„Dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2022 10:33 Þróttarar eru ekki húmorslausir og hafa hér bætt bikar inn á myndina af Reykjavíkurmeisturunum. Einar Jónsson „Ég hefði alltaf haldið að við myndum fá bikarinn afhentan eftir leikinn því ég held að það sé nú þannig í langflestum öðrum keppnum,“ segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði nýrra Reykjavíkurmeistara Þróttar í fótbolta. Álfhildur bjóst við að fá bikar í hendurnar í Egilshöll í gærkvöld, þann fyrsta í sögu síns liðs, eftir 6-1 sigur á Fjölni í lokaleik Þróttara í Reykjavíkurmótinu. Sú varð ekki raunin og eina skýringin sem Álfhildur og liðsfélagar hennar fengu var sú að verðlaunagripur Reykjavíkurmótsins, sem haldið er af Knattspyrnuráði Reykjavíkur, væri aðeins afhentur þegar öllum leikjum mótsins væri lokið. „Eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega og hvað þá í kvennabolta“ Þó þarf aðeins að leita tvö ár aftur í tímann til að sjá að Fylkiskonur fengu bikar í leikslok eftir að hafa tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn, þó að mótinu væri ekki lokið. „Manni finnst að eins og að ef þetta hefði verið Valur þá hefði bikarinn mögulega verið tilbúinn á bakvið tjöldin. Það er stundum eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega, og hvað þá í kvennabolta,“ segir Álfhildur. „Við vorum með marga Köttara sem voru mættir til að horfa á leikinn og fylgjast með okkur fá bikarinn afhentan. Það voru allir að búast við því. En þegar sú varð ekki raunin var tekið símtal og okkur sagt að bikarinn væri ekki afhentur fyrr en eftir að mótið kláraðist. Ég veit ekki hvort að það var bara einhver afsökun eða hvað. Ég vissi ekki betur,“ segir Álfhildur. Vita ekkert um hvenær bikarinn verður afhentur Hún hefur ekki hugmynd um það hvenær hún fær bikarinn í hendurnar og raunar virðist bikarinn hafa villst til karlaliðs Vals ef marka má tíst frá Orra Sigurði Ómarssyni sem varð Reykjavíkurmeistari með Val á dögunum. Bikarinn sem við fengum var merktur Reykjavíkurmót kvenna 2022. Veit ekki hvort hann se á Hliðarenda ennþá — Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) February 10, 2022 „Ég hef ekki heyrt neitt meira um það hvenær bikarinn á að vera afhentur. Hvort það verði bara komið með hann á æfingu til okkar. Þetta virðist alla vega verða voða óformlegt eitthvað,“ segir Álfhildur. Hún ítrekar að með því að fá ekki bikarinn afhentan hafi ákveðin stund verið tekin af Þrótturum sem ekki fáist aftur. „Þetta hefði skapað meiri stemningu, að fá einhverja viðurkenningu þarna á staðnum. Það hefði verið hægt að gera meira úr þessu. Þetta dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing.“ Ekki hefur náðst í Stein Halldórsson, formann KRR, í morgun. Unnu Íslandsmeistarana í tveggja daga leik Sigurinn á Reykjavíkurmótinu er nýjasta dæmið um uppgang Þróttar síðustu misserin en liðið náði sínum besta árangri í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, þegar það varð í 3. sæti, og einnig sínum besta árangri í bikarkeppninni þar sem liðið vann til silfurverðlauna. „Það hefur aldrei gengið neitt sérstaklega vel hjá okkur á Reykjavíkurmótinu en í ár vorum við með ótrúlega sterkt lið á undirbúningstímabilinu og ákváðum bara að fara alla leið, og gerðum það,“ segir Álfhildur. Það var erfitt að spila leik Þróttar við Val vegna snjókomu.Bjarni Einarsson Stóra skrefið í átt að sigrinum í Reykjavíkurmótinu, þar sem allir keppa við alla í sjö liða riðli, var 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í ansi skrautlegum leik. Þróttarar skoruðu mörkin tvö í fyrri hálfleik en mikil snjókoma kom í veg fyrir að hægt væri að spila seinni hálfleikinn fyrr en daginn eftir, inni í Egilshöll. „Það er auðvitað heldur óvenjulegt að spila einn leik yfir tvo daga. Það gerði þetta svolítið spes. Maður var kominn í gírinn þegar við vorum 2-0 yfir og það var erfitt að mæta daginn eftir og klára leikinn, en það tókst og við vorum mjög stoltar af þessum sigri,“ segir Álfhildur. Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Álfhildur bjóst við að fá bikar í hendurnar í Egilshöll í gærkvöld, þann fyrsta í sögu síns liðs, eftir 6-1 sigur á Fjölni í lokaleik Þróttara í Reykjavíkurmótinu. Sú varð ekki raunin og eina skýringin sem Álfhildur og liðsfélagar hennar fengu var sú að verðlaunagripur Reykjavíkurmótsins, sem haldið er af Knattspyrnuráði Reykjavíkur, væri aðeins afhentur þegar öllum leikjum mótsins væri lokið. „Eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega og hvað þá í kvennabolta“ Þó þarf aðeins að leita tvö ár aftur í tímann til að sjá að Fylkiskonur fengu bikar í leikslok eftir að hafa tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn, þó að mótinu væri ekki lokið. „Manni finnst að eins og að ef þetta hefði verið Valur þá hefði bikarinn mögulega verið tilbúinn á bakvið tjöldin. Það er stundum eins og við Þróttarar séum ekki teknir nógu alvarlega, og hvað þá í kvennabolta,“ segir Álfhildur. „Við vorum með marga Köttara sem voru mættir til að horfa á leikinn og fylgjast með okkur fá bikarinn afhentan. Það voru allir að búast við því. En þegar sú varð ekki raunin var tekið símtal og okkur sagt að bikarinn væri ekki afhentur fyrr en eftir að mótið kláraðist. Ég veit ekki hvort að það var bara einhver afsökun eða hvað. Ég vissi ekki betur,“ segir Álfhildur. Vita ekkert um hvenær bikarinn verður afhentur Hún hefur ekki hugmynd um það hvenær hún fær bikarinn í hendurnar og raunar virðist bikarinn hafa villst til karlaliðs Vals ef marka má tíst frá Orra Sigurði Ómarssyni sem varð Reykjavíkurmeistari með Val á dögunum. Bikarinn sem við fengum var merktur Reykjavíkurmót kvenna 2022. Veit ekki hvort hann se á Hliðarenda ennþá — Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) February 10, 2022 „Ég hef ekki heyrt neitt meira um það hvenær bikarinn á að vera afhentur. Hvort það verði bara komið með hann á æfingu til okkar. Þetta virðist alla vega verða voða óformlegt eitthvað,“ segir Álfhildur. Hún ítrekar að með því að fá ekki bikarinn afhentan hafi ákveðin stund verið tekin af Þrótturum sem ekki fáist aftur. „Þetta hefði skapað meiri stemningu, að fá einhverja viðurkenningu þarna á staðnum. Það hefði verið hægt að gera meira úr þessu. Þetta dregur úr sigrinum okkar og er pínu óvirðing.“ Ekki hefur náðst í Stein Halldórsson, formann KRR, í morgun. Unnu Íslandsmeistarana í tveggja daga leik Sigurinn á Reykjavíkurmótinu er nýjasta dæmið um uppgang Þróttar síðustu misserin en liðið náði sínum besta árangri í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, þegar það varð í 3. sæti, og einnig sínum besta árangri í bikarkeppninni þar sem liðið vann til silfurverðlauna. „Það hefur aldrei gengið neitt sérstaklega vel hjá okkur á Reykjavíkurmótinu en í ár vorum við með ótrúlega sterkt lið á undirbúningstímabilinu og ákváðum bara að fara alla leið, og gerðum það,“ segir Álfhildur. Það var erfitt að spila leik Þróttar við Val vegna snjókomu.Bjarni Einarsson Stóra skrefið í átt að sigrinum í Reykjavíkurmótinu, þar sem allir keppa við alla í sjö liða riðli, var 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals í ansi skrautlegum leik. Þróttarar skoruðu mörkin tvö í fyrri hálfleik en mikil snjókoma kom í veg fyrir að hægt væri að spila seinni hálfleikinn fyrr en daginn eftir, inni í Egilshöll. „Það er auðvitað heldur óvenjulegt að spila einn leik yfir tvo daga. Það gerði þetta svolítið spes. Maður var kominn í gírinn þegar við vorum 2-0 yfir og það var erfitt að mæta daginn eftir og klára leikinn, en það tókst og við vorum mjög stoltar af þessum sigri,“ segir Álfhildur.
Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira