„Þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2022 08:30 Fresta þurfti tveimur leikjum hjá Fram vegna kórónuveirusmita en Framarar sneru aftur til keppni í gærkvöld, gegn Gróttu. vísir/hulda margrét Þó að keppni í Olís-deild karla í handbolta sé tiltölulega nýhafin aftur eftir EM þá hefur þegar þurft að fresta fjórum leikjum vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðanna. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu vöngum yfir reglum um frestanir vegna smita. Um helgina þurfti að fresta þremur leikjum í Olís-deild karla; tveimur vegna kórónuveirusmita og einum vegna ófærðar. Áður hafði tveimur fyrstu leikjunum sem fara áttu fram eftir jóla- og EM-hléið verið frestað vegna smita. Samkvæmt reglum HSÍ er hægt að fresta leikjum ef að minnsta kosti 4 af þeim 14 leikmönnum sem spilað hafa flestar mínútur fyrir lið eru smitaðir af veirunni eða skyldaðir til að vera í sóttkví. Klippa: Seinni bylgjan - Covid-reglur handboltans „Eru ekki allir að vera komnir með þessa veiru?“ spurði Theódór Ingi Pálmason í léttum tón þegar málið var rætt í Seinni bylgjunni, og kvaðst binda vonir við að vandamálið leystist fljótlega af sjálfu sér með rýmkuðum sóttvarnareglum stjórnvalda. „Við vorum svona að velta þessu fyrir okkur. Er þetta of lítið eða hæfilegt [að nóg sé að 4 leikmenn séu í einangrun eða sóttkví]? Við sjáum strax leikjum frestað. Kannski þarf eitthvað að hækka þetta ef það er þannig að 2-3 leikjum sé frestað í hverri umferð. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Styttist vonandi í að ekki þurfi að pæla í þessu „Þá þurfum við að fara að halda einhver hraðmót og svoleiðis bull. En það er allt opið, verið að aflétta, og við erum ekki að fara að lenda í einhverjum pásum, en ef það fer að myndast einhver pressa þá þarf kannski að ákveða að við bara spilum, sama hvað,“ sagði Jóhann. Theódór sagðist fylgjandi því að fleiri þyrftu að vera í einangrun eða sóttkví svo að leik yrði frestað: „Ég væri alveg til í að þetta væru fleiri leikmenn, til dæmis sex, enda búið að fjölga leikmönnum á skýrslu og enn fleiri í æfingahóp. En það eru það margir búnir að fá þessa veiru og það styttist í að þessum reglum verið breytt, og hætt að beita einangrun og sóttkví. Þá þurfum við ekki að pæla í þessu. Við þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Um helgina þurfti að fresta þremur leikjum í Olís-deild karla; tveimur vegna kórónuveirusmita og einum vegna ófærðar. Áður hafði tveimur fyrstu leikjunum sem fara áttu fram eftir jóla- og EM-hléið verið frestað vegna smita. Samkvæmt reglum HSÍ er hægt að fresta leikjum ef að minnsta kosti 4 af þeim 14 leikmönnum sem spilað hafa flestar mínútur fyrir lið eru smitaðir af veirunni eða skyldaðir til að vera í sóttkví. Klippa: Seinni bylgjan - Covid-reglur handboltans „Eru ekki allir að vera komnir með þessa veiru?“ spurði Theódór Ingi Pálmason í léttum tón þegar málið var rætt í Seinni bylgjunni, og kvaðst binda vonir við að vandamálið leystist fljótlega af sjálfu sér með rýmkuðum sóttvarnareglum stjórnvalda. „Við vorum svona að velta þessu fyrir okkur. Er þetta of lítið eða hæfilegt [að nóg sé að 4 leikmenn séu í einangrun eða sóttkví]? Við sjáum strax leikjum frestað. Kannski þarf eitthvað að hækka þetta ef það er þannig að 2-3 leikjum sé frestað í hverri umferð. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Styttist vonandi í að ekki þurfi að pæla í þessu „Þá þurfum við að fara að halda einhver hraðmót og svoleiðis bull. En það er allt opið, verið að aflétta, og við erum ekki að fara að lenda í einhverjum pásum, en ef það fer að myndast einhver pressa þá þarf kannski að ákveða að við bara spilum, sama hvað,“ sagði Jóhann. Theódór sagðist fylgjandi því að fleiri þyrftu að vera í einangrun eða sóttkví svo að leik yrði frestað: „Ég væri alveg til í að þetta væru fleiri leikmenn, til dæmis sex, enda búið að fjölga leikmönnum á skýrslu og enn fleiri í æfingahóp. En það eru það margir búnir að fá þessa veiru og það styttist í að þessum reglum verið breytt, og hætt að beita einangrun og sóttkví. Þá þurfum við ekki að pæla í þessu. Við þurfum bara að lifa þetta af næstu vikurnar og þá vonandi kemst þetta í samt horf.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira