Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 10:41 Flugvélin fannst með kafbáti í Þingvallavatni í gærkvöldi. vísir/vilhelm Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. „Það er ljóst að það er tímafrekt og ákaflega flókið verkefni fram undan,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Flugvélin fannst klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi rétt eftir að flestir viðbragðsaðilar höfðu lokið störfum og frestað leitinni til morguns. Séraðgerðasveit ákvað að halda aðeins áfram að leita með kafbátnum og fundu vélina síðan á 50 metra dýpi í sunnanverðum hluta Þingvallavatns. Oddur segir veðurskilyrði afar slæm til aðgerða á svæðinu. „Þau eru alls ekki góð og alveg ljóst að menn byrja ekki á öðru í dag en undirbúningi.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rannsóknin verði ekki unnin í fjölmiðlum Leit hófst af flugvélinni um hádegisbil á fimmtudag en um borð í henni voru flugmaður auk þriggja ferðamanna í skipulögðu útsýnisflugi. Ekki liggur fyrir hvað fór þar úrskeiðis og vill Oddur ekkert segja um möguleg tildrög slyssins að svo stöddu. „Við gefum ekkert upp annað en að rannsóknin er bara í gangi og hún verður ekki unnin í fjölmiðlum.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur alfarið tekið við málinu af Landhelgisgæslunni eftir að vélin fannst. Allir viðbragðsaðilar sem komið hafa að málinu funda í hádeginu um næstu skref og hvernig hægt verði að sækja vélina. „Lögreglumenn, starfsmenn gæslunnar og þeir sem að þessu koma byrjuðu að fara yfir gögnin í gær og eru að vinna úr þeim og leggja þau fyrir okkur í hádeginu. Þá verða ákvarðanir um næstu skref tekin,“ segir Oddur. Þau verða kynnt eftir fundinn. „Það er full ástæða til að þakka öllum sem að þessu komu; björgunarsveitarmönnum, sjálfboðaliðum á flugvélum og öllum sem lögðu hönd á plóginn. Það var hópur af fólki sem lagði björgunarliðum til húsnæði og það var bara einstakt að verða vitni að svona samheldni í samfélaginu,“ segir Oddur. Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
„Það er ljóst að það er tímafrekt og ákaflega flókið verkefni fram undan,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Flugvélin fannst klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi rétt eftir að flestir viðbragðsaðilar höfðu lokið störfum og frestað leitinni til morguns. Séraðgerðasveit ákvað að halda aðeins áfram að leita með kafbátnum og fundu vélina síðan á 50 metra dýpi í sunnanverðum hluta Þingvallavatns. Oddur segir veðurskilyrði afar slæm til aðgerða á svæðinu. „Þau eru alls ekki góð og alveg ljóst að menn byrja ekki á öðru í dag en undirbúningi.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rannsóknin verði ekki unnin í fjölmiðlum Leit hófst af flugvélinni um hádegisbil á fimmtudag en um borð í henni voru flugmaður auk þriggja ferðamanna í skipulögðu útsýnisflugi. Ekki liggur fyrir hvað fór þar úrskeiðis og vill Oddur ekkert segja um möguleg tildrög slyssins að svo stöddu. „Við gefum ekkert upp annað en að rannsóknin er bara í gangi og hún verður ekki unnin í fjölmiðlum.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur alfarið tekið við málinu af Landhelgisgæslunni eftir að vélin fannst. Allir viðbragðsaðilar sem komið hafa að málinu funda í hádeginu um næstu skref og hvernig hægt verði að sækja vélina. „Lögreglumenn, starfsmenn gæslunnar og þeir sem að þessu koma byrjuðu að fara yfir gögnin í gær og eru að vinna úr þeim og leggja þau fyrir okkur í hádeginu. Þá verða ákvarðanir um næstu skref tekin,“ segir Oddur. Þau verða kynnt eftir fundinn. „Það er full ástæða til að þakka öllum sem að þessu komu; björgunarsveitarmönnum, sjálfboðaliðum á flugvélum og öllum sem lögðu hönd á plóginn. Það var hópur af fólki sem lagði björgunarliðum til húsnæði og það var bara einstakt að verða vitni að svona samheldni í samfélaginu,“ segir Oddur.
Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira