Diaa al-Sayed, aðstoðarþjálfari Egypta, mætti á blaðamannafundinn eftir leikinn og vildi að úrslitaleikurinn yrði frestað um einn dag.
Leikurinn á að fara fram á sunnudaginn en Egyptar vilja að hann fari fram á mánudaginn.
Africa Cup of Nations: Egypt coach wants final day against Senegal moved https://t.co/0l7fdNATXU
— Reuben Abati (@abati1990) February 4, 2022
Leikurinn í gær fór alla leið í vítaspyrnukeppni en Senegal kláraði sinn undanúrslitaleik í venjulegum leiktíma og það meira en sólarhring áður.
„Ég ætla að biðja afríska knattspyrnusambandið um að úrslitaleikurinn verði spilaður á mánudaginn,“ sagði Diaa al-Sayed.
„Senegal fær einum degi meira til að jafna sig eftir sinn leik,“ sagði Diaa.
Ástæðan fyrir að aðstoðarþjálfarinn mætti á fundinn var sú að aðalþjálfarinn Carlos Queiroz hafði fengið rauða spjaldið í leiknum.
Árið 2019 fóru báðir undanúrslitaleikirnir fram á sama degi.
Í úrslitaleiknum í ár mætast meðal annars Liverpool mennirnir Mohamed Salah (Egyptaland) og Sadio Mané (Senegal) en fari leikurinn fram á mánudaginn þá mun það auðvitað seinka komu þeirra aftur til England.