KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2022 13:13 Þróttarastelpurnar stilltu sér upp ásamt þjálfurum sínum. Enginn bikar fór þó á loft og verðlaunapeningarnir bíða annars tíma, varla betri tíma. Einar Jónsson Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta. Þróttur mætti Fjölni í Egilshöll í gærkvöld og ljóst var að með sigri myndu Þróttarar tryggja sér sinn fyrsta titil í sögunni. Það gekk eftir því með afar öruggum 6-1 sigri varð ljóst að ekkert lið gæti náð Þrótti að stigum í keppninni, þó að ekki hefðu öll lið lokið keppni. Þróttarar fögnuðu að vonum vel og innilega þrátt fyrir vonbrigði yfir því að fá engan verðlaunagrip í hendurnar. Í yfirlýsingu KRR segir að þau mistök að Þróttarar skyldu ekki fá verðlaunagrip til að fagna með í gær séu tilkomin vegna þess að leikjadagskrá hafi riðlast vegna veðurs og Covid-19. Uppfært: Þróttur fær verðlaunin sín á morgun í hálfleik á leik Þróttar og Fylkis í Lengjubikarnum sem hefst í Egilshöll kl. 16:00. Yfirlýsing Knattspyrnuráðs Reykjavíkur: Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18 Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Man. City | Meistararnir á flugi Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Þróttur mætti Fjölni í Egilshöll í gærkvöld og ljóst var að með sigri myndu Þróttarar tryggja sér sinn fyrsta titil í sögunni. Það gekk eftir því með afar öruggum 6-1 sigri varð ljóst að ekkert lið gæti náð Þrótti að stigum í keppninni, þó að ekki hefðu öll lið lokið keppni. Þróttarar fögnuðu að vonum vel og innilega þrátt fyrir vonbrigði yfir því að fá engan verðlaunagrip í hendurnar. Í yfirlýsingu KRR segir að þau mistök að Þróttarar skyldu ekki fá verðlaunagrip til að fagna með í gær séu tilkomin vegna þess að leikjadagskrá hafi riðlast vegna veðurs og Covid-19. Uppfært: Þróttur fær verðlaunin sín á morgun í hálfleik á leik Þróttar og Fylkis í Lengjubikarnum sem hefst í Egilshöll kl. 16:00. Yfirlýsing Knattspyrnuráðs Reykjavíkur: Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar
Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar
Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18 Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Man. City | Meistararnir á flugi Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18
Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02