Endurgreiðum ungu fólki og barnafjölskyldum lóðaverð Gunnar Þór Sigurjónsson skrifar 8. febrúar 2022 17:31 Hafnarfjörður hefur setið eftir síðustu ár þegar kemur að íbúafjölgun og árangri í húsnæðismálum. Staðreyndin er sú að það er alvarlegur skortur á húsnæði í Hafnarfirði sem stendur í vegi fyrir vexti sveitarfélagsins. Það er af sem áður var þegar nægt framboð á húsnæði á ódýrara verði en í nágrannasveitarfélögunum gerði Hafnarfjörð að góðum kosti fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur sem voru að koma undir sig fótunum. Þess í stað hefur stefna bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í lóða- og húsnæðismálum síðustu átta ár tryggt að í dag er ungt fólk og barnafjölskyldur jafn ofurseld skorti og okri á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er fækkun bæjarbúa og að fjölskyldur leita frekar út fyrir höfuðborgarsvæðið að hentugu húsnæði og sveitarfélagi til að búa sér heimili til framtíðar. Tími alvöru lausna í húsnæðismálum Þessari þróun verður að snúa við strax með beinum aðgerðum. Hafnarfjarðarbær á t.d. að endurgreiða kaupendum íbúða lóðaverð umfram lágmark svo uppsprengt uppboðsverð haldi fjölskyldum ekki frá bæjarfélaginu. Það er alvöru lausn sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi framtíðarheimili fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk. Það er lausn sem gerir allt í senn, gerir ungu fólki auðveldara að eignast húsnæði, lækkar skuldabyrði ungra barnafjölskyldna og styrkir tekjugrunn sveitarfélagsins til lengri tíma litið, enda greiðir fjölskylda á meðaltekjum sem skýtur rótum í Hafnarfirði meðgjöfina margfalt til baka með útsvarinu til sveitarfélagsins. Það eru svona lausnir sem Samfylkingin í Hafnarfirði á að standa fyrir, praktískar alvöru lausnir sem koma íbúum Hafnarfjarðar strax til góða og tryggja vöxt og uppbyggingu bæjarfélagsins inn í framtíðina. Tími sterkari þjónustu við fjölskyldur í Hafnarfirði Það er öllu sveitarfélaginu í hag að vera í stöðugri uppbyggingu og ábyrgum vexti enda skapast við það heilmikil verðmæti, bæði fyrir íbúana og samfélagið okkar í heild. Hafnarfjörður þarf því að koma til móts við kröfur ungs fólks, hvort sem það er í húsnæðismálum eða samfélagslegri ábyrgð. Hafnarfjörður þarf ekki einungis að fara rífa í sig í gang varðandi framboð og verð á húsnæði heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á á græn hverfi sem styðja við umhverfisvænan lífsstíl.Samhliða því má ekki gleyma því að að ungar fjölskyldur sækja eðlilega frekar í barnvæn hverfi og samfélög og að þjónusta við barnafjölskyldur skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um framtíðarheimili. Til þess að laða ungt fólk að Hafnarfirði þá má bærinn ekki standa í ágreiningi við leikskólakennara og undirmannaður þegar kemur að faglærðum sérfræðingum barna. Ef við tryggjum ungu fólki aðgang að hentugu og fjárhagslega skynsamlegu húsnæði með aðgang að góðri þjónustu leik- og grunnskóla þá getur Hafnarfjörður fljótt aftur orðið raunhæfur kostur fyrir ungt fólk til að búa sér framtíðarheimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið fyrir sig ýmsar afsakanir til að réttlæta skortstöðuna sem byggst hefur upp síðustu átta ár, en tími afsakana er liðinn. Næsta kjörtímabil þarf að vera tími raunverulegra lausna í húsnæðismálum í Hafnarfirði. Kjósum nýtt fólk fyrir nýjan tíma. Höfundur sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur setið eftir síðustu ár þegar kemur að íbúafjölgun og árangri í húsnæðismálum. Staðreyndin er sú að það er alvarlegur skortur á húsnæði í Hafnarfirði sem stendur í vegi fyrir vexti sveitarfélagsins. Það er af sem áður var þegar nægt framboð á húsnæði á ódýrara verði en í nágrannasveitarfélögunum gerði Hafnarfjörð að góðum kosti fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur sem voru að koma undir sig fótunum. Þess í stað hefur stefna bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í lóða- og húsnæðismálum síðustu átta ár tryggt að í dag er ungt fólk og barnafjölskyldur jafn ofurseld skorti og okri á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er fækkun bæjarbúa og að fjölskyldur leita frekar út fyrir höfuðborgarsvæðið að hentugu húsnæði og sveitarfélagi til að búa sér heimili til framtíðar. Tími alvöru lausna í húsnæðismálum Þessari þróun verður að snúa við strax með beinum aðgerðum. Hafnarfjarðarbær á t.d. að endurgreiða kaupendum íbúða lóðaverð umfram lágmark svo uppsprengt uppboðsverð haldi fjölskyldum ekki frá bæjarfélaginu. Það er alvöru lausn sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi framtíðarheimili fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk. Það er lausn sem gerir allt í senn, gerir ungu fólki auðveldara að eignast húsnæði, lækkar skuldabyrði ungra barnafjölskyldna og styrkir tekjugrunn sveitarfélagsins til lengri tíma litið, enda greiðir fjölskylda á meðaltekjum sem skýtur rótum í Hafnarfirði meðgjöfina margfalt til baka með útsvarinu til sveitarfélagsins. Það eru svona lausnir sem Samfylkingin í Hafnarfirði á að standa fyrir, praktískar alvöru lausnir sem koma íbúum Hafnarfjarðar strax til góða og tryggja vöxt og uppbyggingu bæjarfélagsins inn í framtíðina. Tími sterkari þjónustu við fjölskyldur í Hafnarfirði Það er öllu sveitarfélaginu í hag að vera í stöðugri uppbyggingu og ábyrgum vexti enda skapast við það heilmikil verðmæti, bæði fyrir íbúana og samfélagið okkar í heild. Hafnarfjörður þarf því að koma til móts við kröfur ungs fólks, hvort sem það er í húsnæðismálum eða samfélagslegri ábyrgð. Hafnarfjörður þarf ekki einungis að fara rífa í sig í gang varðandi framboð og verð á húsnæði heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á á græn hverfi sem styðja við umhverfisvænan lífsstíl.Samhliða því má ekki gleyma því að að ungar fjölskyldur sækja eðlilega frekar í barnvæn hverfi og samfélög og að þjónusta við barnafjölskyldur skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um framtíðarheimili. Til þess að laða ungt fólk að Hafnarfirði þá má bærinn ekki standa í ágreiningi við leikskólakennara og undirmannaður þegar kemur að faglærðum sérfræðingum barna. Ef við tryggjum ungu fólki aðgang að hentugu og fjárhagslega skynsamlegu húsnæði með aðgang að góðri þjónustu leik- og grunnskóla þá getur Hafnarfjörður fljótt aftur orðið raunhæfur kostur fyrir ungt fólk til að búa sér framtíðarheimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið fyrir sig ýmsar afsakanir til að réttlæta skortstöðuna sem byggst hefur upp síðustu átta ár, en tími afsakana er liðinn. Næsta kjörtímabil þarf að vera tími raunverulegra lausna í húsnæðismálum í Hafnarfirði. Kjósum nýtt fólk fyrir nýjan tíma. Höfundur sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun