Ósýnilegu björgunarsveitirnar Halla Hrund Logadóttir skrifar 8. febrúar 2022 13:00 Það er lægð yfir landinu. Óveður í aðsigi. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi. „Bindið lausamuni“. „Verið ekki á ferli,“ ómar í fréttum. Dimmir dagar og nætur febrúar stormsins renna í eitt og landinn dregur sig í skel. Um leið og það hægist á samfélaginu um stund fer neyðarsamstarf raforkukerfisins hins vegar á hæsta snúning. Vandaðar áætlanir um aðgerðir ef vindar herja á raflínur og mannvirki sem flytja ljós á hvert heimili eru vaktar úr dvala. Mannskapur er ræstur út, þvert yfir landið, til að vera klár ef eitthvað fer úrskeiðis. Varabirgðir í formi afls eru færðar til á milli byggða eftir ígrunduðu áhættumati. Allt þaulskipulagt og byggt á margra ára reynslu af því að takast á við dagana þar sem Ísland stendur undir nafni: Þegar vetur konungur hnyklar vöðvana og sýnir hver ræður. Oftast finnum við lítið fyrir þessari metnaðarfullu neyðarþjónustu raforkukerfisins. Flestu er nefnilega hægt að bjarga áður en í óefni er komið. Sums staðar eru veðravítin þó einstök eða raforkukerfið berskjaldaðra en annars staðar. Stundum dansa loftlínur í vindstrengjum á meðan aðrar hvíla í skjóli í jörðu. Sum byggðarlög og bæir eru einnig betur tengdir en önnur, sem stöðugt verkefni er að útfæra og þróa. En þegar rafmagnið slær út með hvelli, á dimmum degi eins og í vikunni, þá er sama hvar og hver staðan er; neyðarkallinu er svarað. Það eru tugir einstaklinga á vaktinni. Fyrir okkur. Og vinna samstillt að því að ljósin logi í gegnum óveðrið á hverju heimili landsins, eða komist hratt á aftur ef illa fer. Þessar hetjur óveðranna eru sjaldan í fjölmiðlum. Þær vinna verk sín af metnaði og elju, bæði í stjórnstöðvum kerfis- og dreifiveitna um allt land, og ekki síst á vettvangi við erfiðar aðstæður í veðurofsa um langa hríð. Þær eru ósýnilegu björgunarsveitirnar sem geta dimmu í (dags)ljós breytt. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er lægð yfir landinu. Óveður í aðsigi. Almannavarnir lýsa yfir hættustigi. „Bindið lausamuni“. „Verið ekki á ferli,“ ómar í fréttum. Dimmir dagar og nætur febrúar stormsins renna í eitt og landinn dregur sig í skel. Um leið og það hægist á samfélaginu um stund fer neyðarsamstarf raforkukerfisins hins vegar á hæsta snúning. Vandaðar áætlanir um aðgerðir ef vindar herja á raflínur og mannvirki sem flytja ljós á hvert heimili eru vaktar úr dvala. Mannskapur er ræstur út, þvert yfir landið, til að vera klár ef eitthvað fer úrskeiðis. Varabirgðir í formi afls eru færðar til á milli byggða eftir ígrunduðu áhættumati. Allt þaulskipulagt og byggt á margra ára reynslu af því að takast á við dagana þar sem Ísland stendur undir nafni: Þegar vetur konungur hnyklar vöðvana og sýnir hver ræður. Oftast finnum við lítið fyrir þessari metnaðarfullu neyðarþjónustu raforkukerfisins. Flestu er nefnilega hægt að bjarga áður en í óefni er komið. Sums staðar eru veðravítin þó einstök eða raforkukerfið berskjaldaðra en annars staðar. Stundum dansa loftlínur í vindstrengjum á meðan aðrar hvíla í skjóli í jörðu. Sum byggðarlög og bæir eru einnig betur tengdir en önnur, sem stöðugt verkefni er að útfæra og þróa. En þegar rafmagnið slær út með hvelli, á dimmum degi eins og í vikunni, þá er sama hvar og hver staðan er; neyðarkallinu er svarað. Það eru tugir einstaklinga á vaktinni. Fyrir okkur. Og vinna samstillt að því að ljósin logi í gegnum óveðrið á hverju heimili landsins, eða komist hratt á aftur ef illa fer. Þessar hetjur óveðranna eru sjaldan í fjölmiðlum. Þær vinna verk sín af metnaði og elju, bæði í stjórnstöðvum kerfis- og dreifiveitna um allt land, og ekki síst á vettvangi við erfiðar aðstæður í veðurofsa um langa hríð. Þær eru ósýnilegu björgunarsveitirnar sem geta dimmu í (dags)ljós breytt. Það er kjarni málsins. Höfundur er orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun