er af gerðinni Cessna 172 N með skráningarnúmerið TF-ABB Einn erlendu ferðamannanna er frá Bandaríkjunum, annar frá Hollandi og sá þriðji búsettur í Belgíu. Þeir tilheyra stærri hópi ferðamanna sem Rauði krossinn hefur veitt áfallahjálp Leitarsvæðið hefur þrengst og er nú aðallega leitað í og við sunnanvert Þingvallavatn Olíubrák hefur sést á vatninu og var sýni tekið og sent til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er myndefni úr eftirlitsmyndavélum nærliggjandi sumarbústaða til skoðunar Hundruð björgunarsveitarmanna hafa komið að leitinni og sömuleiðis íslenskir flugmenn sem hafa lagt hönd á plóg Leit verður frestað frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 10 í fyrramálið Fylgst er með gangi mála við leitina í vaktinni að neðan.
Fréttir af flugi Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08