Covid-greiningum fjölgað um 100 milljónir á aðeins mánuði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 10:38 Allar líkur eru á að mun fleiri hafi smitast af kórónuveirunni en opinberar tölur benda til, meðal annars vegna þess að fólk hefur haft mjög misgreiðan aðgang að skimunum. epa/Evert Elzinga Í gær höfðu 400 milljónir einstaklinga greinst með Covid-19 í heiminum. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að aðeins mánuður er síðan 300 milljónir höfðu greinst. Leiða má líkur að því að ástæða hinnar hröðu útbreiðslu sé annars vegar hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og hins vegar, og því tengt, aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við breyttum faraldri. Kórónuveirufaraldurinn hafði staðið yfir í meira en ár þegar þekkt smit á heimsvísu náðu 100 milljónum en fyrstu einstaklingarnir greindust seint á árinu 2019 og 100 milljónasta manneskjan í janúar 2021. Fjöldi greininga náði 200 milljónum sjö mánuðum seinna og nú, sex mánuðum eftir að fjöldinn stóð í 200 milljónum, hefur hann tvöfaldast. Samkvæmt frétt New York Times hafa um fimm milljarðar manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Fjöldi bólusettra og hið ívið mildara ómíkron-afbrigði hafa gert það að verkum að fjöldi greindra en ekki lengur notað sem helsta viðmiðið við ákvörðun sóttvarnaaðgerða, heldur fjöldi þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús og gjörgæslu eða látast af völdum sjúkdómsins. Í New York hafa til að mynda 541 prósent fleiri greinst með Covid-19 í vetur en síðasta vetur en dauðsföllum fjölgað um 44 prósent. Stjórnvöld í fjölda ríkja, meðal annars á Íslandi, hafa vegna þess ákveðið að stíga tiltölulega hröð skref í átt að afléttingum en vísindamenn vara en við því að ónæmi gegn Covid-19 minnki með tímanum og þá sé alltaf hætta á að enn eitt afbrigðið skjóti upp kollinum sem er illvígara en það sem nú er allsráðandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Leiða má líkur að því að ástæða hinnar hröðu útbreiðslu sé annars vegar hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og hins vegar, og því tengt, aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við breyttum faraldri. Kórónuveirufaraldurinn hafði staðið yfir í meira en ár þegar þekkt smit á heimsvísu náðu 100 milljónum en fyrstu einstaklingarnir greindust seint á árinu 2019 og 100 milljónasta manneskjan í janúar 2021. Fjöldi greininga náði 200 milljónum sjö mánuðum seinna og nú, sex mánuðum eftir að fjöldinn stóð í 200 milljónum, hefur hann tvöfaldast. Samkvæmt frétt New York Times hafa um fimm milljarðar manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Fjöldi bólusettra og hið ívið mildara ómíkron-afbrigði hafa gert það að verkum að fjöldi greindra en ekki lengur notað sem helsta viðmiðið við ákvörðun sóttvarnaaðgerða, heldur fjöldi þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús og gjörgæslu eða látast af völdum sjúkdómsins. Í New York hafa til að mynda 541 prósent fleiri greinst með Covid-19 í vetur en síðasta vetur en dauðsföllum fjölgað um 44 prósent. Stjórnvöld í fjölda ríkja, meðal annars á Íslandi, hafa vegna þess ákveðið að stíga tiltölulega hröð skref í átt að afléttingum en vísindamenn vara en við því að ónæmi gegn Covid-19 minnki með tímanum og þá sé alltaf hætta á að enn eitt afbrigðið skjóti upp kollinum sem er illvígara en það sem nú er allsráðandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira