Meirihluti stjórnar KSÍ vill sitja áfram en Borghildur ein eftir úr þeirri sem féll Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 12:01 Borghildur Sigurðardóttir er varaformaður KSÍ og sækist eftir endurkjöri í stjórn sambandsins. Stöð 2 Sex af þeim átta sem setið hafa í bráðabirgðastjórn Knattspyrnusambands Íslands síðan í október sækjast eftir endurkjöri á ársþingi sambandsins eftir hálfan mánuð. Þeir Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sækist hins vegar eftir endurkjöri. Þau þrjú áttu sæti í stjórn KSÍ sem ásamt Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, sagði af sér í lok ágúst eftir ásakanir um leyndarhyggju varðandi ofbeldisbrot landsliðsmanna. Sérstakt aukaþing var haldið í byrjun október þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður til bráðabirgða, og ný átta manna stjórn einnig kjörin til bráðabirgða, fram að ársþinginu sem fram fer 26. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á laugardaginn og ljóst að formannsslagur verður á milli Vöndu og Sævars Péturssonar. Annað þeirra á reyndar enn eftir að skila inn formlegum framboðsgögnum, samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en reikna má fastlega með því að það gangi eftir. Aðeins þrjú hafa skilað formlega inn gögnum til framboðs í stjórn KSÍ en Vísir fékk þær upplýsingar frá sitjandi stjórnarfólki að sex af átta sæktust eftir endurkjöri, það er að segja öll nema Ingi og Valgeir: Bráðabirgðastjórnin Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir Fjögur kosin til tveggja ára en fjögur til eins árs Þar með vantar því að minnsta kosti tvö ný andlit til að fylla í nýja stjórn og ef fleiri bjóða sig fram ræður vilji þingsins því hver fá þar sæti. Samkvæmt lögum KSÍ eru vanalega á hverju ársþingi kosnir inn fjórir nýir stjórnarmenn til tveggja ára, sem sitja fyrra árið með fjórum stjórnarmönnum sem kosnir voru ári áður. Úr því að stjórn KSÍ var hreinsuð út á einu bretti síðasta haust verða í ár fjórir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en fjórir til eins árs. Lagt er til að þau fjögur sem hljóta besta kosningu í stjórnarkjörinu sitji í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur ekkert framboð borist til varamanns í stjórn. Tveir af þremur varamönnum hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri en það eru þau Þóroddur Hjaltalín og Margrét Ákadóttir. Afstaða Kolbeins Kristinssonar liggur ekki fyrir. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Þeir Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sækist hins vegar eftir endurkjöri. Þau þrjú áttu sæti í stjórn KSÍ sem ásamt Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, sagði af sér í lok ágúst eftir ásakanir um leyndarhyggju varðandi ofbeldisbrot landsliðsmanna. Sérstakt aukaþing var haldið í byrjun október þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður til bráðabirgða, og ný átta manna stjórn einnig kjörin til bráðabirgða, fram að ársþinginu sem fram fer 26. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á laugardaginn og ljóst að formannsslagur verður á milli Vöndu og Sævars Péturssonar. Annað þeirra á reyndar enn eftir að skila inn formlegum framboðsgögnum, samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en reikna má fastlega með því að það gangi eftir. Aðeins þrjú hafa skilað formlega inn gögnum til framboðs í stjórn KSÍ en Vísir fékk þær upplýsingar frá sitjandi stjórnarfólki að sex af átta sæktust eftir endurkjöri, það er að segja öll nema Ingi og Valgeir: Bráðabirgðastjórnin Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir Fjögur kosin til tveggja ára en fjögur til eins árs Þar með vantar því að minnsta kosti tvö ný andlit til að fylla í nýja stjórn og ef fleiri bjóða sig fram ræður vilji þingsins því hver fá þar sæti. Samkvæmt lögum KSÍ eru vanalega á hverju ársþingi kosnir inn fjórir nýir stjórnarmenn til tveggja ára, sem sitja fyrra árið með fjórum stjórnarmönnum sem kosnir voru ári áður. Úr því að stjórn KSÍ var hreinsuð út á einu bretti síðasta haust verða í ár fjórir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en fjórir til eins árs. Lagt er til að þau fjögur sem hljóta besta kosningu í stjórnarkjörinu sitji í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur ekkert framboð borist til varamanns í stjórn. Tveir af þremur varamönnum hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri en það eru þau Þóroddur Hjaltalín og Margrét Ákadóttir. Afstaða Kolbeins Kristinssonar liggur ekki fyrir.
Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira