„Þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2022 08:30 Fresta þurfti tveimur leikjum hjá Fram vegna kórónuveirusmita en Framarar sneru aftur til keppni í gærkvöld, gegn Gróttu. vísir/hulda margrét Þó að keppni í Olís-deild karla í handbolta sé tiltölulega nýhafin aftur eftir EM þá hefur þegar þurft að fresta fjórum leikjum vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðanna. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu vöngum yfir reglum um frestanir vegna smita. Um helgina þurfti að fresta þremur leikjum í Olís-deild karla; tveimur vegna kórónuveirusmita og einum vegna ófærðar. Áður hafði tveimur fyrstu leikjunum sem fara áttu fram eftir jóla- og EM-hléið verið frestað vegna smita. Samkvæmt reglum HSÍ er hægt að fresta leikjum ef að minnsta kosti 4 af þeim 14 leikmönnum sem spilað hafa flestar mínútur fyrir lið eru smitaðir af veirunni eða skyldaðir til að vera í sóttkví. Klippa: Seinni bylgjan - Covid-reglur handboltans „Eru ekki allir að vera komnir með þessa veiru?“ spurði Theódór Ingi Pálmason í léttum tón þegar málið var rætt í Seinni bylgjunni, og kvaðst binda vonir við að vandamálið leystist fljótlega af sjálfu sér með rýmkuðum sóttvarnareglum stjórnvalda. „Við vorum svona að velta þessu fyrir okkur. Er þetta of lítið eða hæfilegt [að nóg sé að 4 leikmenn séu í einangrun eða sóttkví]? Við sjáum strax leikjum frestað. Kannski þarf eitthvað að hækka þetta ef það er þannig að 2-3 leikjum sé frestað í hverri umferð. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Styttist vonandi í að ekki þurfi að pæla í þessu „Þá þurfum við að fara að halda einhver hraðmót og svoleiðis bull. En það er allt opið, verið að aflétta, og við erum ekki að fara að lenda í einhverjum pásum, en ef það fer að myndast einhver pressa þá þarf kannski að ákveða að við bara spilum, sama hvað,“ sagði Jóhann. Theódór sagðist fylgjandi því að fleiri þyrftu að vera í einangrun eða sóttkví svo að leik yrði frestað: „Ég væri alveg til í að þetta væru fleiri leikmenn, til dæmis sex, enda búið að fjölga leikmönnum á skýrslu og enn fleiri í æfingahóp. En það eru það margir búnir að fá þessa veiru og það styttist í að þessum reglum verið breytt, og hætt að beita einangrun og sóttkví. Þá þurfum við ekki að pæla í þessu. Við þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Um helgina þurfti að fresta þremur leikjum í Olís-deild karla; tveimur vegna kórónuveirusmita og einum vegna ófærðar. Áður hafði tveimur fyrstu leikjunum sem fara áttu fram eftir jóla- og EM-hléið verið frestað vegna smita. Samkvæmt reglum HSÍ er hægt að fresta leikjum ef að minnsta kosti 4 af þeim 14 leikmönnum sem spilað hafa flestar mínútur fyrir lið eru smitaðir af veirunni eða skyldaðir til að vera í sóttkví. Klippa: Seinni bylgjan - Covid-reglur handboltans „Eru ekki allir að vera komnir með þessa veiru?“ spurði Theódór Ingi Pálmason í léttum tón þegar málið var rætt í Seinni bylgjunni, og kvaðst binda vonir við að vandamálið leystist fljótlega af sjálfu sér með rýmkuðum sóttvarnareglum stjórnvalda. „Við vorum svona að velta þessu fyrir okkur. Er þetta of lítið eða hæfilegt [að nóg sé að 4 leikmenn séu í einangrun eða sóttkví]? Við sjáum strax leikjum frestað. Kannski þarf eitthvað að hækka þetta ef það er þannig að 2-3 leikjum sé frestað í hverri umferð. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Styttist vonandi í að ekki þurfi að pæla í þessu „Þá þurfum við að fara að halda einhver hraðmót og svoleiðis bull. En það er allt opið, verið að aflétta, og við erum ekki að fara að lenda í einhverjum pásum, en ef það fer að myndast einhver pressa þá þarf kannski að ákveða að við bara spilum, sama hvað,“ sagði Jóhann. Theódór sagðist fylgjandi því að fleiri þyrftu að vera í einangrun eða sóttkví svo að leik yrði frestað: „Ég væri alveg til í að þetta væru fleiri leikmenn, til dæmis sex, enda búið að fjölga leikmönnum á skýrslu og enn fleiri í æfingahóp. En það eru það margir búnir að fá þessa veiru og það styttist í að þessum reglum verið breytt, og hætt að beita einangrun og sóttkví. Þá þurfum við ekki að pæla í þessu. Við þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira