Logi: „Ég á nokkrar fjalir í þessu húsi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2022 21:17 Logi Gunnarsson var ánæfður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og sagði að sínir með hefðu staðist prófið á erfiðum útivelli. „Þetta er klárlega einn af erfiðustu útivöllum sem að maður kemur á yfir tímabilið,“ sagði Logi og bætti því við að þeir vissu að þetta yrði barningur. „Við vissum að þeir kæmu til baka þó að við værum yfir með einhverjum 8 – 12 stigum og við stóðumst áhlaup þeirra.“ Logi kvaðst vera stoltur af sínu liði og bætti því við að „við spiluðum liðskörfubolta bæði í vörn og sókn, það var mjög gaman að spila þannig.“ Dedrick Deon Basile, leikmaður Njarðvíkur var frábær í leiknum og tók Logi undir orð blaðamanns og bætti við að hann að þeir væru með mörg vopn í leik sínum. „Þegar við erum með hann til þess að brjóta upp varnirnar fyrir okkur hina og við deilum boltanum vel á milli hvors annars þá er erfitt að dekka okkur.“ „Þegar að þú er með svona fljótann miðjubakvörð þá er erfitt að stoppa okkur þegar að hann brýtur upp varnirnar við erum með rosalega góðan og flottan leikmann í Dedrick,“ sagði Logi og bætti við að „hann er bara einhvernveginn mikill herforingi og hugsar ekkert um sjálfan sig og tekur yfir þegar að hann þarf og ég er mjög ánægður með hann.“ Logi átti góðan leik og sagði að sér liði vel á vellinum. „Mér þykir vænt um þetta hús. Ég varð íslandsmeistari hérna 2001 þannig að ég nokkrar fjalir hérna í húsinu og ég hitti alltaf vel á þessa hringi.“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur spilaði 35 mínútur í leiknum en hann er að koma til baka eftir erfið meiðsl. Aðspurður út í Hauk sagði Logi að hann væri alltaf að koma betur inn í hlutina hjá þeim. „Þó hann sé ekki alltaf að skora mikið þá er eitthvað við hann, hann er svo langur og klár í körfubolta og varnarleikurinn hans er upp á 10, alltaf,“ sagði Logi og bætti við að þeir líti betur og betur út með hverjum deginum. „Við eigum Grindavík á föstudaginn og við ætlum að einbeita okkur að okkar leik skref fyrir skref og verða betri með hverjum leik,“ sagði Logi að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Njarðvík 84-95 | Fjórði sigurleikur Njarðvíkur í röð Njarðvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð er liðið vann góðan ellefu stiga útisigur gegn Tindastól í kvöld, 84-95. Tapið var jafnframt fjórða tap Tindastóls í röð. 10. febrúar 2022 20:09 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
„Þetta er klárlega einn af erfiðustu útivöllum sem að maður kemur á yfir tímabilið,“ sagði Logi og bætti því við að þeir vissu að þetta yrði barningur. „Við vissum að þeir kæmu til baka þó að við værum yfir með einhverjum 8 – 12 stigum og við stóðumst áhlaup þeirra.“ Logi kvaðst vera stoltur af sínu liði og bætti því við að „við spiluðum liðskörfubolta bæði í vörn og sókn, það var mjög gaman að spila þannig.“ Dedrick Deon Basile, leikmaður Njarðvíkur var frábær í leiknum og tók Logi undir orð blaðamanns og bætti við að hann að þeir væru með mörg vopn í leik sínum. „Þegar við erum með hann til þess að brjóta upp varnirnar fyrir okkur hina og við deilum boltanum vel á milli hvors annars þá er erfitt að dekka okkur.“ „Þegar að þú er með svona fljótann miðjubakvörð þá er erfitt að stoppa okkur þegar að hann brýtur upp varnirnar við erum með rosalega góðan og flottan leikmann í Dedrick,“ sagði Logi og bætti við að „hann er bara einhvernveginn mikill herforingi og hugsar ekkert um sjálfan sig og tekur yfir þegar að hann þarf og ég er mjög ánægður með hann.“ Logi átti góðan leik og sagði að sér liði vel á vellinum. „Mér þykir vænt um þetta hús. Ég varð íslandsmeistari hérna 2001 þannig að ég nokkrar fjalir hérna í húsinu og ég hitti alltaf vel á þessa hringi.“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur spilaði 35 mínútur í leiknum en hann er að koma til baka eftir erfið meiðsl. Aðspurður út í Hauk sagði Logi að hann væri alltaf að koma betur inn í hlutina hjá þeim. „Þó hann sé ekki alltaf að skora mikið þá er eitthvað við hann, hann er svo langur og klár í körfubolta og varnarleikurinn hans er upp á 10, alltaf,“ sagði Logi og bætti við að þeir líti betur og betur út með hverjum deginum. „Við eigum Grindavík á föstudaginn og við ætlum að einbeita okkur að okkar leik skref fyrir skref og verða betri með hverjum leik,“ sagði Logi að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Njarðvík 84-95 | Fjórði sigurleikur Njarðvíkur í röð Njarðvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð er liðið vann góðan ellefu stiga útisigur gegn Tindastól í kvöld, 84-95. Tapið var jafnframt fjórða tap Tindastóls í röð. 10. febrúar 2022 20:09 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Njarðvík 84-95 | Fjórði sigurleikur Njarðvíkur í röð Njarðvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð er liðið vann góðan ellefu stiga útisigur gegn Tindastól í kvöld, 84-95. Tapið var jafnframt fjórða tap Tindastóls í röð. 10. febrúar 2022 20:09
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli