Bókasafnið loks fundið leið til að ná til miðaldra karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 07:01 Aðstaðan er strax vel nýtt. Samsett/Borgarbókasafn Búið er að opna fullbúið hljóðver á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal sem fólk getur bókað til að taka upp og vinna tónlist að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að nota aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp. Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bóksafnsins í Úlfarsárdal, segir að hér sé um að ræða fyrsta bókasafnshljóðverið á Íslandi og eitt af fáum hljóðverum hér á landi sem hefur verið byggt sem slíkt frá grunni. Fyrir er sérstakt hlaðvarpsstúdíó á Borgarbókasafninu í Grófinni sem hefur notið mikilla vinsælda. Unnar segir markhópinn meðal annars vera fólk sem hefur ekki rétta búnaðinn til að taka upp heima hjá sér og ekki heldur komið það langt að það sé að kaupa tíma í venjulegu hljóðveri. „Við erum með allt til alls hérna. Þú ert kannski ekki að fara að hljóðblanda tólf laga plötu hérna hjá okkur en þú ert að ná þér í þekkingu og byggja um reynslu og sjálfstraust í að nota stúdíó.“ Fólk með bókasafnskort getur bókað hljóðverið í tvo tíma í senn og jafnvel tvo daga í röð. Það er opið tvo daga í viku og er menntaður upptökustjóri til staðar fyrir fólk sem óskar eftir aðstoð. Bílskúrshljómsveitir vakna til lífsins Unnar á ekki bara von á því að aðstaðan muni nýtast næstu kynslóð tónlistarmanna. „Við erum að ná til fólks sem var einu sinni í unglingahljómsveit eða menntaskólahljómsveit, svo hefur alltaf blundað í þeim tónlistarmaðurinn og allt í einu núna þegar það er komið á miðaldraskeiðið þá kviknar áhuginn aftur. Það er svolítið skemmtilegt því að miðaldra karlmenn er markhópur sem bókasöfnin missa kannski af. Þeir eru mjög spenntir líka sem kom okkur á óvart því í huganum vorum við einmitt að hugsa meira um ungt fólk sem er að byrja og taka fyrstu skrefin en það er mjög áhugavert að þessi hópur mætti á svæðið líka.“ Mikill áhugi hafi verið á framtakinu til þessa og fólk byrjað að senda fyrirspurnir löngu áður en hljóðverið var opnað. „Þetta er hlutverk almenningsbókasafns, að fólkið sem býr í þessari borg njóti jafnra tækifæra. Það er það sama sem við erum að gera með tölvuverið, þar er tölvuleikjaver þar sem þú getur komið og nýtt til að spila tölvuleiki. Ef þú býrð einhvers staðar þar sem er ekki tölva og það er ekki peningur til að vera áskrifandi að einhverri leigu þá getur þú komið á bókasafnið.“ Hljóðverið skiptist í tvö herbergi, annars vegar upptökuherbergi og hljóðblöndunarherbergi. Þar má meðal annars finna gítar, bassa, trommur, hljómgervil, úrval af míkrófónum, hljóðkerfi með bassaboxi og hljóðvinnsluforrit. Gestum er einnig velkomið að koma með sínar græjur en að sögn Unnars er pláss fyrir sex til sjö manna hljómsveit í upptökuherberginu. Tónlist Reykjavík Söfn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri bóksafnsins í Úlfarsárdal, segir að hér sé um að ræða fyrsta bókasafnshljóðverið á Íslandi og eitt af fáum hljóðverum hér á landi sem hefur verið byggt sem slíkt frá grunni. Fyrir er sérstakt hlaðvarpsstúdíó á Borgarbókasafninu í Grófinni sem hefur notið mikilla vinsælda. Unnar segir markhópinn meðal annars vera fólk sem hefur ekki rétta búnaðinn til að taka upp heima hjá sér og ekki heldur komið það langt að það sé að kaupa tíma í venjulegu hljóðveri. „Við erum með allt til alls hérna. Þú ert kannski ekki að fara að hljóðblanda tólf laga plötu hérna hjá okkur en þú ert að ná þér í þekkingu og byggja um reynslu og sjálfstraust í að nota stúdíó.“ Fólk með bókasafnskort getur bókað hljóðverið í tvo tíma í senn og jafnvel tvo daga í röð. Það er opið tvo daga í viku og er menntaður upptökustjóri til staðar fyrir fólk sem óskar eftir aðstoð. Bílskúrshljómsveitir vakna til lífsins Unnar á ekki bara von á því að aðstaðan muni nýtast næstu kynslóð tónlistarmanna. „Við erum að ná til fólks sem var einu sinni í unglingahljómsveit eða menntaskólahljómsveit, svo hefur alltaf blundað í þeim tónlistarmaðurinn og allt í einu núna þegar það er komið á miðaldraskeiðið þá kviknar áhuginn aftur. Það er svolítið skemmtilegt því að miðaldra karlmenn er markhópur sem bókasöfnin missa kannski af. Þeir eru mjög spenntir líka sem kom okkur á óvart því í huganum vorum við einmitt að hugsa meira um ungt fólk sem er að byrja og taka fyrstu skrefin en það er mjög áhugavert að þessi hópur mætti á svæðið líka.“ Mikill áhugi hafi verið á framtakinu til þessa og fólk byrjað að senda fyrirspurnir löngu áður en hljóðverið var opnað. „Þetta er hlutverk almenningsbókasafns, að fólkið sem býr í þessari borg njóti jafnra tækifæra. Það er það sama sem við erum að gera með tölvuverið, þar er tölvuleikjaver þar sem þú getur komið og nýtt til að spila tölvuleiki. Ef þú býrð einhvers staðar þar sem er ekki tölva og það er ekki peningur til að vera áskrifandi að einhverri leigu þá getur þú komið á bókasafnið.“ Hljóðverið skiptist í tvö herbergi, annars vegar upptökuherbergi og hljóðblöndunarherbergi. Þar má meðal annars finna gítar, bassa, trommur, hljómgervil, úrval af míkrófónum, hljóðkerfi með bassaboxi og hljóðvinnsluforrit. Gestum er einnig velkomið að koma með sínar græjur en að sögn Unnars er pláss fyrir sex til sjö manna hljómsveit í upptökuherberginu.
Tónlist Reykjavík Söfn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira