Magdeburg vann einkar sannfærandi sjö marka sigur á Minden eftir að hafa einnig verið sjö mörkum yfir í hálfleik. Lokatölur 33-26 Magdeburg í vil sem er því komið áfram.
Hinn magnaði Ómar Ingi var í leikmannahóp Magdeburg en sat allan leikinn á bekknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson spilaði hins vegar og var meðal markaskorara, skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt til viðbótar.
Mikil spenna var fyrir Íslendingaslag Lemgo og MT Melsungen en þeim leik var frestað. Bjarki Már Elísson leikur með Lemgo á meðan Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og Alexander Petersson leika allir með Melsungen.