Fótbolti

Fyndið myndband af þjálfara í einangrun þegar liðið hans var að spila

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steffen Baumgart, þjálfari Köln, er mikil týpa, og það var erfitt fyrir hann að dúsa heima þegar liðið hans var að spila.
Steffen Baumgart, þjálfari Köln, er mikil týpa, og það var erfitt fyrir hann að dúsa heima þegar liðið hans var að spila. Getty/Ralf Treese

Steffen Baumgart var hvergi sjáanlegur þegar lið hans spilaði um síðustu helgi. Hann var fastur heima í einangrun.

FC Köln liðið fékk þá Freiburg í heimsókn eða liðið sem var fyrir ofan Kölnarmenn í töflunni. Þetta var því mikilvægur leikur í baráttunni um Evrópusæti en liðin eru í fimmta og sjötta sæti Bundesligunnar.

Baumgart fékk ekki góðar fréttir í aðdraganda leiksins þegar hann greindist með kórónuveiruna og var settur í einangrun. Baumgart þurfti að því að fylgjast með liði sínu spila í sjónvarpinu sínu.

Einhver á heimilinu sínu tók Baumgart upp á myndband þegar hann fylgdist með þessum spennandi leik. Það má sjá þetta fyndna myndband hér fyrir ofan.

Þar má sjá karlinn engjast um og bölva sjónvarpinu en líka taka upp símann til að koma skilaboðum til aðstoðarmanns síns sem stjórnaði liðin í forföllum hans.

Leikurinn endaði vel fyrir lærisveina Steffen Baumgart því Frakkinn Anthony Modeste skoraði eina mark leiksins.

Steffen Baumgart hélt upp á fimmtugsafmælið sitt í síðasta mánuði. Hann er á sínu fyrsta ári með Kölnarliðið en var áður þjálfari Íslendingaliðsins SC Paderborn í fjögur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×