Fótbolti

Glódís lék allan leikinn er Bayern tyllti sér á toppinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir vísir/Getty

Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í hjarta varnarinnar hjá Bayern München er liðið vann öruggan 3-0 útisigur gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Giulia Gwinn kom Bayern yfir af vítapunktinum eftir tæplega hálftíma leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Linda Dallmann tvöfaldaði forystu gestanna á 53. mínútu og Hanna Glas skoraði þriðja og seinasta mark leiksins eftir klukkutíma leik.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af varamannabekknum fyrir Bayern á 62. mínútu, en Cecilia Rúnarsdóttir var ónotaður varamaður.

Sigurinn lyfti Bayern í það minnsta tímabundið í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 34 stig eftir 14 leiki, tveimur sigum meira en Wolfsburg sem á einn leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×