Gaupi gekk á Gumma Gumm: Hefur ekki klárað mót síðan á ÓL 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 12:30 Aron Pálmarsson fagna sigri i riðlakeppni Evrópumótsins. Hann veiktist síðan af veirunni og spilaði aðeins í nokkrar mínútur í viðbót á mótinu. Getty/Kolektiff Images Íslenska handboltalandsliðið náði sjötta sætinu á Evrópumótinu í síðasta mánuði sem er besti árangur liðsins í langan tíma. Liðið náði þessu þrátt fyrir að besti handboltamaður Íslands undanfarin ár hafi misst af meirihluta leikja íslenska liðsins. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp Evrópumótið. Hann ræddi meðal annars umræddan Aron Pálmarsson. „Við erum með í liðinu einn albesta handboltamann heims á síðustu árum, Aron Pálmarsson. Niðurstaðan er þessi. Aron hefur eiginlega ekki klárað mót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur því hann er algjört lykilatriði upp á það að við komust upp í næstu tröppu. Hann þarf að vera heill,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem stýrði þættinum með Stefáni Árna Pálssyni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Aron Pálmarsson „Mér fannst Aron vera í mjög góðu standi fyrir þetta mót. Það sem veldur því að hann getur ekki verið með okkur eftir riðlakeppnina er þetta Covid. Að sjálfsögðu er hann gríðarlega mikilvægur og við söknuðum hans sárt fyrir ári síðan á HM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um Aron Pálmarsson. „Hann er mjög mikilvægur sem ankeri. Þetta er fyrirliði liðsins og hann er góður varnarmaður. Það er yfirvegun og ró sem kemur með honum. Ég hef þá trú að hann sé á góðum stað núna í Danmörku og að hann munu nýtast okkur mjög vel í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur. Ómar Ingi Magnússon sló í gegn á þessu EM og varð markakóngur mótsins. Hann er að koma inn sem sterkt mótvægi við Aron Pálmarsson. „Ég hef rætt þetta við Aron. Það eru fleiri sem geta dregið vagninn núna. Áður snerist leikur okkar svolítið mikið í kringum Aron Pálmarsson. Aron Pálmarsson þurfti að gera allar árásir og byrja allar árásir, klippingar og svo framvegis. Núna getur nánast hver sem er hafið þessar árásir sem við erum að tala um, þessa stimplaður eða að koma beint á vörnina,“ sagði Guðmundur. „Hann er ekki undir sama álaginu og hann hefur verið hvað þetta varðar. Það var allt stillt í kringum hann. Núna eru fleiri leikmenn og við getum gert árásir báðum megin á vellinum. hægra og vinstra megin,“ sagði Guðmundur. „Við erum orðnir miklu fjölbreyttari hvað þetta varðar. Það þýðir bara að hann kemur og fellur mjög vel inn í þetta. Stundum sendir hann miðjumanninn í fyrstu árás. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ná að þróa en síðan eru leikmennirnir sem við höfum að verða hæfari, sterkari og betri,“ sagði Guðmundur en það má sjá umræðuna um Aron hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson mætti í Seinni bylgjuna og gerði upp Evrópumótið. Hann ræddi meðal annars umræddan Aron Pálmarsson. „Við erum með í liðinu einn albesta handboltamann heims á síðustu árum, Aron Pálmarsson. Niðurstaðan er þessi. Aron hefur eiginlega ekki klárað mót síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir okkur því hann er algjört lykilatriði upp á það að við komust upp í næstu tröppu. Hann þarf að vera heill,“ sagði Guðjón Guðmundsson sem stýrði þættinum með Stefáni Árna Pálssyni. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Aron Pálmarsson „Mér fannst Aron vera í mjög góðu standi fyrir þetta mót. Það sem veldur því að hann getur ekki verið með okkur eftir riðlakeppnina er þetta Covid. Að sjálfsögðu er hann gríðarlega mikilvægur og við söknuðum hans sárt fyrir ári síðan á HM,“ sagði Guðmundur Guðmundsson um Aron Pálmarsson. „Hann er mjög mikilvægur sem ankeri. Þetta er fyrirliði liðsins og hann er góður varnarmaður. Það er yfirvegun og ró sem kemur með honum. Ég hef þá trú að hann sé á góðum stað núna í Danmörku og að hann munu nýtast okkur mjög vel í nánustu framtíð,“ sagði Guðmundur. Ómar Ingi Magnússon sló í gegn á þessu EM og varð markakóngur mótsins. Hann er að koma inn sem sterkt mótvægi við Aron Pálmarsson. „Ég hef rætt þetta við Aron. Það eru fleiri sem geta dregið vagninn núna. Áður snerist leikur okkar svolítið mikið í kringum Aron Pálmarsson. Aron Pálmarsson þurfti að gera allar árásir og byrja allar árásir, klippingar og svo framvegis. Núna getur nánast hver sem er hafið þessar árásir sem við erum að tala um, þessa stimplaður eða að koma beint á vörnina,“ sagði Guðmundur. „Hann er ekki undir sama álaginu og hann hefur verið hvað þetta varðar. Það var allt stillt í kringum hann. Núna eru fleiri leikmenn og við getum gert árásir báðum megin á vellinum. hægra og vinstra megin,“ sagði Guðmundur. „Við erum orðnir miklu fjölbreyttari hvað þetta varðar. Það þýðir bara að hann kemur og fellur mjög vel inn í þetta. Stundum sendir hann miðjumanninn í fyrstu árás. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að ná að þróa en síðan eru leikmennirnir sem við höfum að verða hæfari, sterkari og betri,“ sagði Guðmundur en það má sjá umræðuna um Aron hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira