Erlent

Öllum takmörkunum aflétt á Grænlandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Grænlendingar geta nú sinnt sínum málum án allra takmarkana.
Grænlendingar geta nú sinnt sínum málum án allra takmarkana. EPA-EFE/CHRISTIAN KLINDT SOELBECK

Frá og með miðnætti í kvöld verður öllum sóttvarnaaðgerðum aflétt á Grænlandi. Stjórnvöld segja aðgerðirnar engu máli skipta þar sem kórónuveirusmit eru svo útbreidd í samfélaginu.  

Stjórnvöld á Grænlandi tilkynntu afléttingar á blaðamannafundi í dag. Grænlendingar geta því sleppt grímunum héðan í frá og engar takmarkanir eru á samkomum manna. 

Misstrangar aðgerðir hafa verið í gildi milli svæða á Grænlandi, til dæmis var grímuskyldu aflétt á Austur-Grænlandi fyrir viku síðan. Nú gilda afléttingar hins vegar fyrir alla landsmenn. 

Haft er eftir heilbrigðisráðuneyti Grænlands í frétt danska ríkisútvarpsins að faraldurinn hafi náð hámarki í stærstu borgum landsins og smit séu svo útbreidd að sóttvarnaaðgerðir geri lítið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar þegar hér er komið við sögu. 

Grænland fylgir með þessu í fótspor Dana, sem afléttu öllu 1. febrúar, og Svía en þar tók aflétting langflestra takmarkana vegna veirunnar í gildi á miðnætti. 


Tengdar fréttir

Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum

Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin.

Sam­fé­lagið opnar á ný í Sví­þjóð

Aflétting langflestra takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi í Svíþjóð á miðnætti. Þannig hefur regla um að veitingastaðir þurfi að loka klukkan 23 og hætta áfengissölu klukkan 22:30 verið felld úr gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×