Fannst líklegra að hann yrði lukkudýr á EM en leikmaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 09:02 Þráinn Orri Jónsson tekur utan um Nemanja Grbovic í leik Íslands og Svartfjallalands á EM í handbolta. getty/Sanjin Strukic Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon mættu í Seinni bylgjuna og fóru yfir atburðarrásina þegar þeir voru kallaðir út á Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í síðasta mánuði. Þráinn og Magnús Óli leika báðir hér á landi, með Haukum og Val. Þeir voru kallaðir út til Búdapest eftir að það fór að kvarnast úr íslenska hópnum vegna kórónuveirusmita. Þeir lýstu upplifun sinni af Evrópumótinu og umgjörðinni í höllinni glæsilegu í Búdapest fyrir Stefáni Árna Pálssyni í Seinni bylgjunni. „Þetta var risastórt. Fyrsti leikurinn minn var gegn Frakklandi. Þá var allt troðfullt og við með alla stemmninguna með okkur. Höllin var geðveik og allt upp á tíu,“ sagði Magnús Óli sem gleymir Frakkaleiknum ekki í bráð enda unnu Íslendingar átta marka sigur, 21-29. Klippa: Seinni bylgjan - Magnús Óli og Þráinn um EM „Ég sat á bekknum og fyrstu sjö mínúturnar hugsaði ég að þeir ættu ekki möguleika. Maður beið alltaf eftir því að Frakkar kæmu til baka en það gerðist ekki. Það var svolítið gaman og ég hef ekki upplifað annað.“ Þráinn spilaði mikið í sigrinum örugglega á Svartfjallalandi, 34-24, og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í honum. „Ég mætti, sá þessa risastóru höll, ógeðslega flott að utan og risadæmi. Ég sagði við Magga að það væri líklegra að ég væri lukkudýr en inni á vellinum,“ sagði Þráinn léttur. „Það sést þegar ég fékk boltann frá Elvari [Ásgeirssyni] að hann festist í bolnum mínum. Ég rétt náði að taka hann. Það hefði verið ógeðslega vandræðalegt ef ég hefði byrjað á að missa hann. Ég var búinn bíða svo lengi eftir þessu. Þetta var geðveikt og ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á leikinn.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30 Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Þráinn og Magnús Óli leika báðir hér á landi, með Haukum og Val. Þeir voru kallaðir út til Búdapest eftir að það fór að kvarnast úr íslenska hópnum vegna kórónuveirusmita. Þeir lýstu upplifun sinni af Evrópumótinu og umgjörðinni í höllinni glæsilegu í Búdapest fyrir Stefáni Árna Pálssyni í Seinni bylgjunni. „Þetta var risastórt. Fyrsti leikurinn minn var gegn Frakklandi. Þá var allt troðfullt og við með alla stemmninguna með okkur. Höllin var geðveik og allt upp á tíu,“ sagði Magnús Óli sem gleymir Frakkaleiknum ekki í bráð enda unnu Íslendingar átta marka sigur, 21-29. Klippa: Seinni bylgjan - Magnús Óli og Þráinn um EM „Ég sat á bekknum og fyrstu sjö mínúturnar hugsaði ég að þeir ættu ekki möguleika. Maður beið alltaf eftir því að Frakkar kæmu til baka en það gerðist ekki. Það var svolítið gaman og ég hef ekki upplifað annað.“ Þráinn spilaði mikið í sigrinum örugglega á Svartfjallalandi, 34-24, og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í honum. „Ég mætti, sá þessa risastóru höll, ógeðslega flott að utan og risadæmi. Ég sagði við Magga að það væri líklegra að ég væri lukkudýr en inni á vellinum,“ sagði Þráinn léttur. „Það sést þegar ég fékk boltann frá Elvari [Ásgeirssyni] að hann festist í bolnum mínum. Ég rétt náði að taka hann. Það hefði verið ógeðslega vandræðalegt ef ég hefði byrjað á að missa hann. Ég var búinn bíða svo lengi eftir þessu. Þetta var geðveikt og ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á leikinn.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30 Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30
Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30