Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 12:16 John Major er ómyrkur í máli um framgöngu Johnson síðustu misseri. Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. Þetta sagði John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, í ræðu sem hann hélt í Lundúnum í vikunni. Major sagði flokksbróður sinn og núverandi forsætisráðherra hafa sent ráðherra til að ganga erinda sinna og „verja hið óverjanlega“. Sannleikurinn virtist „valkvæður“ í augum Jonson en framganga hans hefði valdið orðstýr Bretlands á alþjóðavettvangi hnekkjum. Tilefni fordæmingar Major er svokallað „partygate“ en lögreglan í Lundúnum rannsakar nú að minnsta kosti tólf samkomur sem áttu sér stað í Downing-stræti og víðar á meðan sóttvarnalög voru í gildi um allt Bretland. „Lýðræðið okkar er viðkvæmur strúktúr; það er ekki ósigrandi virki. Það getur fallið ef enginn gerir athugasemd við það sem er rangt né berst fyrir því sem er rétt,“ sagði Major í ræðu sinni. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði Johnson og samstarfsmenn hans hafa brotið sóttvarnalög og brugðist við uppljóstrunum um brotin með óheiðarleika. New Partygate image shows Boris Johnson and open bottle of bubbly at No 10 Xmas quizhttps://t.co/JARzd4MWsr pic.twitter.com/kNVgs6OVVE— Mirror Politics (@MirrorPolitics) February 9, 2022 „Ósvífnar afsakanir voru skáldaðar. Dag eftir dag var almenningur beðinn um að trúa hinu ótrúlega. Ráðherrar voru sendir út af örkinni til að verja hið óverjandi, sem lét þá virðast auðtrúa eða kjánalega,“ sagði Major. Hann sagði enga ríkisstjórn starfhæfa ef grafið hefði verið undan trúverðugleika hennar og að ekki mætti gera lítið úr vantrausti kjósenda í garð stjórnmálanna. „Það má vera að hægt sé að finna með afsökun fyrir hvert og eitt brot, og fleiri, en heilt á litið segja þau aðra sögu,“ sagði Major. „Forsætisráðherrann og ríkjandi stjórn véfengja ekki bara lögin heldur virðast halda að þau, og aðeins þau, þurfi ekki að fara að reglum, hefðum, siðum... hvað sem þú vilt kalla það, opinbers lífs.“ Major sagði að sú trú að það væru ein lög fyrir stjórnvöld og önnur fyrir alla aðra væri pólitískur dauðadómur og að það væri nú að koma í bakið á Johnson. Guardian greindi frá. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Þetta sagði John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, í ræðu sem hann hélt í Lundúnum í vikunni. Major sagði flokksbróður sinn og núverandi forsætisráðherra hafa sent ráðherra til að ganga erinda sinna og „verja hið óverjanlega“. Sannleikurinn virtist „valkvæður“ í augum Jonson en framganga hans hefði valdið orðstýr Bretlands á alþjóðavettvangi hnekkjum. Tilefni fordæmingar Major er svokallað „partygate“ en lögreglan í Lundúnum rannsakar nú að minnsta kosti tólf samkomur sem áttu sér stað í Downing-stræti og víðar á meðan sóttvarnalög voru í gildi um allt Bretland. „Lýðræðið okkar er viðkvæmur strúktúr; það er ekki ósigrandi virki. Það getur fallið ef enginn gerir athugasemd við það sem er rangt né berst fyrir því sem er rétt,“ sagði Major í ræðu sinni. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði Johnson og samstarfsmenn hans hafa brotið sóttvarnalög og brugðist við uppljóstrunum um brotin með óheiðarleika. New Partygate image shows Boris Johnson and open bottle of bubbly at No 10 Xmas quizhttps://t.co/JARzd4MWsr pic.twitter.com/kNVgs6OVVE— Mirror Politics (@MirrorPolitics) February 9, 2022 „Ósvífnar afsakanir voru skáldaðar. Dag eftir dag var almenningur beðinn um að trúa hinu ótrúlega. Ráðherrar voru sendir út af örkinni til að verja hið óverjandi, sem lét þá virðast auðtrúa eða kjánalega,“ sagði Major. Hann sagði enga ríkisstjórn starfhæfa ef grafið hefði verið undan trúverðugleika hennar og að ekki mætti gera lítið úr vantrausti kjósenda í garð stjórnmálanna. „Það má vera að hægt sé að finna með afsökun fyrir hvert og eitt brot, og fleiri, en heilt á litið segja þau aðra sögu,“ sagði Major. „Forsætisráðherrann og ríkjandi stjórn véfengja ekki bara lögin heldur virðast halda að þau, og aðeins þau, þurfi ekki að fara að reglum, hefðum, siðum... hvað sem þú vilt kalla það, opinbers lífs.“ Major sagði að sú trú að það væru ein lög fyrir stjórnvöld og önnur fyrir alla aðra væri pólitískur dauðadómur og að það væri nú að koma í bakið á Johnson. Guardian greindi frá.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira