Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:31 Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 12. mars. Hjördís Ýr Johnson gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 12. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjördísi. Hjördís hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá árinu 2014 og jafnframt í framkvæmdastjórn bæjarins allan þann tíma. Í tilkynningunni segir að hennar áhersla er á ábyrgan og traustan rekstur um leið og haldið er uppi öflugu þjónustustigi bæjarins. „Sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar setti Hjördís í forgang að bæta umferðaröryggi barna, stækka göngu- og hjólastígakerfi bæjarins, koma á hreinsunarátaki á atvinnusvæðum og samræma lausnir í flokkun á sorpi. Síðustu fjögur ár hefur Hjördís, sem varaformaður skipulagsráðs, komið að byggingu nýrra hverfa í Glaðheimum, Smáranum, miðbænum og á Kársnesinu sem er eitt athyglisverðasta uppbyggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem afþreying, ný fyrirtæki og veitingahús hafa aukið gæði íbúa,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi traustrar fjárhagsstöðu bæjarins segist Hjördís vilja hraða uppbyggingu skóla- og vegamannvirkja. „Markmiðið er að flýta byggingu leikskóla og bjóða yngri börnum leikskólavist ásamt því að stækka grunnskólana í þéttingarhverfum bæjarins. Sem fyrr leggur hún áherslu á fegrun bæjarins, vistlegar götur og falleg græn svæði.“ Hjördís hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hún er framleiðslustjóri StudioM, framleiðsludeildar Árvakurs. Áður hafði hún séð um markaðsmál Árvakurs, verið útsendingarstjóri frétta á Stöð 2 og dagskrárframleiðandi hjá Stöð 2 og Skjá einum. Auk þess hefur hún starfað og tekið þátt í uppbyggingu Nordic Photos. Sem fyrrum Dale Carnegie þjálfari leggur Hjördís mikið upp úr góðum mannlegum samskiptum og leiðtogafærni og hefur hún hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir að vera í hópi þriggja bestu Dale Carnegie þjálfara í Evrópu. Hjördís er með BA-gráðu í fjölmiðlun og sjónvarpsþáttagerð frá Emerson College í Boston og stundaði meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með Árna Friðleifssyni, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og saman eiga þau fimm börn á aldrinum 19-25 ára. Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Hjördís hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá árinu 2014 og jafnframt í framkvæmdastjórn bæjarins allan þann tíma. Í tilkynningunni segir að hennar áhersla er á ábyrgan og traustan rekstur um leið og haldið er uppi öflugu þjónustustigi bæjarins. „Sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar setti Hjördís í forgang að bæta umferðaröryggi barna, stækka göngu- og hjólastígakerfi bæjarins, koma á hreinsunarátaki á atvinnusvæðum og samræma lausnir í flokkun á sorpi. Síðustu fjögur ár hefur Hjördís, sem varaformaður skipulagsráðs, komið að byggingu nýrra hverfa í Glaðheimum, Smáranum, miðbænum og á Kársnesinu sem er eitt athyglisverðasta uppbyggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem afþreying, ný fyrirtæki og veitingahús hafa aukið gæði íbúa,“ segir í tilkynningunni. Í ljósi traustrar fjárhagsstöðu bæjarins segist Hjördís vilja hraða uppbyggingu skóla- og vegamannvirkja. „Markmiðið er að flýta byggingu leikskóla og bjóða yngri börnum leikskólavist ásamt því að stækka grunnskólana í þéttingarhverfum bæjarins. Sem fyrr leggur hún áherslu á fegrun bæjarins, vistlegar götur og falleg græn svæði.“ Hjördís hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hún er framleiðslustjóri StudioM, framleiðsludeildar Árvakurs. Áður hafði hún séð um markaðsmál Árvakurs, verið útsendingarstjóri frétta á Stöð 2 og dagskrárframleiðandi hjá Stöð 2 og Skjá einum. Auk þess hefur hún starfað og tekið þátt í uppbyggingu Nordic Photos. Sem fyrrum Dale Carnegie þjálfari leggur Hjördís mikið upp úr góðum mannlegum samskiptum og leiðtogafærni og hefur hún hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir að vera í hópi þriggja bestu Dale Carnegie þjálfara í Evrópu. Hjördís er með BA-gráðu í fjölmiðlun og sjónvarpsþáttagerð frá Emerson College í Boston og stundaði meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með Árna Friðleifssyni, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og saman eiga þau fimm börn á aldrinum 19-25 ára.
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira