Stjórnvöld kynda verðbólgubálið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2022 11:01 Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum. Þannig eru meðalvextir í Bretlandi og Bandaríkjunum 0,25% og stendur ekki til að hækka þá samkvæmt nýjustu tíðindum. Menn virðast sammála um að þreyja meðan núverandi ástand ríkir. Nema á Íslandi.Nú virðist svo sem Seðlabankinn sé tekinn til við fyrri iðju að stórhækka stýrivexti með tiheyrandi kostnaðarauka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Enn skal spurt hvers vegna vextir hér þurfi að vera hærri en á flestum byggðum bólum til annars en að moka undir fjármálakerfið. Helstu ástæður verðbólgu hér á landi er hækkun húsnæðisliðar. Sú hækkun er mannanna verk og einkum í boði borgarstjórans í Reykjavík og fylgifiska hans. Viðvarandi lóðaskortur í Reykjavík og dýrar lóðir á þéttingarreitum valda hér mestu um. Lítil von er til breytinga í þessum efnum nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti verði sendur í frí til frambúðar. Hætt er við þegar fram komnar vaxtahækkanir muni bitna sérstaklega harkalega á þeim sem nýlega hafa fest kaup á fasteign og einnig þeim sem eru föst á leigumarkaði. Verði um frekari hækkanir að ræða mun enn herða að og hætt er við að ástandið muni bitna mest á skuldsettum heimilum og fólki a leigumarkaði. Ætla stjórnvöld að sitja við sinn keip í vaxtahækkunum þegar hætt er við að fólk flæmist af heimilum sínum enn einu sinni. Sporin hræða þegar horft er til þess ástands sem skapaðist árin eftir hrun. Það má ekki henda að fjölskyldur fari á vonarvöl vegna okurvaxta enn einu sinni. Seðlabankinn hefur einnig beitt öðrum ráðstöfunum til að efla hér verðbólgu nefnilega að vinna gegn styrkingu krónunnar með inngripum á markaði. Seðlabankinn tekur semsagt afstöðu með fjármálakerfinu og útflutningsgeiranum gegn almenningi og þeim sem stunda þjónustu. Vonir voru bundnar við að með nýjum seðlabankastjóra myndu fylgja nýir siðir en að ekki yrði hjakkað í gömlum hjólförum. Þær væntingar hafa dvínað mjög eftir því sem á faraldurinn hefur liðið. Seðlabankastjóri hefur meira að segja dottið í gryfju þóttans sem einkenndi forvera hans og hefur hent fram einstöku fimmaurabrandara þegar að honum er sótt líkt og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Aukin verðbólga og varnir gegn henni er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar og ekki dugar að bíða eftir minnisblaði. Það þarf að grípa til aðgerða strax.Aumkunarverð er tilraun formanns framsóknarflokksins að reyna að halda því fram að hann sé fylgjandi því að taka húsnæðisliðinn útúr vísitölunni. Hann fékk tækifæri til þess á þingi árið 2018 þegar þingmenn Miðflokksins lögðu fram frumvarp þar að lútandi en hann og húskarlar hans og kerlingar höfðu ekki þor. Það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum í undanfara kosninga og sitja síðan með hendur í skauti í fjögur ár eins og er háttur framsóknar. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum. Þannig eru meðalvextir í Bretlandi og Bandaríkjunum 0,25% og stendur ekki til að hækka þá samkvæmt nýjustu tíðindum. Menn virðast sammála um að þreyja meðan núverandi ástand ríkir. Nema á Íslandi.Nú virðist svo sem Seðlabankinn sé tekinn til við fyrri iðju að stórhækka stýrivexti með tiheyrandi kostnaðarauka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Enn skal spurt hvers vegna vextir hér þurfi að vera hærri en á flestum byggðum bólum til annars en að moka undir fjármálakerfið. Helstu ástæður verðbólgu hér á landi er hækkun húsnæðisliðar. Sú hækkun er mannanna verk og einkum í boði borgarstjórans í Reykjavík og fylgifiska hans. Viðvarandi lóðaskortur í Reykjavík og dýrar lóðir á þéttingarreitum valda hér mestu um. Lítil von er til breytinga í þessum efnum nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti verði sendur í frí til frambúðar. Hætt er við þegar fram komnar vaxtahækkanir muni bitna sérstaklega harkalega á þeim sem nýlega hafa fest kaup á fasteign og einnig þeim sem eru föst á leigumarkaði. Verði um frekari hækkanir að ræða mun enn herða að og hætt er við að ástandið muni bitna mest á skuldsettum heimilum og fólki a leigumarkaði. Ætla stjórnvöld að sitja við sinn keip í vaxtahækkunum þegar hætt er við að fólk flæmist af heimilum sínum enn einu sinni. Sporin hræða þegar horft er til þess ástands sem skapaðist árin eftir hrun. Það má ekki henda að fjölskyldur fari á vonarvöl vegna okurvaxta enn einu sinni. Seðlabankinn hefur einnig beitt öðrum ráðstöfunum til að efla hér verðbólgu nefnilega að vinna gegn styrkingu krónunnar með inngripum á markaði. Seðlabankinn tekur semsagt afstöðu með fjármálakerfinu og útflutningsgeiranum gegn almenningi og þeim sem stunda þjónustu. Vonir voru bundnar við að með nýjum seðlabankastjóra myndu fylgja nýir siðir en að ekki yrði hjakkað í gömlum hjólförum. Þær væntingar hafa dvínað mjög eftir því sem á faraldurinn hefur liðið. Seðlabankastjóri hefur meira að segja dottið í gryfju þóttans sem einkenndi forvera hans og hefur hent fram einstöku fimmaurabrandara þegar að honum er sótt líkt og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Aukin verðbólga og varnir gegn henni er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar og ekki dugar að bíða eftir minnisblaði. Það þarf að grípa til aðgerða strax.Aumkunarverð er tilraun formanns framsóknarflokksins að reyna að halda því fram að hann sé fylgjandi því að taka húsnæðisliðinn útúr vísitölunni. Hann fékk tækifæri til þess á þingi árið 2018 þegar þingmenn Miðflokksins lögðu fram frumvarp þar að lútandi en hann og húskarlar hans og kerlingar höfðu ekki þor. Það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum í undanfara kosninga og sitja síðan með hendur í skauti í fjögur ár eins og er háttur framsóknar. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun