Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 20:08 Guðlaugur virðist ekki hafa verið á því að láta Rússlandsforseta komast upp með hvað sem er. Samsett Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ Guðlaugur lýsti því þá að hann hefði, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, verið staddur á fundi með Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Talið hafi þannig borist að Evrópusambandinu og refsiaðgerðum þess gegn Rússlandi, sem Pútín taldi Íslendinga taka þátt í. „Það er að vísu röng túlkun hjá honum,“ skaut Guðlaugur inn í og hélt áfram. Pútín á þá að hafa haft orð á því að hann skildi ekkert í meintri þátttöku Íslendinga í aðgerðunum og að Rússar gætu ekki keypt íslenskan fisk. Guðlaugur hafi þá farið yfir gott samstarf þjóðanna tveggja í gegnum tíðina. „Og þess vegna væru þetta vonbrigði, vegna þess að þeir settu viðskiptabann á okkur og það var erfitt fyrir mig að útskýra, út af vináttu þjóðanna, af hverju Rússar tóku okkur út með því að taka sérstaklega út sjávarútveginn og landbúnaðinn.“ Sagði ráðherranum í raun að halda kjafti Þá hafi Pútín reynt að kenna Evrópusambandinu um stöðuna sem upp væri komin, en Guðlaugur ekki tekið það í mál og bent á að þá hefðu Rússar frekar átt að setja viðskiptabann á iðnað frá Evrópusambandinu. „Þá fór hann úr skónum, losaði skóþvenginn, sem er á rússnesku að viðkomandi eigi bara algjörlega að halda kjafti. Það fór allt á annan endann á fundinum, það var orðið mjög tensað,“ segir Guðlaugur. Hann segir það ekki hafa verið uppleggið að vera með stæla við Rússlandsforseta, enda reyni hann að koma á alla fundi þannig að viðmælendum líki vel við hann og hann nái tengingu við þá, sama hverja um ræðir. „En þú verður að standa fast á þínum prinsippum og hagsmunum þinnar þjóðar.“ Guðlaugur fór um víðan völl með stjórnendum þáttarins, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karli Sigurðssyni. Auk samskipta sinna við Pútín rifjaði hann meðal annars upp nokkuð óhefðbundin orðaskipti við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Sagan af Pútín hefst eftir rúmar 20 mínútur. Utanríkismál Rússland Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Guðlaugur lýsti því þá að hann hefði, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta, verið staddur á fundi með Pútín og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Talið hafi þannig borist að Evrópusambandinu og refsiaðgerðum þess gegn Rússlandi, sem Pútín taldi Íslendinga taka þátt í. „Það er að vísu röng túlkun hjá honum,“ skaut Guðlaugur inn í og hélt áfram. Pútín á þá að hafa haft orð á því að hann skildi ekkert í meintri þátttöku Íslendinga í aðgerðunum og að Rússar gætu ekki keypt íslenskan fisk. Guðlaugur hafi þá farið yfir gott samstarf þjóðanna tveggja í gegnum tíðina. „Og þess vegna væru þetta vonbrigði, vegna þess að þeir settu viðskiptabann á okkur og það var erfitt fyrir mig að útskýra, út af vináttu þjóðanna, af hverju Rússar tóku okkur út með því að taka sérstaklega út sjávarútveginn og landbúnaðinn.“ Sagði ráðherranum í raun að halda kjafti Þá hafi Pútín reynt að kenna Evrópusambandinu um stöðuna sem upp væri komin, en Guðlaugur ekki tekið það í mál og bent á að þá hefðu Rússar frekar átt að setja viðskiptabann á iðnað frá Evrópusambandinu. „Þá fór hann úr skónum, losaði skóþvenginn, sem er á rússnesku að viðkomandi eigi bara algjörlega að halda kjafti. Það fór allt á annan endann á fundinum, það var orðið mjög tensað,“ segir Guðlaugur. Hann segir það ekki hafa verið uppleggið að vera með stæla við Rússlandsforseta, enda reyni hann að koma á alla fundi þannig að viðmælendum líki vel við hann og hann nái tengingu við þá, sama hverja um ræðir. „En þú verður að standa fast á þínum prinsippum og hagsmunum þinnar þjóðar.“ Guðlaugur fór um víðan völl með stjórnendum þáttarins, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karli Sigurðssyni. Auk samskipta sinna við Pútín rifjaði hann meðal annars upp nokkuð óhefðbundin orðaskipti við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Sagan af Pútín hefst eftir rúmar 20 mínútur.
Utanríkismál Rússland Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira